Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 178
176
BREIÐFIRÐINGUR
í stjórn voru kjörin: Haraldur Finnsson formaður, Birgir
Kristjánsson varaformaður, Finnur Kr. Finnsson gjaldkeri,
Auður Baldursdóttir ritari, Hörður Rúnar Einarsson, Jónía
Jónsdóttir og Kristinn Steingrímsson.
I varastjórn voru kjörin: Gyða Þorsteinsdóttir, Bryndís
Guðmundsdóttir og Kristinn Steingrímsson.
Endurskoðendur voru kjörnir: Sigvaldi Þorsteinsson og
Benedikt Egilsson og Ulfar Reynisson til vara.
Astvaldur Magnússon og Halldór Guðjónsson er verið
höfuð endurskoðendur mörg undanfarin ár báðust undan
endurkjöri.
Þess má geta að formaður félagsins, Haraldur Finnsson
dvaldi erlendis frá hausti 1986 til jafnlengdar 1987 og gegndi
Birgir Kristjánsson varaformaður störfum hans þann tíma.
Félagsstarfið 1987
Haldið var áfram að spila félagsvist eftir hádegi á sunnu-
dögum en nú á nýjum stað, Sóknarsalnum við Skipholt og
sáu félagsmenn sjálfir um kaffiveitingar. Brá nú svo við að
aðsókn jókst að mun, einkum fyrrihluta ársins. Verður þar
vonandi framhald á. Alls var spilað sex sinnum á árinu.
Vor- og vetrarfagnaðir félagsins voru einnig prýðilega
sóttir en árshátíðin sem haldin var 7. mars í Risinu var lakar
sótt en nokkur undanfarin ár. Virðist þessi tími ársins mjög
undirlagður öðrum skemmtunum hjá félögum. Varð það
m.a. til þess að stjórn félagsins ákvað að færa árshátíðina
1988 til haustsins og sameina hana væntanlegri afmælishátíð
félagsins, en 17. nóvember verður það 50 ára. Hyggst
stjórnin efna til veglegs afmælisfagnaðar til að minnast þess-
ara tímamóta.
Dagur aldraðra var haldinn með líku sniði og áður í Safn-
aðarheimili Bústaðakirkju. Var hann vel sóttur að vanda og
virðist þessi þáttur félagsstarfsins njóta mikilla vinsælda hjá
eldri kynslóðinni. Þar skemmtu „Ömmusystur“ með söng,