Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
hreinlætisþörfum gesta. Sérstakt kynningarrit með dagskrá há-
tíðarinnar var gefið út og dreift með Morgunblaðinu nokkrum
dögum áður. Jafnframt var hátíðin kynnt í öðrum fjölmiðlum
og með veggspjaldi, póstkortum, bolum og húfum. Akveðið
var að stilla verði á aðgöngumiðum í hóf, 2000 kr. fyrir full-
orðna, 1000 kr. fyrir unglinga og eldri borgara, en frítt fyrir
böm 12 ára og yngri. Prentuð var litabók um Leif heppna sem
öll börn fengu afhenta ásamt litum við komu til Eiríksstaða.
„ Undir Dalanna sól”
Þegar leið að hátíð kom í ljós að veðurútlit var tvísýnt en við
því var ekkert að gera. Formleg dagskrá hófst kl. 16 föstudag-
inn 9. ágúst með því að víkingamarkaðurinn var opnaður og
ýrnis afþreying fyrir börn. Skúli Gautason leikari var í hlut-
verki Dalakúts og vakti frumlegur búningur hans og látæði
mikla hrifningu yngstu gestanna. Þegar leið á daginn fór að
rigna og jókst úrkoma eftir því sem leið á kvöldið. „Nikkó-
lína”, harmónikkufélag Dalamanna og unglingahljómsveit
Dalamanna, „Ábrestir”, létu það ekkert á sig fá og héldu uppi
hátíðarstemmingu fram á nótt. Um 300 manns gistu í tjöldum
á svæðinu þá um nóttina.
Mjög vel rættist úr veðrinu á laugardag, aðalhátíðardaginn.
Fólk streymdi á svæðið og margt var til skemmtunar. Kl.
13.30 hófst sérstök hátíðardagskrá og var þá kominn nær 20
stiga hiti, glampandi Dalanna sól, og 3^1000 gestir. Kynnir
var hinn landsþekkti útvarps- og Dalamaður Þorgeir Ástvalds-
son. Forseti íslands og sex ráðherrar auk opinberra gesta frá
Grænlandi og Færeyjum voru mættir til leiks. Utanríkisráð-
herra, Halldór Ásgrímsson, hélt ræðu dagsins eftir að formað-
ur Eiríksstaðanefndar hafði boðið gesti velkomna. Að því
loknu tóku við fjölbreytt skemmtiatriði þar sem eftirtaldir
komu fram m.a: Samkór Dalamanna og Breiðfirðingakórinn,
Örn Ámason, Álftagerðisbræður, Hanna Dóra Sturludóttir
söngkona, leikhópur skólabama úr Dölum sýndi leikritið „Eiríkur
rauði”, Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti minni