Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 162
160
BREIÐFIRÐINGUR
júní 1869, Bjarnadóttir bónda á Gillastöðum, Zakaríassonar
frá Lundalifur, hjáleigu frá Hóli í Bolungavík. Hann mun
hafa komið vinnumaður að Berufirði og kynnst þar Ingi-
björgu konu sinni, móður Valgerðar. Ingibjörg var Björns-
dóttir Magnússonar bónda í Berufirði, hann var fæddur á
Skerðingsstöðum, og konu hans Helgu Illugadóttur Jónsson-
ar. Valgerður dó 10. sept. 1965, 96 ára.
Sveinn Sveinsson á Gillastöðum var ættaður vestan af
Barðaströnd. Hann var fæddur á Vaðli 7. júlí 1858, sonur
Sveins Ólafssonar, Ólafssonar. Móðir Sveins var Jóhanna
Oddgeirsdóttir. Sveinn dó 2. febr. 1945, 87 ára.
Valgerður ólst upp í foreldrahúsum á Gillastöðum. Er
mér sagt að foreldrar Sveins hafi fyrir fátæktar sakir orðið að
láta börnin frá sér. Sveinn mun hafa komið að Klukkufelli
innan við fermingu líklega í skjóli föðursystur sinnar
Ástríðar Ólafsdóttur sem var ráðskona hjá Tómasi Tómas-
syni bónda þar. Ástríður var móðir Ólafs Eggertssonar
hreppstjóra í Króksfjarðarnesi. Þeir Sveinn og Ólafur voru
því systkinasynir.
Valgerður og Sveinn voru gefin saman í hjónaband 10.
sept. 1892. Sveinn var þá 34 ára, Valgerður 23. Svaramenn
þeirra voru: Kristján Kristjánsson bóndi á Hamarlandi,
hann var ættaður af Barðaströnd og Jón Hákonarson bóndi
á Kinnarstöðum, hann var giftur Kristínu Björnsdóttur
móðursystur Valgerðar.
En hvers vegna skal þeim Gillastaðahjónum reistur
minnisvarði, þessum þegnum þagnarinnar? Minnisvarði
hefur jafnan helst verið reistur þeim er skráð hafa nöfn sín
á spjöld sögunnar annað hvort vegna umsvifa á sviði stjórn-
unar og athafna eða vísinda og lista. Ég efast um að Sveinn
hafi nokkurn tíma orðið nefndarmaður í sinni sveit og ekki
liggja eftir hann ritverk eða önnur hugverk. Að vísu var
hann lipur hagyrðingur og kastaði fram stöku er hann raul-
aði við börn sín eða amstur daganna gáf tilefni til. Allt starf
Valgerðar var bundið börnum og búsýslu örsnauðs heimilis.
En er þetta ekki einmitt fólkið er lagði grunninn að alls-