Ný Dögun - 01.11.1993, Síða 29

Ný Dögun - 01.11.1993, Síða 29
AJý "Döcjuw Ég missti manninn minn fyrir þremur og hálfu ári síðan. Dóttirokkarvarþál 1/2 árs og ég var komin sjö mánuði á leið. Ég kynntist samtökunum 5 mánuðum eftir missinn og fór þá nokkuð reglulega á fundi. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið því þá hóf ég í raun að vinna með sjálfa mig, þó það hafi verið algjörlega ómarkvisst í upp- hafi. Ég lærði líka að mínar erfiðustu tilfinn- ingar og hugsanir voru taldar eðlilegar í ferli sem þessu. Ég hef ákveðið að skipta þessum þremur og hálfu ári niður í fjögur tímabil: 1. Fyrstu 6 mánuðina eftir missi. Þessi tími einkenndist af doða. Allt þetta tímabil fannst mér mjög svipað hvað varðar tilfinningar. Það voru því mjög litlar tilfinn- ingalegar breytingar. Hvert sem ég fór og hvað sem ég gerði var ég heltekin af hugsun- inni. Ég gat aldrei gleymt mér eina mínútu. Ég gerði aðeins hluti sem ég taldi nauðsyn- lega. En þegar ég horfi til baka voru þetta æði margir hlutir. Mér tókst þó að fæða yndislegan dreng tveimur mánuðum eftir þennan atburð. Það var eitthvað sem mér fannst brjóta upp þetta tímabil og var af hinu góða. Reyndar fannst mér dvölin á spítalanum mjög erfið og heimkoman var það einnig, því auðvitað miðaði ég allt við fyrri fæðingu. Þó fannst mér börnin mín eiga ofsalega bágt og ég vorkenndi þeim mikið yfir því að eiga ekki föður og það geri ég reyndar enn. Líkamleg einkenni voru: síþrey ta, lystar- leysi og erfiðir draumar. 2. Tímabilið frá 6 mán upp í 1 ár. Þessi tími f innst mér einkennast af mikilli reiði. Ég var reið út í allt í kringum mig, meira að segja vini mína því að mér fannst þeirra líf komið í fastar skorður á ný en mitt líf var enn algjör flækja. Ég reyndi meira að segja að forðast vini mína. Ég vildi vera sem mest ein eða með fólki sem ég þekkti lítið og skipti mig ekki miklu máli. Það var því ég sjálf, sem sneri baki við vinunum, en ekki þeir við mér. Ég var mjög hrædd um alla sem mér þótti vænt um og ég hafði áhyggjur af hvað myndi koma fyrir fjölskyldu mína og vini. Ég var einnig mjög gleymin og átti sérlega erfitt með að muna nöfn á fólki. Ég flutti í nýja íbúð á þessum tíma. Aftur braut ég upp tímabil og fannst það gott. Líkamleg einkenni fannst mér vera óró- leiki, ég var fjarræn, vildi ljúka öllu af sem fyrst og var alltaf að bíða eftir einhverju nýju. 3.1- 2 ár. Þarna var ég farin að finna jákvæðan mun á mér. Þó átti ég mjög erfitt með að einbeita mér. Ég fékk gott starf með fólki sem égþekkti ogþað var ágætur tími. Þó var ég enn mjög ósátt og leitandi. Ég var erfið í skapi og lét það bitna á fjölskyldu minni. Fjölskyldu, sem staðið hafði með mér og stutt mig í einu og öllu. Ég fór til útlanda þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu, kannski það hafi verið hluti af einhverjum flótta. En mér fannst ég hafa gott af því að breyta um umhverfi og gera eitthvað nýtt. Ég var farin að geta gleymt mér þó svo að ég hafi vaknað með þessa hugsun á hverjum morgni. Þetta var farið að verða raunverulegra og ég gerði mér smám saman grein fyrir því hve breytingarnar á lífinu mínu væru miklar. Svona var líf mitt og yrði alltaf. 4. S.l. 11/2 ár. Ég fann mikinn mun á sjálfri mér eftir að tvö fyrstu árin. Ég fór í skóla haustið 1992 og fann ég þá hve traustið á sjálfa mig var í raun lítið. En með því að vera í náminu efldistþað og er enn að eflast. Mérlíðuroft vel og mér finnst það í raun skrítin tilfinning að vera oftast hamingjusöm. Ég á enn mína tryggu vini, þó svo ég hafi ekki ræktað þá um tíma. Ég held að flestir þeirra hafi skilið mig. Ég er í góðu sambandi við fjölskyldu mína og tengdafjölskyldu og tel ég mig heppna að eiga svona góða að. Ahyggjur og vanlíðan eru þó enn til 29

x

Ný Dögun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.