Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 174
172
BREIÐFIRÐINGUR
skapaður í. Þeir lögðu sitt lóð á vogarskálamar, hver eftir sinni
takmörkuðu getu. Og Lúðvík ritar, að þar vestra hitti hann
fyrir stærri hóp manna en víðast annars staðar, sem aldasultur hafði
ekki sogið úr allan merg.
Þegar Jón Sigurðsson leggur upp í sína löngu og ströngu ferð til
þess að leiða Islendinga af eyðimörk einveldis og kúgunar, er honum
það lán, að hann mætir í Vestfirðingafjórðungi mörgum manni, sem
að vísu hafði bognað, en aldrei brotnað. (Vestl. 2. 1., bls. 18).
Hér koma mér alveg sérstaklega í hug tveir menn, sem Lúðvík
kynnir okkur, og báðir reyndust Jóni Sigurðssyni frábærlega
vel, raunar voru þeir einhverjir eldheitustu stuðningsmenn hans
í kjördæmi hans, Isafjarðarsýslu. Þetta voru þeir Magnús
Einarsson, bóndi á Hvilft í Önundarfirði og Gísli Ivarsson,
búðarþjónn á ísafirði. Um Magnús á Hvilft ritar Lúðvík:
Vafi leikur ekki á því, hvaða rnaður í kjördæmi Jóns Sigurðssonar
gagnaði honum mest og bezt fyrstu tvo áratugina, sem hann hafði af-
skipti af stjómmálum. Sagan hefur reynzt þessum manni svo hláleg,
að heita má, að hann sé þjóðinni með öllu ókunnur. [...] Magnúsar
bónda Einarssonar á Hvilft í Önundarfirði er aðeins getið tvívegis í
hinu stóra riti Páls Eggerts Ólasonar um Jón Sigurðsson. [...] Stuðn-
ingur hans við Jón Sigurðsson var hins vegar svo mikilvægur, traust-
ur og afdráttarlaus, að vandséð er, að nokkur annar íslenzkur þing-
maður hafi á þessu tímabili notið slíks liðsinnis sem Jón af hendi
Magnúsar. - Grafarkyrrðin um nafn bóndans á Hvilft og störf hans er
því stórfurðuleg. (Vestl., 2.1., bls. 43.)
Hinn maðurinn, Gísli Ivarsson, búðarþjónn, sem ekki átti
eignir, er dugðu til kosningaréttar og kjörgengis, var einnig
gallharður stuðningsmaður Jóns og dugmikill útbreiðslumaður
Nýrra félagsrita í aldarfjórðung. Hann sendi Jóni síðast kveðju
sína í bréfi haustið 1855, þá búsettur á Bíldudal, jafnframt því
sem skipskapteinninn Johansen á - með orðum Lúðvíks -
að færa Jóni frá Gísla eitt skippund af verkuðum saltfiski, en andvirði
þess, samkvæmt þáverandi verðlagi, nam átján ríkisdölum. Jón á að