Ný Dögun - 01.11.1993, Qupperneq 22
/\)ý Dögiun.
hinn hefðbundni tími fjölskyldunnar og þá
verður tómleikinn oft mikill.
Er fólk fast í sorginni, þegar það tekur
þátt í starfi í sorgarsamtökum? Ekki viljum
við, sem störfum á þeim vettvangi meina
að svo sé. Þvert á móti teljum við, að sorgar-
vinnan, sem við vinnum hvert með öðru,
geri okkur færari í því að takast á við lífið á
ný eftir sáran missi.
so»*g
í umræðunni um sorg og sorgarviðbrögð
hafa komið fram þau viðhorf margra syrgj-
enda, að í vissum tilfellum leyfist manneskj-
unni ekki að sýna sorgar- eða missisvið-
brögð vegna t.d. fordóma samfélagsins,
vegna vanþekkingar á tilfinningavið-
brögðum, vegna misskilnings o.s.frv. Þeir
einstaklingar, sem lenda í þeim aðstæðum,
að fá ekki svigrúm til að vinna sig í gegnum
þann missi, sem forboðinn er, lenda oft í
miklum vanda. Þeim er hvorki ætlaður tími
til að syrgja, né veittur sá stuðningur, sem
nauðsynlegur er við þessar aðstæður. En
þessi vandi kemur oft á tíðum ekki upp á
yfirborðið fyrr en löngu síðar. Vil ég nefna
nokkur dæmi um forboðna sorg, aðra en
þá, sem birtist í tengslum við viðurkenndan
missi ástvina í dauða. Það skal tekið fram,
að í nokkrum nefndra tilvika er um að ræða
dóm samfélagsins yfir siðferðisviðmiðunum
þess, sem syrgir vegna missis.
Po»*(3oð in soi*g meðgÖKvguK\K\ai*
Lög um ákvörðun dauða, sem voru
samþykkt á Alþingi 20. febrúar 1991 kveða
á um útgáfu dánarvottorðs eftir dauða
einstaklings, sem úrskurðaður var lifandi
í/eftir fæðingu. Missir á meðgöngu felur
þess vegna í sér, að harla lítil viðurkenning
fæst á því, að þarna hafi verið um líf að
ræða, sem ástæða sé til að syrgja. Þær
mæður, sem missa fóstur, fá enda allt of oft
að heyra viðhorf eins og:"Þetta var nú ekki
barn", "Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur",
"Þetta hefur engin áhrif á samband ykkar
22
hjónanna". En svo einfalt er það ekki. Missir
fósturs er fyrir mörgum foreldrum það sama
tilfinningalega og missir barns.
Utanlegsfóstur getur falið í sér jafnvel
enn flóknari missi, því þar má reikna með
áhrifum á framtíðarmeðgöngur. En tilhneig-
ingin er sú, að samfélagið umhverfis mæð-
urnar vill að þær "hristi þetta af sér" og
staldri ekki við þennan missi.
Fóstureyðing framkallar hins vegar
önnur viðbrögð. Þar má raunar finna a.m.k.
tvenns konar áherslur, sem ekki eru
hjálplegar þegar missisviðbrögð koma fram
(þau koma vel að merkja alls ekki fram hjá
öllum konum sem fara í fóstureyðingu).
Fyrri áherslunni, sem leggur áherslu á frjálst
val móður gagnvart meðgöngunni, fylgir
allt of oft það viðhorf, að fyrir móðurinni sé
fóstur eins og hvimleiður kvilli, sem þurfi
að fjarlægja og þá sé allt gott, engar afleið-
ingar, engir erfiðleikar. Síðari áherslan legg-
ur mest upp úr spurningunni um helgi lífs
fóstursins, sem hefur alla möguleika á að
verða manneskja eins og við. Þessi síðari
áhersla leiðir í æðimörgum tilfellum til
fordæmingar á ekki bara þeirri athöfn, að
fara í fóstureyðingu, heldur líka á siðferði
þeirrar manneskju, sem slíkt gerir. Þar er
m.ö.o. ýtt undir skömmustutilfinningu, sem
gerir manneskjunni erfitt fyrir, ef hún þarf
á hjálp að halda.
Tiltölulega nýleg tækni hefur bætt í þessa
mynd enn einu atriði, sem oftast er í vitund
almennings tengt fóstureyðingu. En það er
þegar alvarlegur fósturgalli greinist fyrir
miðbik meðgöngu. Um það er þá að ræða,
að engir möguleikar séu taldir á, að um líf
verði að ræða við lok meðgöngu, þ.e.a.s.
líklegast er, að um andvana fæðingu verði
að ræða, eða þá hitt, að lifandi barnið verði
svo stórlega skert, að "lífið" fæli í sér fáa ef
nokkra þá þætti er greina manneskjuna frá
öðrum skepnum lífríkisins.
Engu að síður er þetta ákaflega erfið
ákvörðun fyrir foreldrana, sem fæst í
mörgum tilfellum lítill stuðningur við utan
frá.