Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2018, Qupperneq 16

Ægir - 01.09.2018, Qupperneq 16
Nýendurbyggður línubátur Vísis hf., Sighvatur GK, kom til heimahafnar í Grindavík í sum- ar eftir endurbyggingu í Pól- landi. Skipið hélt því næst til Ísafjarðar þar sem fyrirtækið Skaginn 3X setti millidekksbún- að í það, m.a. Rotex kælikerfi en einnig var sett í skipið krapavél, forkælir og ýmis bún- aður frá Marel. Um síðustu mánaðamót lauk þessari vinnu og hélt skipið þá á ný til Grinda- víkur þar sem það var búið til fyrstu veiðiferða. Tveimur númerum stærra en sá gamli Sighvatur leysir eldra skip með sama nafni af hólmi. Upphaf­ lega hét skipið Skarðsvík og var smíðað í Mandal árið 1975. Það er tæplega 45 metra langt, og 8,20 á breidd. Þó byggt sé á grunni eldra skips má segja að breytingarnar hafi verið svo viðamiklar að nær væri að tala um nýtt skip. Breytingarnar voru unnar í Póllandi og tóku ríflega ár. „Skipið er allt svona tveimur númerum stærra en gamli Sig­ hvatur. Þetta er í raun eins og nýtt skip. Þó ég væri með nýtt skip í höndunum væri ekki ann­ ar búnaður í því þar sem allur búnaður er nýr. Við eru bara nokkuð lukkulegir með hvernig til tókst. Skipið reyndist vel á leiðinni heim og strákarnir um borð voru mjög ánægðir með það. Hann var góður í sjó og gengur vel,“ segir Kjartan Við­ arsson, útgerðarstjóri Vísis hf. Ekki hefur verið tekin endan­ leg ákvörðun um hvað verður um um gamla Sighvat. „Nokkrir hafa falast eftir honum en ef hann verður notaður áfram þarf að taka svolítinn skurk í hon­ um,“ segir Kjartan. Eins og nýtt skip Það er allt nýtt í skipinu; allar klæðningar, allar íbúðir, allt raf­ magn, allur vélbúnaður og allar lagnir. Brúin er ný, sem og yfir­ bygging, hliðarskrúfa og stýri. Aðalvélin er Caterpillar 3512, ljósavélar eru C9,3. Í skipinu er Meganov gír og skrúfa frá Kletti, Palfinger kranar frá Atlas og Wet hliðarskúfur sem eru líka frá Atlas. Becker stýri og stýrivél eru frá Go On og anker­ isvindur og keðjur sömuleiðis, ásamt öllum loftræstiblásurum og öðru slíku. Öll siglingartæki og brúar­ tæki er frá Skiparadíói í Grinda­ vík. Línukerfið er að stórum hluta nýtt frá Mustad. Málning á skipinu er frá Sérefni. Verk­ fræðistofan Navis sá um alla hönnun og tæknivinnu. Öll eld­ hústæki eru af gerðinni Bea frá Sjóvélum. Allar dælur eru frá Asgua í gegnum Atlas. Allt raf­ magn, rafmagnstöflur og stjórnskápar eru smíðaðir hjá Raftíðni á Grandagarði. Létta­ bátur skipsins er keyptur frá At­ las Önnur línuskip Vísis eru Jó­ hanna Gísladóttir, Páll Jónsson, Kristín og Fjölnir. Endurbyggður Sighvatur til veiða Skipið hét upphaflega Skarðsvík en breytingar nú voru svo viðamiklar að nánast er hægt að tala um nýtt skip. Fljótt eftir heimkomuna fór Sighvatur GK til Ísafjarðar þar sem settur var kæli- og vinnslubúnaður í skipið. Nú er komið að fyrstu veiðiferð. F isk isk ip 16

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.