Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
ingar, sem Hið íslenska bókmenntafélag safnaði þá til um allt
land. Lýsingarnar úr Dalasýslu eru því miður enn óprentaðar
en vonandi rætist brátt úr því.
I fyrrnefndri fjallskilareglugjörð fyrir Dalasýslu frá 1877 er
21. grein svohljóðandi:
Ein skal lögrjett vera fyrir hvem hrepp, á þeim stöðum,
er hjer greinir: I Hörðudalshreppi á Selárdalshólma eða í
Hólsskarði, eptir því sem hreppsnefndin í nefndum hreppi
gjörr ákveður. I Miðdalahreppi að Fellsenda. í Haukadals-
hreppi að Skarði. I Laxárdalshreppi að Dönustöðum. í
Hvammssveit að Skerðingsstöðum. I Fellsstrandarhrepp á
Flekkudal. I Skarðsstrandarhreppi að Búðardal. I Saurbæj-
arhreppi að Múla eða Belgsdal, eptir því sem hreppsnefndin
í nefndum hreppi gjörr ákveður.
Ef miðað er við fyrri heimildir um réttir virðist vera hér nýjung, að
ein lögrétt skuli vera í hverjum hreppi. Flestar réttir, sem til-
greindar eru nú, eiga að vera á nýjum stöðum nema helst í Mið-
dölum og Haukadal. Af þessum sökum hljóðar svo 23. grein:
I lögrjettum þeim, sem hjer eru (eða síðar verða) ákveðnar,
skal rjetta að haustinu öllu því geldfje, er safnast í fjárleitum
af afrjettum, upprekstrar- og heimalöndum. Skulu því aðrar
rjettir í sýslunni afmáðar, og geldfjárins sundurdráttur, sem
víða hefir við gengizt, með öllu bannaður og af tekinn.
Seinni málsgreinin er hér athyglisverð og bendir mjög til þess
að ekki hafi verið gott og vel skipulegt fyrirkomulag á fjárleit-
um og réttarhaldi áður. Þar sem réttað var við bæi og jafnvel
fleiri en einum í sömu sveit, er næsta trúlegt að þar hafi réttir
ekki verið mikil mannvirki, heldur hafi aðeins verið notuð
sama réttin sem höfð var annars til heimilisnota. Ekki veit ég
hvort gamlar réttir voru afmáðar, viti einhver betur um það
efni væri gott af því að frétta. Sögulegast var þó er reynt var
að afmá nýja rétt í Saurbæ og kemur að því síðar.