Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 95
REGLUGJÖRÐ
93
Vatnsréttar í Haukadal sem haldast skal á laugardaginn að
áliðnum degi í 22. sumarviku þá réttast skal, þaðan gangi án
tafar allur úrgangur, að Haukadals fjallkónga ráði í Skarðsrétt
og geymist til á mánudaginn árla í 22. sumarviku þá réttast,
þaðan gangi án tafar allur úrgangur sem nálægir eptir töflun-
um, ei leiða sig að, í Fellsendarétt sem skal haldast á þriðju-
dagsmorguninn í 22. sumarviku, þarfrá gangi úrgangur að
Miðdala fjallkónga forlagi í Vífilsdalsrétt sem haldast skal á
miðvikudaginn árla í 22. sumarviku, þaðan gangi allur úr-
gangur að fjallkónga forlagi í Seljalandsrétt sem skal haldast
sama dags eptirmiðdag. Loksins allur sá úrgangur sem nefndar
4 sveitir: Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir og Hörðudalur, ei
leiða sig að, eptir nákvæmum samanburði við markatöflurnar
skal uppskiptast á nærstu bæi til varðveitslu; mörkum sem ei
þekkjast, lýsist hvöm helgan dag við kyrkjur til veturnótta og
á hreppastefnu eður hreppaskilum, líka senda þau uppskrifuð
sveit úr sveit til réttarbænda.
4. Kapituli
Umfjallgöngur á haustum
§ L
Allteins og hvör og einn eptir 2. kap. § 1 og 4 er skyldugur að
reka allt sitt geldfé og lömb samt stóðhross á afrétt, svo skal
og sérhvör búandi, embættis- og almúgamaður, á haustum gjöra
góð fjallskil og til fjallgöngu láta gagnlegan, greindan mann,
hvört sem hann á nokkra sauðkind á fjalli eður ei undir ríks-
dals sekt í hvört sinn hann þverskallast við þessa hreppstjór-
anna fyrirskipun.
§2.
Sömuleiðis skal hvör maður úr kvífé sínu og landareign safna
öllu ókunnugu fé og reka til rétta allt undir sömu sektir, en
kvífé skal ganga og réttardaginn geymast vandlega nærri bæj-
um so ei gjöri rugling á fjallinu.