Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 121
BARNAFRÆÐSLA f SUÐURDALAÞINGUM
119
Vorprófið 1909
Séra Jóhannes á Kvennabrekku var stjómskipaður prófdómari
í öllum hreppum Suðurdalaþinga vorið 1909, og í Laxárdals-
hreppi að auki. Að prófunum loknum sendi hann hverri
fræðslunefnd álitsgerð um fræðsluástandið í hreppnum, eins
og honum var skylt að gera sem prófdómara. Alitsgerð fyrir
Laxárdalshrepp vantar, en með stöðuna í hinum hreppunum er
hann fremur ánægður, en finnur þó að því að í Haukadals-
hreppi hefði nokkuð verið um að böm skiluðu sér ekki til
prófsins án þess að bera fyrir sig forföll. Alitsgerðin um Mið-
dalahrepp er ítarlegust þessara umsagna og fer vel á að ljúka
þessari samantekt með henni:
Þar eð eg samkvæmt skipun yfirstjómar fræðslumála hefi verið próf-
dómandi hér í Miðdalafræðsluhéraði við bamaprófið er nú í vor hefur
haldið verið á 4 bæjum hér í sveitinni, nefnilega á Svínhóli 20.—21.
apríl, Hundadal 24. s.m., Fellsenda 29. apnl og Snóksdal 6. maí, þá
vil eg hérmeð eptir fyrirmælum fræðslulaganna gefa fræðslunefnd
hreppsins álit mitt um ástand bamafræðslunnar í þessu héraði og
verður það á þessa leið:
Öll hin prófskyldu börn í sveitinni, 40 að tölu kómu til prófsins,
og I yngra að auki. Við prófið reyndust nemendurnir yfirleitt fremur
vel að sér og margir mjög vel. Eptir minni hyggju hafa bömin lært
fulit svo mikið og sýndu kunnáttu í námsgreinunum fullt svo góða
sem í þeim föstu skólum landsins sem allra beztir eru. Þetta gildir um
nemendur í báðunt farskólunum í þessari sveit, sem sýnir að kennend-
umir em vel vaxnir starfa sínum, og sömuleiðis nær það einnig til hinna
9 heimanámsbama er undir prófið gengu, er einnig sýnir að heimilin í
hreppnum, almennt talað, hafa góðan áhuga á uppfræðslu bamanna og
tel eg það sveitarbúum til mikils sóma. Þó em sum heimili á svæði suð-
urskólans talsvert á eptir í þessu efni, því sem á sér stað með heimilin á
svæði norðurskólans, enda er fleira af nemendum miður vel að sér í
suðurpartinum heldur en norðurhlutanum af hreppnum. Það hafa á þess-
um vetri verið kenndar fullt svo margar námsgreinar, bæði skólabömum
og heimanámsbömum, sem lögin gjöra ráð fyrir og jafnvel meira en
þau heimta minnst og ennfremur hafa bömin lært fullt svo mikið í þeim,
sem fræðslulögin ætlast til; en það sem mest er í varið er þó það áð
kunnáttan hjá bömunum er svo góð, að fjöldi þeirra reyndust mjög vel