Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 148
146
BREIÐFIRÐINGUR
Til glöggvunar á persónum, sem fjallað er um, var sá háttur
hafður að setja með skáletri heiti bæja.
Til að glöggva sig á því fólki, sem frá er greint í bændarímu
Guðmundar, skal bent á bækur Jóns Kr. Guðmundssonar á
Skáldsstöðum í Reykhólasveit, Skyggir Skuld fyrir sjón. Mið-
að við aðstæður höfundar verður sú bók að teljast umtalsvert
afrek.
Einar G. Pétursson
R S. Eftir að þetta var ritað hafa borist nokkrar skýringar við
rímu Guðmundar og verða þær því birtar lesendum til hægðar-
auka. Ekki hefur verið bætt við dánardögum þeirra sem látnir
eru og oft eru dagsetningar ekki í samræmi við bækur Jóns, en
yfirleitt var ekki reynt að leita annarra heimilda til að skera úr
um hvað rétt er talið.
Vísa 1-2. Hólar. Friðbjöm Guðjónsson, ráðsmaður, f. 2/10 1893
í Hlíðarseli í Strandasýslu. Húsfreyja: Ingibjörg, f. 23/8 1907 í
Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu, Pálsdóttir, Gíslasonar.
Vísa 3-4. Kambur. Karl, f. 20/8 1911 í Hlíð í Þorskafirði,
Ámason, Ólafssonar. Kona Unnur, f. 10/8 1916 á Patreksfirði,
Halldórssonar.
Vísa 5-6. Bær. Magnús, bóndi og hreppstjóri, f. 6/6 1901 í
Snartartungu, Ingimundarson. Ráðskona: Sigríður, f. 19/4
1903 á Litlu-Brekku í Geiradal, Guðjónsdóttir frá Hjöllum,
Jónssonar.
Vísa 7-8. Mýrartunga. Jón, bóndi, f. 6/7 1887 á Óspakseyri,
Jóhannsson, Guðmundssonar, fyrr bónda s. st. Ráðskona:
Kristín, systir hans, f. 1902.
Vísa 9-10. Gillastaðir. Eyjólfur, bóndi og úrsmiður, f. 28/9
1893, Sveinsson, bónda s. st., Sveinssonar. Kona: Hermína, f.
17/8 1903 í Hvammi í Vatnsdal, Ingvarsdóttir.
Vísa 11-14. Hafrafell. Guðmundur, bóndi, f. 7/11 1882 á
Laugabóli í Isafjarðarsýslu, Erlendsson. Kona: Guðrún, f.
21/10 1895 að Kverngrjóti í Saurbæ, Guðmundsdóttir. Annar
bóndi: Hafliði B. Guðmundsson, sonur bónda, f. 4/1 1922 að