Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 173
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
171
90 ár frá því Jón og samherjar hans mótmæltu á þjóðfundinum
sæla. Og það er dálítið eftirtektarvert og skemmtilegt, að kenn-
ari Lúðvíks í Flensborg, sr. Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauks-
dal, - sem hann skrifaði æviþátt um, - gat sagt honum frá því,
er hann ungur drengur sá Jón Sigurðsson og heyrði hann tala á
Þingvallafundi 1873.
Lúðvík sýnir m.a. fram á það með óyggjandi hætti, hversu
stór sá mannfjöldi var vestanlands, sem Jón Sigurðsson átti
bréfasamband við og studdi hann eindregið í baráttu fyrir
landsréttindum Islendinga. Þar voru bæði áhrifamenn í héruð-
um, svo og alþýðumenn, án kosningaréttar og kjörgengis, eins
og raunar þorri þjóðarinnar á þessum tíma. Það er hollt í nú-
tímanum, þegar ungum sagnfræðingum og blaðaskrifurum
þykir ástæða til þess að vefengja umtalsverðan stuðning við
baráttu Jóns forseta á sínum tíma og eru jafnvel farnir að telja
forystu hans goðsögn eina, að rifja upp þau óræku sannindi,
sem Lúðvík Kristjánsson benti á í 2. bindi Vestlendinga:
Ef dæma ætti eftir þeim gögnum, sem almenningi eru þegar kunn,
mætti ætla, að Jón hefði ekki notið stuðnings nema sárafárra manna.
En þessu er ekki þannig farið, því að auk þeirra fjölmörgu ónefndu
og ókunnu liðsmanna hans er stór hópur, sem æði mikið er vitað um
og jafnframt tengsl hans við Jón. [...] [Et]eildarmyndin af þessum
kynnum og skiptum [ber þó] einkarlega svip þeirrar baráttu, sem Jón
háði og efldi lengst af sína ævi, baráttu fyrir frjálsu Islandi í tölu
fullvalda ríkja. Þessi þáttur í stjómmálasögu Islendinga á æviskeiði
Jóns Sigurðssonar hefur lítt verið kannaður áður, og í þessu riti nær
rannsókn á honum nær einungis til Vestlendinga, enda efni þess
bundið sögu þeirra. En viðskipti Jóns við alþýðu í öðrum fjórðungum
voru einnig rnikil og sums staðar sízt ómerkari en á Vesturlandi.
(Vestl., 2.1., bls. 14).
Það var, sem sagt, einkum með 2. bindi Vestlendinga, að manni
fannst það stórkostlegt, hvemig Lúðvík leiddi fram á sviðið úr
hinu sögulega rökkri hverja persónuna á fætur annarri, -
persónur, sem voru lítt kunnar þjóðinni áður, en höfðu lifað og
starfað í sínum heimabyggðum og öðlast skilning á því forystu-
hlutverki, sem þeim fannst Jón Sigurðsson vera eins og