Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 154
152
BREIÐFIRÐINGUR
/ Hvolsdal
Það voru mikil viðbrigði fyrir Guðmund 15 ára gamlan að
koma utan úr Akureyjum og inn í Hvolsdal. Bærinn Fremri-
brekka stendur á mörkum þriggja dala, þ.e. við mynni
Brekkudals, er liggur austur í hálendið milli Dala og Stranda,
en í suðri opnast Svínadalur til Hvammssveitar og svo í
norður liggur Hvolsdalurinn, sem neðst myndar láglendi
Saurbæjar ásamt Staðarhólsdal í vestri. Það er erfitt að gera
samanburð á útsýni efst í Hvolsdal og í Akureyjum.
Á Fremribrekku líða nokkur þroskaár við algeng bústörf.
Sjór og bátar, sjófuglar og sundin blá voru kvödd í bili.
Kjarngrös dalanna mynda undirstöðu þokkalegrar afkomu
og Guðmundur og systur hans tvær Valgerður og Guðrún
vinna hörðunr höndum við búið. Og svo var farið að velta
fyrir sér verkefnum og starfsvali framtíðarinnar.
Snemma kom í ljós að Guðmundur hafði hagar hendur og
auga fyrir lögun og formi. - Leifturmyndir æskuáranna í
Akureyjum svifu fyrir sjónum - sigling útifyrir ströndinni,
ýmist í stormi eða golu, inn á Gilsfjörð, út í Flatey eða
Stykkishólm. Þessar myndir gátu einhvernveginn aldrei
máðst eða horfið og þær eru sterkar og skýrar enn í dag. Svo
var teningnum kastað. - Einn daginn voru heimahagar
kvaddir. Framundan var nám og starf.
Skipasmíðanám
Guðmundur hóf nám sitt í Stýrimannaskólanum og lauk
hinu minna stýrimannsprófi. Þar næst tók við nám í iðnskóla
og gerðist hann nemandi í skipasmíði. Það var í skipasmíða-
stöðinni Bátalóni í Hafnarfirði. Forstjóri hennar var þá
Breiðfirðingur, Þorbergur Ólafsson frá Hallssteinsnesi. Þar
voru smíðuð tréskip af ýmsum stærðum, en þó mest minni
bátar. Á námsárum Guðmundar var framkvæmdastjóri
Bátalóns eins og áður segir Þorbergur Ólafsson. Hann fylgdi
breiðfirska laginu á bátum sínum. Við smíði og reynslusigl-
ingu nýrra báta var Guðmundur því kominn inn á svið æsku