Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
urdýrið, rólegur og værukær. Vel fór á með þessum ólíku
ungviðum svo folinn leyfði jafnvel kálfinum að sleikja sig í
framan þó ekki fengi fólk að klappa honum. Um vorið var
kúnum hleypt út, einnig folanum jarpa. Tókust nú mikil
hlaup fram og aftur því kýrnar kunnu sér ekki læti eftir
vetrarlanga innilokun. Leikur kálfsins og folans tóku öllu
fram. Endirinn varð sá að kálfurinn lagðist fyrir, örmagna af
þreytu, en sá jarpi hljóp í kringum hann án þess að nokkur
þreytumerki sæjust á honum.
Um sumarið skildi folinn aldrei við kýrnar. Einkum hélt
hann sig að kálfinum. Ávallt var hann styggur við fólk og
fékk enginn að snerta hann. Félagsskapur hans og kúnna
hélst þar til um haustið að kýrnar voru teknar inn. Þá skildu
leiðir. Var þá Jarpur litli látinn vera með gömlum hesti í
hesthúsi sem stóð við bæjarlækinn. Var það aðeins fyrir tvo
hesta. Þarna stóðu þeir nú hlið við hlið. Annar gamall,
búinn að lifa sitt fegursta, en hinn ungur og átti lífið fram-
undan. Oft voru þeir látnir út til að leika sér. Auðvitað var
það aðeins folinn sem lék sér. Brúnn gamli fór sér hægt en
auðséð var að hann hafði gaman af galsalátum folans. En
Jarpur mótaðist aldrei af umhverfi sínu. Hann var alltaf
hann sjálfur, styggur eins og sauðkind og frár eins og tófa.
Ég fór oft með pabba er hann var að gefa Jarp mjólk í
fötu. Ég var ekki gömul er ég fór að líta á folann sem eitt-
hvert djásn sem enginn mætti fara höndum um nema pabbi.
Alltaf man ég hversu baldinn hann var þegar pabbi var að
koma beisli upp í hann í fyrsta sinn í hesthúsi en loks varð
Jarpur hinn besti og teymdi pabbi hann um túnið og gekk
folinn við hlið hans hinn rólegasti. Þetta var svo endurtekið
dag eftir dag. Pabbi beislaði Jarp litla inni í hesthúsi en þá
var líka Jarpur hinn besti. Síðan var hann látinn inn,
kembdur og strokinn svo gljáði á skrokkinn niður að hófum
sem ekki var enn farið að járna.
Eftir öllum góðum einkennum gerði pabbi sér góðar vonir
um að þetta yrði fyrirmyndarreiðhestur, enda alinn upp við
það atlæti og umhirðu sem góðu hestefni bar.