Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 144
142
BREIÐFIRÐINGUR
Ég man að einu sinni var ég fram á Eyrum að ná í hest. Þá
var komið að sækja Flugu. Stóð Óspakur, mændi á eftir
henni og hneggjaði. Aldrei fór hann á eftir henni þegar hiin
var sótt. Ég var nú ekki betur innrætt en svo að ég hugsaði:
„Það er gott að hún er farin. Óspakur fer þá ekki langt á
meðan.“
Þetta trygga samband þeirra hélst á nreðan bæði lifðu. Oft
sögðum við systurnar er við komum að þeim í fjallinu,
stundum liggjandi hlið við hlið: „Þarna er þá kærustuparið.“
Eitt sumar týndust þau hjúin og varð úr mikil leit. Við syst-
urnar vorum búnar að fara fram og til baka um fjallið en
fundum ekkert. Þá fór pabbi af stað snemma morguns. Fór
hann suður fyrir „Korra“. Þar fann hann þau þar sem þau
lágu endilöng í sólskininu. Pabbi náði Óspak, fór á bak og
reið heim. Þarna í fjallakyrrðinni hefur einhver ró færst yfir
hann, þennan ljónstygga hest sem aldrei lét ná sér í heima-
högum. Fluga elti eins og folald heim ;að hliði. Styggðin í
Óspak var oft meinleg ef þurfti að flýta sér, fara til Ólafs-
víkur eða eitthvað annað sem bráðlá á.
Þó búið væri að reka öll hrossin heim að hliði átti Óspakur
til að stökkva út úr hestaþvögunni, ryðja öllu til hliðar og
rjúka burt í einum spretti. Þá var farið ríðandi að elta hann
og reynt að reka hann heim en oft gekk það illa og ósjaldan
voru þeir, sem þátt höfðu tekið í eltingarleiknum orðnir
slæptir er hann náðist loks. Það kom jafnvel fyrir að hann
hljóp til fjalls og náðist alls ekki í það skiptið.
Flrekkjóttur var Óspakur ekki, sló aldrei en varði sig með
rassinum. Hann var framstyggur sem kallað er en ef maður
náði í faxið stóð hann kyrr. Alltaf fyrirgafst honum styggðin
þegar búið var að leggja við hann beislið. Oft sá ég pabba
klappa honum á lendina eftir langan og strangan eltingar-
leik. ■(),
Stundum þurfti að reiða fólk inn fyrir Búlandshöfða og ef
það voru hestamenn voru þeir gjarnan settir á Óspak. Man
ég að meðal þeirra voru dr. Gunnar Thoroddsen og Thor
Thors er þeir voru þingmenn okkar Snæfellinga. Þessir