Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2018, Page 23

Ægir - 01.09.2018, Page 23
23 Séu listar 10 kvótamestu hafnanna skoðaðir fyrir nýhafið fisk­ veiðiár og það gamla sést að Garður hefur komið inn á listann í staðinn fyrir Ísafjörð en veigamiklar tilfærslur eru ekki, líkt og áður segir. Þrátt fyrir að hlutfall af heild sé lægra nú hjá tveimur af þrem­ ur kvótahæstu höfnunum er hlutfall þessara 10 hafna í heild sinni hærra nú en á síðasta fiskveiðári. Verður nú 62,9% en var 61,1% á síðasta fiskveiðiári. Listinn er þannig þetta fiskveiðiárið: Samtals ÞÍG kg. Hlutfall % Reykjavík 52.506.400 45.147.755 11,58% Grindavík 46.749.394 42.709.072 10,95% Vestmannaeyjar 54.313.673 41.386.094 10,61% Akranes 24.886.337 19.020.935 4,88% Akureyri 20.220.541 17.140.187 4,39% Rif 16.404.479 17.134.742 4,39% Dalvík 18.368.613 17.079.763 4,38% Hornafjörður 23.790.413 17.075.869 4,38% Sauðárkrókur 15.077.074 15.428.990 3,96% Garður 14.588.324 13.091.155 3,36% Þorskveiðiheimildir hjá nýju togurunum Líkt og áður segir er frystitogarinn Sólberg ÓF 1 það fiskiskip flotans sem mestar heimildir til þorskveiða, eða 6.150 tonn. Það er samt sem áður minni þorskaflaheimildir en Kaldbakur EA hafði í fyrra og munar þar 1.200 tonnum. Athyglisvert er að sex af skipunum á þessum lista komu ný til landsins á síðasta ári og segir þetta nokkuð til um það hlutverk sem útgerðirnar ætla þeim. Þessi listi er talsvert frábrugðinn því sem var í fyrra. Ný á honum eru Drangey SK, Björg EA, Málmey SK, Páll Pálsson ÍS og Hjalteyrin EA en af listanum hafa á móti horfið Stefnir ÍS, Júlíus Geirmundsson ÍS, Gullver NS, Sirrý ÍS og Anna EA. Listinn er þannig skipaður: ÞÍG kg Sólberg ÓF 1 Ólafsfjörður 6.151.109 Drangey SK 2 Sauðárkrókur 5.421.900 Björgúlfur EA 312 Dalvík 4.321.945 Björg EA 7 Akureyri 4.268.865 Kaldbakur EA 1 Akureyri 4.246.630 Björgvin EA 311 Dalvík 4.241.368 Málmey SK 1 Sauðárkrókur 4.230.385 Páll Pálsson ÍS 102 Ísafjörður 3.371.038 Ljósafell SU 70 Fáskrúðsfjörður 3.349.779 Hjalteyrin EA 306 Dalvík 3.327.833 Aukning í ýsunni Sem fyrr segir jukust heimildir í ýsu um 15 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári frá því fyrra. Líkt og síðast hefur frystitogarinn Guð­ mundur í Nesi mestar heimildir í ýsu, eða 1,484 þorskígildistonn. Í öðru sæti á þessum lista er nú nýjasta fiskiskip Vestmannaeyja, Breki VE með tæplega 1.170 tonna heimildir. Á þennan lista er nú kominn ferskfisktogarinn Drangey SK en af listanum hvarf í staðinn frystitogarinn Arnar HU. Listi 10 kvótahæstu skipa í ýsu er þannig: ÞÍG kg Guðmundur í Nesi RE 13 Reykjavík 1.484.692 Breki VE 61 Vestmannaeyjar 1.169.283 Drangey SK 2 Sauðárkrókur 1.107.754 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 Akureyri 992.279 Þórunn Sveinsdóttir VE 401 Vestmannaeyjar 975.206 Bergey VE 544 Vestmannaeyjar 950.493 Vestmannaey VE 444 Vestmannaeyjar 950.493 Börkur NK 122 Neskaupstaður 876.946 Höfrungur III AK 250 Akranes 850.290 Baldvin Njálsson GK 400 Garður 769.633 Kvótahæstir smábáta Af krókaaflamarksbátum er Hafnarfjarðarbáturinn Kristján HF 100 með mestar hemildir, eða 2.544 tonn. Næstir honum koma Jónína Brynja ÍS í Bolungarvík og Gísli Súrsson GK í Grindavík. Kvótahæstu smábátar með aflamark eru Bárður SH á Arnarstapa og Arnar SH í Stykkishólmi. Sömu bátar voru á toppi þessa lista á síðasta fiskveiðiári. Listi 10 aflamarkshæstu krókaaflabáta: ÞÍG kg Kristján HF 100 Hafnarfjörður 2.544.580 Jónína Brynja ÍS 55 Bolungarvík 2.167.289 Gísli Súrsson GK 8 Grindavík 2.113.219 Óli á Stað GK 99 Grindavík 2.097.380 Sandfell SU 75 Fáskrúðsfjörður 1.936.768 Vigur SF 80 Hornafjörður 1.925.246 Bíldsey SH 65 Stykkishólmur 1.836.076 Einar Guðnason ÍS 303 Suðureyri 1.461.088 Einar Hálfdáns ÍS 11 Bolungarvík 1.436.393 Auður Vésteins SU 88 Stöðvarfjörður 1.409.747 Listi 10 aflamarkshæstu smábáta: ÞÍG kg Bárður SH 81 Arnarstapi 679.145 Arnar SH 157 Stykkishólmur 338.568 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Raufarhöfn 214.102 Ebbi AK 37 Akranes 174.007 Nanna Ósk II ÞH 133 Raufarhöfn 163.803 Halldór NS 302 Bakkafjörður 153.535 Kristinn ÞH 163 Raufarhöfn 135.834 Máni II ÁR 7 Eyrarbakki 135.584 Tjálfi SU 63 Djúpivogur 106.157 Sæbjörn ÍS 121 Bolungarvík 94.253

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.