Stjarnan - 01.01.1920, Qupperneq 15
STJARNAN
15
STJARNAN |
í kemur út fjórum sinnum á ári.
Ctgefendur: The Western CanadianConferenee of S.ll.A.
I Stjarnan kostar 75 cents um árið íCanada, Bandaríkjunum og á Islandi.
i (Borgist fyrirfram).
Ritstjóri og Ráðsmaður: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON.
I
í Skrifstofa: 819-21 Somerset Block, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Talsími Main 4934.
Lesið biblíuna
pessi bók inniheldur hugarfar Guðs,
ástand mannsins, veg hjálpræðisins,
dóm syndaranna og sælu hinna hólpnu.
Kenningar hennar eru heilagar, boðorð
hennar skuldbindandi, sögur hennar eru
sannar og ákvörðun hennar órjúfanleg.
Lestu hana til þess að verða vitur, trúðu
henni til þess að þú getir verið ugglaus
og breyttu eftir henni til þess að verða
heilagur. 1 henni er ljós tt-il að lýsa þér,
fæða til að næra þig og huggun til að
uppörva þig. Hún er landabréf ferða-
mannsins, stafur pílagrímsins, áttaviti
siglingamannsins, sverð hermannsins og
hún er lundernismælikvarði hins kristna
í lienni er Paradís endurreist, himininn
opnaður og hliðum hegningarstaðarins
lokað. Ki-istur er hinn skínandi mið-
depill hennar, ráð hennar eru rituð oss
til góðs. og tilgangur hennar er að
sýna oss dýrð Guðs. Hún ætti að fylla
huga vorn, stjórna hjartans hugsunum
og stýra gangi vorum. Lestu hana í
hægðum þínum, lestu hana oft með
inniiegri bæn. Hún er auðug náma,
skrautlegur aldingarður, ánægjulegt
fljót. Hún er þér gefin í lífinu, hún
verður opnuð í dóminum og hennar
mun minst verða um alla eilífð. Hún
hefir hina mestu ábyrgð í för með sér;
en hún launar hinn þyngsta starfa og
dæmir alla, sem fara léftúðlega með hið
heilaga innihald hennar. “pín hrísla
og stafur hugga mig. Um dauðans
skuggadal eg styð mig við þig. ”
Eftir Mrs. Lockie N. Kincaide.
1 september mánuði 1920 ætla Am-
eríkumenn að halda 300 ára afmæli
komu hinna ofsóttu pílagríma, sem í
1620 lögðu af stað frá Leyden, HoUandi
á skipinu “Mayflower” og lentu í Nýja
Englandi. Voru það niðjar þeirra sem
grundvölluðu hin frjálsu Bandaríki.
Einnig í Leyden ætla Hollendingar að
minnast þeirra manna, sem um stundar
sakir dvöldu í þeim bæ, efitir að þeir
voru reknir í burtu af Englandi, þar
sem var mikil trúarbragðakúgun í þá
daga.