Ný Dögun - 01.11.1993, Side 21
DögiAW
Ástæða er til að kynna enn efni áður-
nefndarar bókar, því alltaf eru nýir syrgj-
endur að bætast í hópinn. Bókin byggir á
rannsóknum á sorgarviðbrögðum hjá
ekkjum.
Bókin skiptist í 11 kafla. Þeir kallast:
1) Kostnaðurinn við það, að tengjast
2) Brostið hjarta
3) Aðvörun
4) Leit
5) Sefjun
6) Reiði og sektarkennd
7) Að öðlast nýja sjálfsmynd
8) Afbrigðileg sorg
9) Skilgreiningar sorgar
10) Að hjálpa syrgjendum
11) Viðbrögð við öðrum missi
SoK*g e.r ekki sjukdómu>*
Parkes talar um, að sorg sé ekki sjúk-
dómur. Missirinn hittir okkur eins og högg,
sem hefur víðtækar afleiðingar. En við
jöfnum okkur eftir högg og sum áföll í lífinu
leiða í raun til þess, að við styrkjumst, rétt
eins og bein, sem brotnar, getur orðið sterk-
ara en það, sem brotnar ekki. Parkes nefnir
líka, að sterk tengsl séu á milli tilfinninga
hjálparleysis/ vonleysis í kjölfar missis og
líkamlegra sjúkdóma.
Eftir missi er syrgjandinn eirðarlaus og
dofinn, missir áhuga á eigin útliti og öðrum
mikilvægum þáttum í lífsháttum, fær
tilfinningu fyrir nánd hins látna, kallar á
hinn látna, trúir ekki því, sem hefur gerst,
allt verður óraunverulegt, til að forðast
sársaukann þá forðast syrgjandinn hugsanir
um hinn látna og aðstæður sem gætu minnt
á hinn látna, yfirvirkni kemur fram, minnis-
leysi o.s.frv.
SorgarvÍKma
Ferli sorgarvinnunnar felur í sér:
1) Syrgjandinn er upptekinn af hugs-
unum um þann sem syrgjandinn hefur
misst, sem spretta af þörfinni fyrir að leita
að honum/henni.
2) Að endurupplifa sársauka missis-
reynslunnar. Þetta verður að eiga sér stað
ef endanleika missisins hefur verið afneitað.
3) Tilraun til að finna tilgang í missinum.
Aðlögun missis að eigin lífsinnihaldi, eða
breyting á lífsinnihaldi vegna missis.
Sorgin er ferli, ekki stöðugt ástand. Með
tímanum breytist tjáning sorgarinnar. Reiði,
sektarkennd og þunglyndi koma fram víða
í sorgarferlinu. Hlutverk okkar í lífinu
breytast, þegar við missum og þá getur
sjálfsmynd okkar líka tekið breytingum.
Stuðningur hefur mikið að segja í sam-
bandi við úrvinnslu sorgar, hvort sem um
er að ræða innan fjölskyldu, í vinahópi, í
kirkju o.s.frv. Sorgartímabil eru skilgreind í
sumum löndum og gefa syrgjendum leyfi
til að syrgja í einhvern tíma. Svo er ekki í
hinum vestræna heimi. En þarna gæti
kirkjan komið til aðstoðar með leiðsögn
sinni. Mikilvægt er að syrgjendur fái að
vita, að sorg þeirra sé eðlileg. Sorgarhópar
geta líka hjálpað.
I lokakaflanum ber Parkes saman sorgar-
viðbrögð við ástvinamissi og sorgarvið-
brögð, sem tengjast því, þegar menn missa
útlimi, eða missa heimili sitt. Finnst þar
margt hliðstætt.
AJý Dögun
Samtökin okkar, Ný Dögun, samtök um
sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, sem nú
hafa starfað í 6 ár, hafa byggt á rannsóknum
Dr. Colin Murray Parkes o.fl. sem hafa
fjallað um sorgina. Nú í haust höfum við
hafið starf í nærhópum, sem eru fámennir,
lokaðir hópar, þar sem lögð er áhersla á
nálægðina, trúnaðinn. Starfið hefur gengið
vel og við stefnum að því að halda áfram
með nærhópana.
Símaþjónusta er einnig nýmæli í starf-
semi okkar. Fyrst um sinn er einungis miðað
við viðveru við símann síðdegis á sunnu-
dögum. Það hefur sýnt sig, að helgarnar
eru sérstaklega erfiðar í sorginni. Þær eru
21