Ný Dögun - 01.11.1993, Page 23

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 23
/Sjý DöguKv Porboðin sorg -fo»*eldi*a Hugsum okkur foreldra, sem eignast barn. Allt virðist í lagi með barnið í fyrstu, en síðan kemur í ljós, að barnið á við mikinn sjúkdóm eða fötlun að stríða. Hugsum okkur foreldra, sem um langt skeið hafa reynt að eignast barn og ekki tekist. Þau ákveða að reyna tæknifrjóvgun. Allt gengur vel og þau eignast loks barn. En þá kemur í ljós, að barnið reynist ekki sú lausn, sem það átti að vera. Missir "draumabarnsins7' er erfiður. Einhverjir kunna að segja, að foreldrarnir megi vera þakklátir fyrir, að barnið sé lif- andi. Engu að síður er það staðreynd, að foreldrarnir mega nú aðlagast lífi, sem er allt öðru vísi en það líf, sem þau áður áttu. Vissulega þykir þessum foreldrum vænt um börnin sín, en með þeim bærist vissan um það, sem hefði getað orðið. Önnur er sú sorg foreldra, sem lítið hefur verið fjallað um, en það er sorgin vegna barnsins, sem foreldri hefur gefið eftir for- ræði yfir við skilnað. Þessi sorg hefur raunar fleiri hliðar en hlið foreldris, því þarna getur verið um það að ræða, að systkinahópi sé sundrað, auk þeirra viðbragða, sem koma frá barninu vegna missis sambands við foreldri sitt, eða alla vega mikilla breytinga á því. ■Hin vonlawsa ást Öll upplifum við það einhvern tíma að verða ástfangin. Stundum er ástin ekki endurgoldin. Stundum hefur hinn aðilinn engan áhuga. Okkur lærist með tímanum, að það séu "fleiri fiskar í sjónum", en sumir syrgja lengi það, sem ekki varð. Þessi sorg kemur ekki einvörðungu fram við fyrstu ástarsamböndin, heldur getur hún t.d. tengst "slæmu" hjónabandi, þar sem ósam- komulag var ríkjandi og fjölskylda og vinir segja þig sæla/n að hafa losnað úr þessu hjónabandi. En jafnvel eftir "slæmt" hjóna- band kemur fram söknuður eftir makamissi. Hér má líka nefna aðra forboðna sorg, sem sé þá, að syrgja eftir lát fyrrverandi elsk- huga/maka. Við slíkar aðstæður er fremur lítinn stuðning/skilning að fá. Pað sem e»* ójy»*i»*gej-aKvlegf Missir tengist mjög oft því, sem er óafturkræft. Þetta getur átt við bæði orð og verk. Gerendur á slysavettvangi, þeir, sem valdir eru að slysum, fá oft hörð viðbrögð, jafnvel árásir á vettvangi. Stundum eru valdendur slysa undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Sumir halda því fram, að þeir, sem séu undir áhrifum þegar þeir valda slysum, séu með afsökun. En þeir þessara einstaklinga, sem slysum valda og finna fyrir mikilli iðrun, fá ekkert minna samviskubit, þótt þeir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Þessi sorg er forboðin að því leyti, að henni er oftast ekki leyft að fá útrás í sam- hengi sorgar annarra. Þetta vill oft verða langvinn sorg í einrúmi. Nefna má fleiri dæmi:Ungur maður, sem er smitaður af alnæmi og veit af því er hræddur um að missa maka sinn frá sér ef hann segir makanum frá smitinu. Hann smitar makann af alnæmi. Hvaða rétt hefur þessi ungi maður til að syrgja? Ofbeldismenn eru líka í þessum hópi. Þeir valda ólýsanlegum þjáningum. Hvern varðar um sorg þeirra og eftirsjá? Nýja fjölskyldan Þessi yfirskrift krefst útskýringa. Það sem við er átt, er að eftir missi, sem hendir fjölskyldu, koma oft fram ný munstur, eða væntingar, sem er oft afar erfitt að eiga við og uppfylla. Dæmi um þetta eru eftirfar- andi: Hjón skilja eftir langt hjónaband. Tengda- sonur átti náið samband við tengdaforeldra, sem vilja gjarna halda sambandinu áfram, en dóttir þeirra bannar það. Tengda- foreldramir verða við óskum hennar og slíta sambandinu við tengdasoninn fyrrverandi. 23

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.