Fréttablaðið - 06.12.2018, Side 54

Fréttablaðið - 06.12.2018, Side 54
Breski ljósmyndarinn Max Milligan er höf-undur ljósmyndabók-arinnar Ísland allt sem er. Hann hefur gefið út allnokkrar bækur og ljósmyndir hans er að finna á söfn- um víða um heim. Hann var þrjú og hálft ár að vinna að hinni veglegu ljósmyndabók um Ísland, en þar er að finna myndir af landslagi, dýra- lífi, byggingum, mannlífi og fólki. Ann Íslandi „Þetta er sjöunda bókin mín og venjulega tek ég tvö ár í að gera bók, en þar sem ég varð ástfanginn af Íslandi var ég hér einu og hálfu ári lengur en ég hafði upprunalega gert ráð fyrir. Ég er enn að búa til afsak- anir til að geta verið lengur á Íslandi og gert fleiri bækur,“ segir Milligan. Hann er spurður hvað heilli hann svo mjög við Ísland. „Ég vann lengi fyrir National Geographic og hef komið til 69 landa. Í rúm tuttugu ár hefur Perú verið stóra ástin, en nú ann ég Íslandi á sama hátt og Perú. Ísland er land fjölbreytni og öfga, hér gýs og frýs og er annaðhvort dimmt eða bjart. Þetta er land ein- staklingshyggjufólks, fólks sem er opið og vingjarnlegt.“ Íhugar að gera aðra bók um Ísland Milligan kom fyrst til Íslands í febrúar 2015 og hefur komið hingað tuttugu og fjórum sinnum síðan þá og hver heimsókn hefur staðið í tvær til þrjár vikur. „Fyrstu nóttina mína á Íslandi borðaði ég á Hótel Rangá og eigandinn, Friðrik Pálsson, sá að ég var með mynda- vélina mína og ljósmyndabók sem ég hafði gert um Skotland. Hann skoðaði bókina og sagði að ég ætti að gera bók um Ísland. Hann kynnti mig fyrir Úlfari Steindórs- Ísland er land fjölbreytni og öfga Breski ljósmyndarinn Max Milligan var í þrjú ár að vinna að afar veglegri ljós- myndabók um Ísland. Langar að gera aðra bók um söfn á Íslandi. Ann landi og þjóð og getur vel hugsað sér að setjast hér að. „Ég er enn að búa til afsakanir til að geta verið lengur á Íslandi og gert fleiri bækur,“ segir breski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Max Milligan. FrÉttAblAðið/Anton brink Hrossagaukspar stígur dans á þessari fallegu mynd Milligans. Hillingarnar í landslaginu við Heklu líkjast teikni- mynd. ÞettA er LAnd einstAkLings- hyggjufóLks, fóLks seM er opið og vingjArnLegt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is syni, eiganda Toyota, og ég fékk styrk frá fyrirtækinu. Þar var ég mjög heppinn og ég var líka svo lánsamur að sex eigendur gisti- staða víðs vegar um landið tóku mig að sér og í staðinn fyrir að borga leigu dyttaði ég að ýmsu fyrir þá, málaði húsið eða sá um kind- urnar. Ég kynntist gestrisni lands- manna af eigin raun. Ég er ekki oft í Reykjavík, oftast úti á landi. Einu staðirnir sem ég hef ekki komið til eru Surtsey og nyrstu tangar Hornstranda.“ Hann segist eiga marga uppáhaldsstaði á landinu og nefnir meðal annars Snæfellsnes og Borgarfjörð eystri. Hann íhugar nú að gera aðra ljós- myndabók sem tengist Íslandi. „Mig langar til að gera bók um 162 söfn á Íslandi og verk á þeim. Á teikniborðinu er einnig ný bók um Perú og önnur um Lúxemborg. Milligan býr í London og Perú og segist hafa augastað á nokkrum hlöðum á Snæfellsnesi og Borgar- firði eystri sem hægt sé að breyta í húsnæði. Á næsta ári mun bók hans um Ísland koma út á frönsku, þýsku, ensku og kínversku. 6 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r40 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð menning 0 6 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 6 -B A 2 C 2 1 A 6 -B 8 F 0 2 1 A 6 -B 7 B 4 2 1 A 6 -B 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.