Ný Dögun - 01.11.1993, Side 14
/s)ý Ðögim
Engum hafði hún sýnt örið ekki einu
sinni eiginmanni sýnum, fyrr en við
hjúkrunarfræðingarnir komum til skjal-
anna. Það er mikilvægt að koma til móts
við missi sem þennan með því að leggja
áherslu á fegurð líkamans að öðru leiti og
útlit almennt. Annars er það umhugsunar-
efni hvað við konur virðumst leggja mikið
upp út því að hafa brjóstin í lagi.
Skyldi þetta vera máttur auglýsinga og
dýrkun æskufegurðar? „Ekki höfum við
persónuleikann í brjóstunum" sagði ein
reynd kona í þessum málum á fundi hjá
Samhjálp kvenna þar sem Kjartan Magnús-
son krabbameinslæknir ræddi við fundar-
gesti um kynlíf og krabbamein. Það er mikil-
vægt fyrir sjálfsímyndina þegar fólk
grennist mikið að það fái á sig mátulegan
fatnað. Hvernig fólk upplifir missi vegna
útlitsbreytinga fer oft eftir því hversu
áberandi hann er, hversu mikil áhrif hann
hefur á athafnir, hversu mikil áhrif hann
hefur á tilfinningaleg tengsl og þýðingu þess
hluta líkamans sem varð fyrir missinum.
Við vitum einnig og höfum séð að sumir
sjúklingar verða fyrir miklum breytingum
á líkama sínum en ekki lítur út fyrir að það
hafi nokkur áhrif á tilfinningalífið. Breyt-
ingar á líkama og sál hafa oftar en ekki
mikil áhrif á kynlíf fólks. Sérstaklega veldur
þetta þeim aðilanum sem ekki getur
stundað hefðbundið kynlíf lengur vegna
kraftleysis eða annarra líkamlegra eða
andlegra orsaka tengdum krabbameininu
oft miklum áhyggjum ofan á allt annað.
Þetta á einkum við um sambönd þar sem
kynlífið var mjög gott og stór þáttur í
sambandinu fyrir veikindin. í þessum
tilfellum er oft hægt að gefa fólki ráðgjöf og
hjálpa því að nálgast og njótast á annan
hátt. Þörfin fyrir hlýju og snertingu af
einhverju tagi eykst hjá fólki þegar það fær
þennan oft erfiða sjúkdóm, um leið og þörfin
og getan til kynlífs minnkar eða hverfur.
Tilfinningalegur missir tengist oft
brostnum vonum, breyttum áætlunum og
draumum um framtíðina. Þetta er sorg sem
14
ekki er almennt viðurkennd í dag og því er
ekki brugðist við henni sem slíkri. Ekki má
gleyma því að þótt sumar vonir bresti þá
koma aðrar í staðinn. Einnig er það mikil-
vægt hér eins og mér finnst raunar í lífinu
öllu, að lifa fyrir stundina eða daginn og
reyna ávallt að gera eins vel og maður getur
fyrir sjálfan sig og aðra. Það, að reyna ávallt
að skilja allt eftir í betra ástandi þegar þú
ferð en það var, þegar þú komst, er góður
vegvísir til vellíðunar. Ég tel reyndar að
allir menn reyni að gera sitt besta á hverri
stundu, ef þeir gera það ekki þá er það
vegna þess að eitthvað er að sem þarf að
laga, en það gerir hins vegar enginn nema
einstaklingurinn sjálfur. Með öðrum orðum,
við höfum mikið með okkar eigin líðan að
gera. Stundum þurfum við bara að gera
litlar breytingar til að líða betur. Stundum
þurfum við að snúa öllu við til þess.
Krabbameinssjúklingar finna stundum
fyrir því að þeim fer aftur andlega og
hugsunin verður ekki eins skýr. Þessi missir
er mismikill og kannski mestur hjá þeim,
sem mikið hafa notað heilann og hugsunina
í lífinu. Ástæðan fyrir þessum missi er oft
sjúkdómurinn sjálfur, verkjalyfin eða and-
legt álag, nema allt sé. Missir sjálfstæðis er
erfiður, sérstaklega fyrir fólk, sem áður mat
sjálfstæði sitt og frjálsan vilja mikils. Missir
á hlutverki er algengur. Eiginmaðurinn
verður að venjast því að eiginkonan sjái
heimilinu fyrir því, sem til þarf og taki allar
stærri ákvarðanir. Oft er hann þá aleinn
heima allan daginn, hefur lítið við að vera
og finnst hann ekkert gagn gera. Ég myndi
vilja sjá hann fara í skotið mitt. Þar gæti
hann e.t.v. fengið tækifæri til að gefa af sér
til annarra um leið og hann fengi sjálfur
stuðning og lífsfyllingu fyrir sig, sem aftur
myndi hafa góð áhrif alla leið inn í fjöl-
skyldulífið á þessum erfiðu tímum. Krabba-
meinssjúklingar hafa sannarlega oft mikið
að gefa öðrum, fái þeir tækifæri til þess.
Annað dæmi um missi á hlutverki er
móðirin unga, sem þarf að finna aðra til að
sinna heimili sínu og börnum þar sem hún
getur ekki annast þetta nema að litlu leyti
sjálf.