Fréttablaðið - 06.12.2018, Side 3

Fréttablaðið - 06.12.2018, Side 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 8 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 6 . d e s e M b e r 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Fyrrverandi ráðherra fjallar um siðblinda strebera. 26 sport Dagný Brynjarsdóttir stefnir í atvinnumennsku. 28 lÍFið Dæturnar eru að fara að taka upp plötu í fullri lengd. 54 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Laugavegi 15 og Kringlunni - michelsen.is 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 24.990 HNÍFAPARATÖSKUR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 Frábær tilboð í jólablaði Nettó! Sannleikurinn um sykur Hann er sætur en vissulega skaðleg-ur heilsufari fólks. Sykur er sagður vera meira ávana-bindandi en annað hættulegasta fíkniefni heims, kóka- ín, enda hafa rannsóknir sýnt fram á að sykur virkjar sömu heilastöðvar og kókaín gerir. Enn er stöðugt verið að rannsaka áhrif sykurs og ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar. En hvers vegna reynist það þrautin þyngri fyrir svo marga að hætta allri sykurneyslu? Raunin er sú að sykur leynist í ýmsum matvörum sem marga órar ekki fyrir að innihaldi sykur. Nafn yfir sykur hefur tekið á sig fjölmargar myndir; agave nectar, barley malt, corn sweetener, dextr- in, evaporated cane juice, sugars, fructose, glucose, invert sugar, mal- tol, palm sugar, rice syrup, sucrose, turbinado sugar og yellow sugar. Listinn er síður en svo tæmandi. Íslendingar eru taldir vera ein feitasta þjóð í heimi og neysla syk- urs meðal ástæðna. Hvað er hægt að gera til að vara sig á sykri? Hátíð sykurs er handan við hornið og sykur- neysla líklega aldrei meiri meðal landsmanna en í kringum jólin. Ýmis- legt er hægt að gera til að minnka neysluna og jafn- vel sleppa henni. ➛ 12 alÞingi Íslandspóstur (ÍSP) hyggst endurgreiða 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóði með fjár- munum úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða afturvirkt úr sjóðnum vegna ófjármagnaðrar alþjónustu- byrði. Sem stendur er staða umrædds sjóðs núll krónur. Nú þegar hafa 500 milljónir verið greiddar úr ríkissjóði til að fyrir- tækið geti staðið við skuldbindingar sínar út árið. Heimildir blaðsins herma að það lán sé t r yg g t m e ð veði í kröfum ÍSP á erlend fyrirtæki. Alls kostar óvíst er hins vegar að ÍSP geti endur- greitt afgang- inn af upp- hæðinni. – jóe / sjá síðu 6 Vilja milljarða úr tómum sjóði stjórnMál „Mér fannst mjög mikil- vægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokk- um, og er þakklát fyrir þann stuðn- ing,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“ Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinninga- ríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi ráðherra á Facebook. „Mennta- málaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sig- ríður Á. Andersen d ó m s m á l a rá ð - herra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls sið- aðs fólks í þessu v i ð t a l i ! “ sagði Svan- h i l d u r Konráðs- d ó t t i r , forstjóri Hörpu. – ósk Þakkar stuðning þvert á flokkana 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 6 -C 4 0 C 2 1 A 6 -C 2 D 0 2 1 A 6 -C 1 9 4 2 1 A 6 -C 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.