Breiðfirðingur - 01.04.2001, Blaðsíða 190
188
BREIÐFIRÐINGUR
við sjó og sótti sjó á árabátum og skútum og kynntist þannig
því umhverfi, sem varð honum söguefni. Jafnframt kynntist
hann fólki, sem sjálft hafði starfað langa ævi við sjó, notað
aldagömul vinnubrögð og verkshætti. Lúðvík lærði ungur
tungutak þessa fólks og skildi hugsunarhátt þess til hlítar. Af
því var honum ómetanleg stoð og það er kannski einmitt þess
vegna sem Sjávarhættirnir eru svo sérstakir meðal þjóðfræði-
rita veraldar: þeir eru samdir af manni sem sjálfur kynntist
rnörgu því sem hann lýsir. Hitt er svo aftur ljóst, að oft mátti
ekki hann seinni vera.
Ég hef fáa menn hitt á lífsleiðinni, sem þekktu jafnmargt
fólk í öllum landshlutum og Lúðvík Kristjánsson gerði. Þessi
kunnugleiki og mannþekking var honum ómetanlegur styrkur
er hann efndi til Sjávarháttanna, og þó ekki síður hitt, að hann
var ótrúlega ötull og þrautseigur við að kynna sér aðstæður og
staðhætti víða um land. Það væri líkast til of djúpt í árinni tek-
ið að segja að hann hafi komið í allar verstöðvar frá árabáta-
öld, en hann hafði heimsótt þær margar, allt í kringum land,
og óhætt mun að fullyrða, að þeir voru ekki margir útróðrar-
staðirnir við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum, sem
hann hafði ekki komið í.
I þessu sambandi er vert að minnast á annan þátt í starfi Lúð-
víks, þátt sem alltof oft vill gleymast þegar rætt er um fræðastörf
hans. Á árunum 1937-1954 var hann ritstjóri Ægis, tímarits
Fiskifélags Islands. I því starfi komst hann í kynni við mikinn
fjölda fólks um allt land, nam af því fróðleik og spurðist fyrir um
sjávarhætti í heimabyggðum þess. Þetta var honum mikil stoð og
merki þessara kynna má sjá í Sjávarháttunum, a.m.k. ef grannt er
lesið. Þar eru varðveitt ýmis orð, orðtök og heiti yfir sjávarhætti,
vinnubrögð og verkfæri, sem alþekkt voru á árabátaöld en eru nú
flestum gleymd. Þau voru mismunandi eftir héruðum og lands-
hlutum og getur engum dulist, að Lúðvík hefur jafnan lagt sig
fram um að geyma sem best tungutak og orðfæri heimildamanna
sinna. Af þeim sökum eru Islenzkir sjávarhættir merk málsöguleg
heimild. í Ægi skrifaði Lúðvík hins vegar fjölmargar greinar um
sögu sjávarútvegs, ýmist undir nafni eða ekki. Ritið er af þeim