Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
bama, en það virðist nauðsynlegt að reglugerðir farskóla sjeu bygðar
á löglega tilorðnum og staðfestum fræðslusamþyktum. Teljið þjer
nauðsynlegt að minna fræðslunefnd Miðdalahrepps á að senda
fræðslusamþykt til staðfestingar áður en reglugerðin verður staðfest."
Ut af þessu skal yður til vitundar gefið til leiðbeiningar og frekari
birtingar, að stjórnarráðið er yður samdóma, að reglugerðir fyrir far-
skóla samkvæmt fyrrgreindum lögum verði að vera bygðar á löglega
til orðinni fræðslusamþykt, og að því sje eigi auðið að staðfesta að
svo stöddu framan-greint reglugerðarfrumvarp.
Séra Jóhannes var ekki ánægður með þessar undirtektir, eins
og sést af svarbréfi hans sem er skrifað á Kvennabrekku 21.
september 1908:
Með bréfi dagsettu 31. f.m. tilkynnið þér, herra fræðslumálaumsjón-
armaður, mér að þér og stjórnarráðið viljið eigi samþykkja: „Fmm-
varp það til reglugjörðar fyrir farskólana hér í Miðdalahreppi" sem
yður hefir sent verið, sökum þess að reglugjörð þessi byggist eigi á
löglega tilorðinni frœðslusamþykkt fyrir hreppinn.
Ut af þessu skal eg fyrst og fremst geta þess, að fræðslunefndin
hér getur ómögulega séð neitt í barnafræðslulögunum er beint heimti
að skólareglugjörðir séu byggðar á fræðslusamþykktum, en vitanlega
verðum vér að láta oss lynda skilning stjórnarráðsins í þessu efni,
hversu illar afleiðingar sem hann hlýtur að hafa fyrir oss. I öðru lagi
er það, að eg sé mjög mikla tvísýnu á því að vér getum haft nokkra
farskóla hér í hreppnum framvegis fyrst engi fæst reglugjörðin stað-
fest til að hegða sér eptir. Og loks kemur í þriðja lagi það sem mjög
miklu varðar fyrir sérhvert sveitarfélag í skólamálum, og það er fjár-
hagurinnn, en nú er beint tekið fram í lögunum að skilyrði fyrir styrk
úr landssjóði til farskóla sé það, að kennslan fari fram eftir staðfestri
reglugjörð; og þar sem nú er hér neitað um staðfestingu, er fræðslu-
hérað þetta fyrir fram útilokað frá öllum opinberum fjárstyrk. Kennslu-
áhöld þau er vér vórum alráðnir í að fá oss og sem kosta um 80 kr.
sem er allstór summa fyrir fámenna hreppa, einkum þar sem hún eins
og hér, verður tvöföld. Þau verður nú líklega að hætta við að kaupa.
Sömuleiðis getum vér varla boðið þeim tveim kennurum, er vér
ætluðum að taka til kenslunnar, hin lögmæltu laun og fáum þá því
alls eigi til starfans. Niðurstaðan verður því sú, að allri bamafræðslu í
hreppnum hlýtur að fara stórlega aptur í staðinn fyrir að hún hefði
gengið áfram með risafetum hefði stjórnin tekið liðlega í mál þetta,