Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 164
162
BREIÐFIRÐINGUR
nægtum okkar og velgengni? Og hverra minningu ber að
heiðra ef ekki þeirra? Auk þess er ræktarsemi og virðingar-
vottur afkomendanna lofsverður. Þá eru tengsl nútímans við
það liðna að margra dómi forsenda þess að vel fari.
Það er freistandi við þetta tækifæri að reyna að gera sér
örlitla grein fyrir störfum og lífsmáta þessara hjóna og um
leið að skyggnast um bekki annarra er lifðu við sömu kjör.
Hér skortir mig reyndar næga þekkingu og annað hitt að við
eigum erfitt með að skilja til fulls þessa liðnu tíma. í minni
mínu var Sveinn kvikur í fasi, smávaxinn og fjörlegur,
gamansamur og orðhnittinn. Aldrei man ég eftir vílsemi í
fari hans. Eins og ég sagði áður man ég Valgerði óljósar. Þó
hefur sú mynd mótast í huga mér að hún hafi verið hæglát,
traustvekjandi, og þætti mér líklegt að hún hafi verið sá
klettur er bárur lífsins brotnuðu á.
Eg veit með vissu að þau hjón voru vellátnir grannar, gest-
risin og hjálpsöm.Traust vinátta þróaðist milli þeirra og ná-
grannanna. En hver voru kjör þessarar barnmörgu fjöl-
skyldu?
Þau hófu búskap upp úr 1890 að sjálfsögðu eignalaus. Ég
hefi ekki heimildir um hvernig bústofn þeirra var á hverjum
tíma. Júlíana dóttir þeirra sagði mér að um 10 ára aldur hafi
hún setið hjá og þá voru 26 ær í kvíum og tvær með lambi,
2 kýr og 2 hestar. En hún bætti því við að verið gæti að
eitthvað hefði gengið á stofninn þegar bærinn var byggður
en það var um þetta leyti. - Hugsið ykkur 28 ær og um eða
yfir 10 manns í heimili. Sveinn Sveinsson sagði mér að síð-
ustu árin sem hann var heima þætti sér líklegt að kindurnar
hafi verið 70-80, hestarnir 2-3 og kýrnar 2. Eflaust hefur
búið aldrei orðið stærra, enda mun ekki fjarri lagi að það
teldist meðalbú þá. Reynið að gera ykkur í hugarlund hví-
líka nýtni, sparsemi og fyrirhyggju hefur mátt viðhafa til að
framfæra þessa stóru fjölskyldu á þessum fáu skepnum.
Sjálfsagt hefur það komið fyrir á Gillastöðum eins og frægt
er úr bók um annað heimili að ekki hafi verið spurt hvað er
í matinn, heldur er eitthvað í matinn?