Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 173
BREIÐFIRÐINGUR
171
Ingimar Elíasson
Arfur fortíðarinnar
Ég vil minnast hinna góðu, gömlu daga,
garpar hornum lyftu, snjöll var kveðin baga.
Eldar sáust loga yfir fornum haugum,
útilegumenn á ferð, skrýmsli, fullt af draugum.
Inni í háa hólnum huldar vættir búa,
hljóðar álfadísir að blómaskrúði hlúa.
Þegar blessuð sólin settist bak við fjöllin,
ég sögur margar heyrði um ógurlegu tröllin.
Hellisskútann svarta, háu bjargi undir
hrannarbárur lemja, næturlangar stundir.
Þarna eiga heima Grýla og Leppalúði,
ég læddist hljótt í bólið og öllu þessu trúði.
Pínulitlir dvergar dvelja í gráum steinum,
drattast fjörulallar yst á sjávarhleinum.
Jólasveinar labba lengst ofan af heiðum,
laumast inn í sveitina utar þekktum leiðum.
Nykurinn úr vatninu nálgast tekur bráðum,
nú er eina leiðin að beita þekktum ráðum.
- Pú verður bara að muna, hann er þannig skaptur,
það má ekki stíga á bak, því hófar snúa aftur.
í kvöldhúminu úti ég ekki lengi slóri,
allsstaðar á vakki Skotta, Bessi og Móri.
Langt í fjarska heyrist þungur þrumu dynur,
Porgeirsboli rymur og grundin undir stynur.