Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.12.2018, Qupperneq 32
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Hjá Smart Socks er hægt að kaupa áskrift að nýjum sokkum. Það er bæði hægt að skrá sig í áskrift og vera rukkaður mánaðarlega eða kaupa gjafaáskrift handa öðrum og bjarga þeim frá jólakettinum. „Þetta er flott gjöf milli vina eða viðbót við gjafir til maka eða barna,“ segir Gunnsteinn Geirsson, annar stofnanda Smart Socks. „Þetta getur líka verið sniðugt í skóinn, ekki síst að morgni aðfangadags. Svo heldur þetta náttúrulega áfram að koma eftir jól í hverjum mánuði, þannig að ef maður gefur 12 mánaða áskrift er maður í rauninni að gefa jólagjöf sem heldur áfram að gefa fram að næstu jólum. Við erum nýkomnir með margar mismunandi týpur af geggjuðum jólasokkum í vefverslunina okkar,“ segir Gunnsteinn. „Fyrir utan að vera sniðugar gjafir í skóinn getur líka verið gaman að kaupa sokka fyrir fjölskylduna, svo allir séu í jólasokkum á aðfangadag.“ Lágt verð og góð ending „Það er hægt að velja á milli þess að fá eitt eða tvö pör á mánuði, í þrjá, sex eða tólf mánuði. Það er líka hægt að skrá sig hjá okkur í hefð- bundna áskrift, en þá velur maður hvort maður vill eitt eða tvö pör á mánuði og er svo rukkaður mán- aðarlega,“ segir Gunnsteinn. „Eitt par kostar 990 krónur á mánuði og tvö pör kosta 1.790 krónur. Svo eru gjafaáskriftirnar frá 2.970 krónum, en þá fær maður eitt par á mánuði í þrjá mánuði. Við teljum okkur vera með frekar lág verð og það kom okkur á óvart að okkur tókst að vera ódýrari en sambærileg þjónusta í Bandaríkjunum. Allir sokkarnir eru úr 100% bómull og ég er enn að nota sokka sem við pöntuðum inn sem prufur fyrir einu og hálfu ári, þó ég setji þá yfirleitt í þurrkarann, þannig að þeir endast rosalega vel,“ segir Gunnsteinn. „Viðskiptavinir hafa líka talað um að þeir séu ánægðir með endinguna.“ Lífgar upp á daginn „Það sem gerir sokkana okkar einstaka er litadýrðin og gleðin í sokkunum. Við erum ekki með hefðbundna svarta eða hvíta sokka, heldur reynum við að kaupa sokka sem mörgum finnst kannski djarfir, en okkur finnst lífga upp á daginn,“ segir Gunn- steinn. „Við höfum mikið úrval, en frá því að við byrjuðum höfum við selt um 400 ólíkar gerðir af mis- djörfum sokkum. Ef maður kaupir áskrift er það frekar tilviljana- kennt hvað fólk fær, en við reynum að hafa þetta fjölbreytt, þannig að það fái ekki allir eins sokka í hverjum mánuði. Þetta getur hrist upp í stílnum hjá fólki sem hefur kannski verið hikandi við að kaupa sér litríka eða fjölbreytta sokka. Fyrir fólk eins og mig, sem er að vinna í banka og er þar af leiðandi alla jafna í jakkafötum eða álíka formlegum klæðnaði er þetta tilvalið til að lífga upp á daginn og brjóta upp klæðnaðinn,“ segir Gunnsteinn. „Þú ert svolítið rúðustrikaður í dökkum jakkafötum alla daga og það er gaman að geta hresst aðeins upp á klæðnaðinn og sett smá líf í hann.“ Sparar tíma og færir gleði „Ef maður kaupir sokka í áskrift þarf maður aldrei að hugsa um að kaupa sokka. Þú skráir þig bara í áskrift og svo koma sokkarnir inn um lúguna,“ segir Gunnsteinn. „Það er skemmtilegt að fá alltaf sendan glaðning heim í hverjum mánuði og mörgum finnst stemn- ing í því að sjá hvaða sokka þeir fá hverju sinni. Hjá Smart Socks er mikið úrval af litríkum jóla- sokkum og þar er hægt að fá sokka fyrir alla sem hafa náð skóstærð 34. MYND/EYÞÓR Það sparar tíma að fá senda til sín nýja sokka á hverjum mánuði og mörgum finnst stemmning í því að vita ekki hvaða sokka þeir fá. MYND/EYÞÓR Gjafaáskrift frá Smart Socks er jólagjöf sem heldur áfram að gefa. Það er hægt að gefa fólki áskrift í 3, 6 eða 12 mánuði. MYND/SMARTSOCKS Svo er alveg glatað að standa í því að para saman sokka eftir þvott ef maður á mikið af svipuðum sokkum,“ segir Gunnsteinn. „En þegar fólk kaupir sokka frá okkur fær það aldrei eins sokka, svo það er auðvelt að ganga frá þeim, sem sparar helling af tíma.“ Vilja bæta við barnasokkum „Við erum með stærðir niður í 34 og fáum reglulega fyrirspurnir um barnasokka, sem er svona það sem vantar helst hjá okkur, en við erum að reyna að finna hentuga sokka í það,“ segir Gunnsteinn. „Það veitir kannski ekki síst af svona þjónustu fyrir krakka, sem fara hratt í gegnum sokka og týna þeim auðveldlega. Það eru líka ýmsar hugmyndir á kreiki hjá okkur um að stækka við okkur,“ segir Gunnsteinn. „Við höfum áhuga á því að selja Smart Socks víðar en bara á Íslandi og erum að reyna að bæta við fleiri vörum, sérstaklega nærfötum.“ Nánari upplýsingar, kaup á áskrift og myndir af sokkunum eru á heimasíðunni www.smartsocks.is. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 6 -F 5 6 C 2 1 A 6 -F 4 3 0 2 1 A 6 -F 2 F 4 2 1 A 6 -F 1 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.