Ný Dögun - 01.11.1993, Page 15

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 15
A)ý ÐöguKv Félagslegur missir er oft mikill. Vinirnir sem mættu allir á sjúkrahúsið eftir fyrstu aðgerðina eða meðferðina týna oftar en ekki tölunni. Það reynist mörgum erfitt að horfast í augu við væntanlegan dauða vinar. Þá opinberast oft eigin dauðleiki og hræðsl- an við þetta allt saman verður vináttunni og ræktarseminni yfirsterkari. Vinir og ættingjar, sem vita ekki hvað þeir eiga að gera eða segja finnst oft öruggast að halda sig í burtu. Þetta er slæmt því hræðslan við það að verða yfirgefinn er oft mikil og einmanaleikinn þrúgandi hjá þessum sjúklingum. Þeir þurfa vináttuna og hlýjuna. „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna" segir í Njálu. Hvað varðar aðstandendur er þörfin fyrir vináttuna mikil eftir andlátið sérstak- lega þegar um fer að hægjast. Jarðarför og annað slíkt yfirstaðið og tómleikinn og einmanaleikinn sverfur að. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. Fólk kemst af á ýmsan hátt þrátt fyrir missinn. Til þess notar það ýmsar aðferðir oft ósjálfrátt. Afneitunin - er ein af þeim. í raun er afneitunin alltaf notuð af og til í gegnum allt ferli missisins. Það er erfitt að standa frammi fyrir missinum 24 klst. á sólarhring alla daga. Því er gripið til afneitunar inn á milli. Þetta eru eðlileg viðbrögð og mjög sjaldgæft að fólk noti afneitun stöðugt í gegnum allt ferlið til enda. Afneitun er fyrir mörgum aðferð til að halda mikilsverðum samböndum við annað fólk, því að þess meiri sem afneitunin er þess minni þvingun er það fyrir aðra að umgangast þá. Reiðin - er önnur aðferð til að komast af. Hún beinist oft gagnvart einhverjum eða hverju sem er. Aríðandi er þá að gera sér vel grein fyrir því að hún er oftast ekki persónuleg heldur útrás vegna mikillar innri vanlíðunar. Samningaleiðin - er önnur aðferð. Algengt er að reyna að semja við almættið um örlítið meiri tíma gegn því t.d.að hætta að drekka, vera betri við náungan, eða eitthvað annað. Depurð - er tilfinning sem nær alltaf fylgir miklum missi. Hún er eðlileg og eitthvað sem gert er ráð fyrir að komi fram fyrr eða síðar. Sátt - er þegar fólk er hvorki haldið depurð né reiði. Þetta ástand er eiginlega hálf tilfinningalaust. Hvorki gleði né sorg. Við sjáum þetta oft sem endastig sorgar- innar. Það sem við verðum helst að hafa í huga í þessu er að það er sjúklingurinn sem ómeðvitað bregst við sinni eigin sorg og missi á sinn ákveðna hátt innra með sér. Viðbrögðin út á við geta verið erfið að- standendum og vinum. Þá er gott að geta skilið, að þetta eru aðferðir einstaklingins til að komast af við erfiðar aðstæður í sjúkdómsbaráttunni. Þá er einnig mikilvægt að styðja við viðkomandi og gefa honum tækifæri til að komast yfir erfiðar tilfinn- ingar í rólegheitum. Þetta gerir maður best með því að vera til staðar og vera tilbúinn til að hlusta og ræða málin þegar sjúkl- ingurinn sýnir þess merki að vilja vinna í sínum málum. ;Að kveðja Kveðjustundin er afar mikilvægur þáttur í sorgarferlinu. Eins og ég þekki hana best, þá er sjúklingurinn á sínu heimili, oft í sínu eigin rúmi eða sjúkrarúmi, sem búið er að koma fyrir heima. Hann er umkringdur ástvinum sínum, sem skiptast gjarnan á að vaka yfir honum. Aðstandendur þessir eru oftar en ekki búnir að fara í gegnum stutt eða langt en strangt sjúkdómsferli með sjúklingnum og þeir halda áfram að vera næstir honum þar til hann skilur við. Þessar stundir eru oft fallegar, fullar af væntum- þykju, tillitsemi, hlýju, sorg, söknuði, 15

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.