Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 185
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
183
í Tjamargötunni, og Lúðvík segir eitthvað á þessa leið: „Ætl-
arðu ekki að svara þeim? Þú hefur allt bakið til þess.“
Ég varð að sjálfsögðu upp með mér af þessum hrósyrðum,
og fylgdi þeim ráðum, en auk þess varð mér minnisstætt þetta
orðtak, að hafa allt bakið til einhvers, í merkingunni að vera
fær um eitthvað. Ég þekkti það ekki þá, og hef ekki fundið
það í prentuðum orðabókum.
Þetta leiðir hugann að einu af mörgum afrekum Lúðvíks, en
það var orðtaka úr sjómannamáli. Þar er um ógrynni að ræða.
Mikið af því kemur að sjálfsögðu fram í Sjávarháttunum, en
sumt átti þar ekki endilega heima, og ég hafði það á sínum
tíma eftir Jakob Benediktssyni, að Lúðvík væri alltaf öðru
hverju að fóðra Orðabók Háskólans á orðum og orðtökum frá
sjómennskunni. Þar er vafalítið nokkur náma fyrir þá sem hug
kynnu að hafa á slíku verkefni.
Lúðvík var alþjóðlegur í vinnubrögðum sínum í báðum
merkingum þess orðs. Hann kynnti sér það, sem skrifað hafði
verið erlendis á sviði sjávarhátta og honum fannst reyndar
ekki mikið, þegar kom að sjálfu verklaginu. Honum þótti mið-
ur að kunna ekki japönsku, því hann hafði helst grun um, að
Japanir hefðu skrifað eitthvað viðlíka, en það væri ætlað til
heimabrúks. En hann var líka alþjóðlegur í merkingunni að
leitast við að fjalla um alla íslenska sjávarþjóð.
Það gat samt aldrei farið milli mála, að Breiðafjörður var
honum kærastur héraða, enda voru þetta æskuslóðir hans og
þar þekkti hann langbest til. Þetta mun að einhverju leyti
gægjast fram í Sjávarháttunum, þótt hann gerði sér far um að
reyna að gera öllum plássum jafnhátt undir höfði. Þetta á hins-
vegar einkum við um hina almennu landsögu. Fyrir utan stór-
virkið Vestlendinga var mikill meirihluti þeirra ritgerða, sem
Lúðvík samdi, tengdar breiðfirsku efni. Þetta sést einkar
glöggt á ritgerðasafninu Vestrænu, sem Sögufélagið gaf út á
sjötugsafmæli Lúðvíks árið 1981.
Eitt af fyrstu sumarverkefnum hans að loknu kennaranámi
var einmitt söfnun örnefna umhverfis Snæfellsjökul. Flestar
elstu ritgerðir hans fjalla einnig um mannlíf undir Jökli,