Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 179
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
177
það? Hvers vegna ekki að biðja hann um að selja saltfisk og láta lita
vaðmálið? Hvers vegna ekki að biðja hann um að kaupa púður í
byssuna og legstein á leiði? Fyrr en varir er Jón Sigurðsson orðinn
þingmaður allra Islendinga, Island allt er orðið hans kjördæmi.
(Á slóðum J.S., bls. 116-17).
í kaflanum „Þegar Jóni reið allra mest á“, benti Lúðvík m.a. á,
að af hálfu Dana var fjarri því, að komið hefði verið fram við
hann af þeirri hörku, sem menn höfðu stundum talið áður af
ónógri þekkingu, og þjóðsagan gaf byr undir vængi, - heldur
þvert á móti. Frelsishetjan naut að mörgu leyti góðs hlutskiptis
hjá nýlenduherrunum, þegar nánar var skoðað. Lúðvík ritar:
Þegar réttilega er metið og dæmt, mega Islendingar vel virða það við
Dani, að þeir létu verkhæfni hans og kunnáttu yfirleitt ekki gjalda
forustu hans í stjómmálabaráttunni. (Á slóðum J.S., bls. 121).
Þó að skjalavarðarstaða til handa Jóni í leyndarskjalasafni
væri bundin því, að hann færi ekki til Alþingis, og hann hafn-
aði henni, þá voru ýmsar dyr opnar með styrkveitingum. - þá
m. a. úr ríkissjóði, - til vísindastarfa, sem gerðu honum kleift
að framfleyta sér með þokkkalegu móti. Að vísu gat verið
þungt fyrir fæti stundum í þessum efnum, en sem betur fer
hafði Jón tök á að sinna jöfnum höndum bæði stjórnmálum og
fræðunum.
Lúðvík hefur rutt burt hinni gömlu þjóðsögu um óvægna
framkomu Dana við Jón persónulega, um leið og hann hirti Is-
lendinga fyrir linjulega framkomu við hann, er hann óskaði
tilstyrks þeirra. Um þetta skal ekki fara fleiri orðum hér, en
stórhöggur virtist mér Lúðvík nokkuð í þessu efni, þótt
sammála sé ég honum um það, að það séu
Danir, sem rétta Jóni Sigurðssyni hjálparhönd. þegar tvísýnast er um
atvinnu hans. Þeir gera það vel og myndarlega, en um fram allt af
miklum drengskap. (Á slóðum J.S., bls. 202).