Ný Dögun - 01.11.1993, Page 36

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 36
/\)ý DögUKVy Sam+öU um Sorg og Sorgcxrviðbrö^ð f ’Reykjavík Hugsunin á bak við nafn samtakanna er eftirfarandi: Nóttin er tími myrkursins og dauðans. En nóttin verður að víkja fyrir döguninni. Fyrst er dögunin örlítil skíma í austri, sem er átt upprisunnar og nýs lífs. í döguninni er líka nýtt upphaf. I dögun ýttu forfeður okkar úr vör á ótraustum bátskeljum til að afla lífsbjargar. Fyrir syrgjandanum verður nótt sorgarinnar löng og ljós vonarinnar víðs fjarri um sinn. En við lifum samt dagana. Við höfum ekki stjórn yfir þeim. Og dagarnir líða, þótt við upplifum þá sem í þoku og myrkri. Svo lifum við nýja dögun, þegar hin langa ganga í gegnum hina löngu nótt sálarinnar tekur senn endi og við förum að greina örlitla birtu. Það er ekki vegna þess, að við séum búin að gleyma sorginni, heldur vegna þess, að sorgin hefur færst inn í nýja vídd, þar sem dauðinn einn, nóttin ein, ræður ekki lengur. Það er þar, sem lífið og lífslöngunin getur fæðst að nýju. En við ráðum ekki hvenær þetta gerist. Allt hefur sinn tíma. Nóttin hefur sinn tíma og dögunin hefur sinn tíma. Dögunin er líka tími baráttu, eins og hjá forfeðrum okkar. En í sorginni, í sorgarvinnunni, ýtum við úr vör og leitum að lífsbjörginni. Á ævikvöldi horfa menn fram á nótt, en henni mun líka fylgja dögun. Dögunin fylgir öllum nóttum, fyrr eða síðar. Við viljum að Samtökin okkar séu vettvangur nýrrar dögunar fyrir syrgjendur.

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.