Ný Dögun - 01.11.1993, Page 18

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 18
/s)ý "Dögun. Tildrög þessa máls voru þau, að nokkrir kirkjunnar menn voru á ráðstefnu í Finn- landi s.l. haust, sem fjallaði um kirkjuna í borginni. í tengslun við ráðstefnuna, sem haldin var í háskólanum í Helsingfors, fóru þátttakendur í ýmsar stofnanir til að kynna sér starf kirkjunnar í Helsingfors og nágrenni. Tveir okkar fengu tækifæri til að skoða, hvað kirkjan var að gera fyrir atvinnulaust fólk, en atvinnuleysi fór þá mjög vaxandi í Finnlandi. Þetta varð svo til þess að við fórum að tala saman um atvinnuleysið á íslandi, sem þá var einmitt í örum vexti. Eftir heimkomuna héldum við áfram að ræða saman um þann mikla vanda sem þjóðfélagið horfðist í augu við í sambandi við atvinnuleysið, og á héraðsfundum Reykjavíkurprófastdæmanna í október var samþykkt ályktun um þetta mál og hvatt til þess að kirkjan, í samráði við aðila vinnu- markaðarins, reyndi að finna leiðir til að aðstoða fólk, sem misst hefði atvinnu sína. Kirkjuþing 1992 tók þetta mál upp að tilhlutan biskups íslands og gerði um það ítarlega ályktun, sem hvatti til aðgerða í þá veru sem varð svo að veruleika. Prófastar Reykjavíkurprófastdæmanna boðuðu til fundar í nóv. s.l. með aðilum vinnumarkaðarins. Fundinn sátu ýmsir forystumenn úr röðum ASÍ og VSÍ en frá kirkjunni sátu fundinn biskup íslands og fulltrúar úr héraðsnefndum Reykjavíkur- prófastdæma auk prófastanna Þessi fundur valdi 5 aðila til að halda viðræðum áfram með það fyrir augum að opna miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Vikulegir fundir voru haldnir í lok nóv., des. og jan. og reyndi undirbúningsnefndin að vanda þennan undirbúning eftir föngum. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hvetja til þess, að á vegum þessara aðila yrði opnuð miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit, sem hefði fjögur aðalviðfangsefni: Opið hús með kaffi og óformlegu spjalli Miðlun upplýsinga Fræðslustarfsemi Ráðgjöf og sálgæsla. Til þess að stjóma miðstöðinni var ráðinn Halldór Júlíusson, sálfræðingur og var hann framkvæmdastjóri hennar til 1. júlí, er hann var kallaður til annarra starfa. Þá tók núver- andi framkvæmdastjóri við starfinu, en hann er Guðmundur Einarsson. Miðstöðin nýtur fjárhagslegra styrkja frá kirkjunni og öðrum aðilum, sem eru í þessu samstarfi, en einnig hefur starfið fengið styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og einnig hefur Reykjavíkurborg heitið stuðningi við starfið. Reynslan hefur sýnt að mikil þörf er fyrir starfsemi sem þessa og hafa mjög margir leitað til Miðstöðvarinnar, sem fyrst var til húsa í Dómkirkjunni í Reykjavík en er nú með aðalstöðvar í Breiðholtskirkju í Mjódd en hefur opið hús í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar einu sinni í viku. Skráðar komur í Miðstöðina eru 20 - 40 á dag. Tvisvar í viku hafa verið fyrirlestrar um fræðandi efni er tengist vanda atvinnu- leysisins, og hafa oft skapast gagnlegar um- ræður í tengslum við þá. Þá hefur þáttur ráðgjafar og námskeiða aukist. Gefnir hafa verið út bæklingar með efni er snertir þarfir þeirra sem missa atvinnu og aðstandenda þeirra. Mjög margir sjálfboðaliðar hafa komið að Miðstöðinni og hafa þeir unnið með framkvæmdastjóranum að gerð bæklinga o. fl. Einnig sjá sjálfboðaliðar alfarið um kaffi og ræstingu húsnæðisins. Framkvæmdastjórar Miðstöðvarinnar hafa verið í tengslum við aðila úti á landi, sem sinna þessum málaflokki. Á Akureyri hefur verið opið hús einu sinni í viku og hefur sr. Þórhallur Höskuldsson, sóknar- prestur, haft forgöngu um það, en þar er einnig boðið upp á fræðsluerindi. 18

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.