Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 10

Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 10
/v]ý 'Döguvi Með þessum orðum ætla ég að leggja upp með ykkur í skoðunarferð um leiðina, sem mörg okkar mannanna börn þurfum, eða veljum, að ganga. Þetta er leið þeirra sem fá sjúkdóminn krabbamein og allra þeirra sem koma við sögu á sjúkdóms- ferlinu. Við, sem erum samankomin á þessari leið, höfum mismunandi hlutverk- um að gegna. Sumir fá sjúkdóminn, aðrir eru makar, foreldrar, börn eða vinir og enn aðrir eru hjúkrunarfræðingar, læknar, prestar og annað aðstoðarfólk. Sum okkar ganga þessa leið oftar en einu sinni á ævinni og þá stundum í breyttu hlutverki. Hjúk- runarfræðingurinn getur t.d. orðið aðstand- andi og fær þá allt annan og nýjan skilning á hlutverki aðstandenda og veitir e.t.v. eftir það öðru vísi hjúkrun en áður. Önnur förum við óteljandi sinnum svipaða leið í sömu hlutverkum sbr. fagfólkið. Öll upplifum við sjúkdóminn krabbamein og missi þann sem óneitanlega er honum tengdur á mismun- andi hátt. Það fer eftir hlutverki því, sem við erum í, fyrri reynslu, aldri, lífsviðhorf- um, trú, og eðli sambanda svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta og kannski eitthvað fleira ætlum við að skoða hér á eftir. Til að byrja með skulum við aðeins líta betur á orðin hans Dostojevskis, sem ég gerði að upphafsorðum. Mér finnast þau mjög viðeigandi og lýsandi fyrir það sem oft á tíðum kemur á óvart í samskiptum krabbameinssjúklingsins og aðstandenda hans. Við höldum e.t.v. að við höfum komist til botns í einhverjum, sem er okkur ná- kominn. Við höfum búið með honum eða verið í nánum samskiptum við hann til fjölda ára. Þegar missirinn, óttinn og óöryggið hellist yfir, já hvenær ef ekki þá, bresta varnirnar og ýmislegt, sem ómeðvitað hefur verið vel falið á dýpinu undir niðri, kemur í ljós. Karlmennskan, það að vera sterkur og láta ekki tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur, dugar ekki lengur til að halda jafnvæginu. Það er erfitt að missa gamlar varnir, sem e.t.v. hafa komið til strax í barnæsku, en þegar þær eru farnar kemur oft margt gott í ljós sem tengir fólk enn sterkari böndum en áður. Dæmi um þetta er fyrrverandi sjúklingur minn, maður á sextugsaldri með langt genginn sjúkdóm. Móðir hans, sem var í þessu tilfelli hans aðalstuðningsaðili, bað okkur þess lengstra orða að segja honum ekki hvaða sjúkdóm hann hefði né yfirleitt minnast á neitt sjúkdóminum viðkomandi því það hefði ekki verið rætt og mætti ekki ræða. Ekki leið á löngu áður en sjúklingurinn tjáði sig af sjálfsdáðum djúpt og raunsætt um ástand sitt í viðurvist móður sinnar og bað um að fá að deyja heima. Seinna kom í ljós að sjúklingur þessi hafði áður en hann veiktist þetta mikið brugðist við erfiðleikum í lífinu með ofbeldi. Þessar upplýsingar skýrðu ótta móðurinnar vel og jafnframt létti hennar þegar hún sá að gömul, vond viðbrögð, voru ekki lengur til staðar og annað alveg nýtt komið í staðinn. Það var sorgin og tárin. Nú þurfti hún ekki að óttast lengur og gat aftur farið að hugga, hjálpa og gefa drengnum sínum. Þarna á milli endur- nýjaðist indælt samband, sem fallegt var að fylgjast með og fá að taka þátt í. Við sem höfum það hlutverk að aðstoða fólk við erfiðar aðstæður í skugga ólækn- andi sjúkdóms, sjáum oft dæmi af þessu tagi. Ef tími og aðstoð fæst til að læra að skilja þær breytingar, sem verða á ástvin- unum við það að missa margt og vera deyj- andi, hvort sem um er að ræða sjúklinga eða aðstandendur, auk þess að fá að taka fullan þátt í sjúkdómsferlinu til hinstu stundar, þá hefur það margsannast að okkur finnst, sem höfum unnið við þetta lengi, að sorgin verði léttari og samviskubitið, sem svo margir aðstandendur finna fyrir eftir andlátið, verður minna. Ást er erfið, að þykja vænt um aðra menn er ef til vill erfiðast alls sem okkur er lagt á herðar, hin ýtrasta, hinsta prófraun og þolraun, það starf sem allt annað starf er aðeins undirbúningur að. Rainer Maria Rilke. 10

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.