Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 8

Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 8
/sjý Dögun. foreldrar, ungu börnin heima eða stálpaða unglingana sem eru farnir að heiman. Hvernig verða nú samskipti okkar? Hvaða tengsl heldur þú að breytist mest? Hver heldur þú að eigi hvað erfiðast og hvers vegna? Hver verður aðalstyrkur fjölskyld- unnar? Hvernig ætli líf okkar verði eftir svo sem áratug? Flestar fjölskyldur geta rætt sín á milli um þessar breytingar án utanaðkomandi aðstoðar, aðr ar sækj a sér hj álp til þess. Sumar eru ómeðvitaðar um sterk áhrif sem koma upp kannski áratugum síðar, aðrar virðast gera sér vel grein fyrir því að fjölskyldulífið hefur breyst mi'kið en ráða samt ekki einir síns liðs við verkefnið. Pjölskylduþjónws+a Ui^kjunnar Fj ölsky lduþj ónustu kirkj unnar var komið á laggirnar til þess að veita faglega aðstoð fyrir fjölskyldur í margs konar samskipta- örðugleikum. Þar starfa félagsráðgjafi, sál- fræðingur, prestur og við erum tilbúin að vinna með fjölskyldum á hvaða sviði sem er sem snertir samskipti milli meðlima fjöl- skyldunnar, milli fárra eða margra aðila. Tilgangurinn er að hjálpa fjölskyldum, ekki til að breyta einstaklingnum því það er ekki unnt, en að breyta svo samskiptum að þau verði ánægjulegri og bærilegri fyrir alla. Og tilþess að fjölskyldunni auðnist sembest að auka á vellíðan fjölskyldunnar þarf að hitta sem flesta saman því allir hafa sitt að segja og eru mikilvægir einstaklingar í samspili og samstarfi fjölskyldunnar. í öllu okkar starfi reynum við að vinna í anda þess kærleika sem kristin kirkja nærist af, þar sem einstaklingurinn er svo dýrmætur af því að hann ber ímynd hins góða Guðs. Ný Dögun hefur hafið símaþjónustu. Fyrst um sinn verður svarað í símann kl. 15-17 á sunnudögum í síma 624844. Sjálfboðaliðar sjá um þessa þjónustu. Skrifstofan okkar að Sigrúni 7 er óðum að komast í gagnið og þar verður stefnt að því að geta haft smærri samver ur og jafnframt að veita syrgjendum aðgang að fræðsluefni. Ný fræðslunefnd hefur tekið við. Hana skipa: Elínborg Jónsdóttir Erla Hafliðadóttir Jóna Dóra Karlsdóttir Fyrst um sinn verður svarað í símann kl. 15-17 á sunnudögum í síma 624844. 8

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.