Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 142
140
BREIÐFIRÐINGUR
Faðir minn gaf honum nafn og kallaði hann Óspak. Það
átti vel við þennan fjörmikla og stygga fola. Hann var ljós-
jarpur á lit með mikið dökkt tagl og fax, fremur smár vexti
en mjög vel vaxinn og sterklega byggður. Hlutföll voru jöfn
og skemmtileg, höfuðið frítt og vel skapað, augun dökk og
leiftrandi. Brá oft fyrir eins og stríðnisglampa í þeim er verið
var að eltast við að ná honum. Makkinn var reistur og fal-
lega lagaður. Brjóstið breitt og hvelft eins og á listaverki.
Hryggurinn var söðulbakaður og lendin há og breið. Fætur
og hófar voru fallegir og sterklegir, enda aldrei haltur. Mér,
sem þessar minningar rita um Óspak, finnst ætíð að hann
hafi verið fegurstur allra hesta. Þetta var ekki ofsagt. Hann
var í sannleika sagt gullfallegur hestur.
Faðir minn tamdi Óspak sjálfur eins og aðra hesta sína.
Hann þótti góður tamningamaður. Óspakur var þjáll og við-
ráðanlegur í tamningu. Varð strax ljóst að hann yrði
afburðagæðingur. Fór þar flest saman, sem einn reiðhest má
prýða. Viljinn var mikill og vakandi, höfuðburðurinn reistur
og mjög liðugur. Hann hafði til að bera þýtt og mikið brokk,
þó var töltið mest áberandi en á því var hann svo þýður og
fjaðurmagnaður að það var sem sæti maður á dúnmjúku
rúmi. Skapgerðin var þjál og glöð. Sjaldan kom fyrir að
hann tæki völdin þrátt fyrir ofsaviljann. Allar hans hreyf-
ingar voru léttar og snarar. Hægt var að snúa honum í hring
á stundinni ef þannig var tekið í tauminn. Mörgum knapa
þótti gaman að hleypa á sprett eftir Mávahlíðarrifi. Það var
föst venja hjá Óspak er hann kom upp úr Ósnum að þá tók
hann sprettinn og ef fleiri voru saman í hóp þá var hann
langt á undan inn eftir rifinu og heim að hliði. Það voru ekki
margir hestar sem fóru fram úr honum á sprettinum á hans
bestu árum. Það var gaman að sjá fótaburðinn er hann brá
á tölt heim túngötuna.
Ég á margar minningar frá foreldrum mínum, það var
sama hvort þeirra var, bæði voru afburðahestamenn. Það
var gaman að sjá þau sitja þennan góða gæðing, sjá hann
taka harðasprettinn með þau og þau síðan snara sér af baki