Fréttablaðið - 13.12.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 13.12.2018, Síða 22
Tómas Guð- bjartsson læknir og nátt- úruunnandi og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari fjalla um sér- stæðar perlur í íslenskri nátt- úru. Drangaskörð eru útvörður nyrsta hluta Stranda á Vestfjörðum og af mörgum talin ein stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. Þetta eru fimm eða sjö strýtur sem ganga fram af Skarðafjalli, rétt sunnan við friðlandið á Hornströndum. Drangarnir sem helst minna á tennur í risaeðlu eru gerðir úr bergstöflum sem jöklar og vatn hafa sorfið til. Mörg örnefni vísa til þeirra eins og Drangavík í suðri, jörðin Drangar í norðvestri og sjálfur Dranga- jökull í vestri. Það er ógleymanlegt að sjá Drangaskörð í návígi en það verður aðeins gert með bát eða gangandi. Reyndar flaug Ómar Ragnarsson í gegnum eitt skarðið í frægum Stikluþætti, en ekki er mælt með því að leika það eftir. Oftast er siglt að Drangaskörðum frá Norðurfirði en helsta gönguleiðin hefst við Hvalárfossa í Ófeigs- firði „þar sem vegurinn endar“. Á 25 kílómetra langri leiðinni má virða fyrir sér fossaröðina í Eyvindarfirði og jafnvel slá þar upp tjöldum. Í Drangavík býðst sér- lega fallegt útsýni til Drangaskarða og þar sem hægt er að tjalda innan um gamlar bæjarrústir en byggð lagðist þarna af á fimmta áratug síðustu aldar. Einnig má komast að Drangaskörðum með tveggja daga göngu úr Reykjafirði nyrðri og og er þá oft gist í Bjarnarfirði eða Meyjardal. Þegar komið er að Skörðunum er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og þræða eitt þeirra. Flestir velja ysta skarðið, Signýjargötu, en enn tilkomumeira er að þræða svokallað Kálfsskarð á milli tvískiptu tindanna tveggja. Brekkan sunnanmegin er þó brött og ekki fyrir lofthrædda, en þeim sömu býðst að ganga fyrir ysta drangann, Litlatind. Gróður efst í Drangaskörðum er afar fjölskrúðugur sem þakka má driti sjófugla sem halda til í snarbröttum klettunum. Þarna býðst útsýni til Hornstranda í norðri og Kálfatinda og Reykjanes- hyrnu í suðri. Einnig er tilvalið að leggjast fyrir og fylgjast með fuglum þjóta hjá. Þess má geta að hæsti tindur Drangaskarða var klifinn af meðlimum Hjálpar- sveitar Skáta í Reykjavík. Nýlega hafa landeigendur Dranga lýst yfir áhuga á því að friðlýsa Drangaskörð og nágrenni þeirra, sem vonandi verður að veruleika, enda þjóðargersemi. Stórtennt Drangaskörð á Ströndum Oftast er siglt að Drangaskörðum frá Norðurfirði en helsta göngu­ leiðin hefst við Hvalárfossa í Ófeigsfirði „þar sem vegurinn endar“. Á 25 kílómetra langri leiðinni má virða fyrir sér fossa­ röðina í Ey­ vindar firði og jafnvel slá þar upp tjöldum. Drangaskörð í návígi eru tilkomu- mikil sjón. Útsýni þaðan er líka gott. Myndir eru eftir Ólaf Má Björnsson og Tómas Guð- bjartsson. Fleiri myndir af Drangaskörðum má sjá á +Plús síðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PlÚS TilvEraN 1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B A -F 0 A C 2 1 B A -E F 7 0 2 1 B A -E E 3 4 2 1 B A -E C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.