Fréttablaðið - 13.12.2018, Síða 24
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Verður
tímabundið
leyfi megin-
reglan – í von
um að rykið
setjist og
menn geti svo
sest aftur í
stólinn eins
og ekkert hafi
í skorist?
Fyrir jafn hátt
lán þarf að
greiða marg-
falt hærri
vaxtagreiðsl-
ur í íslensk-
um banka en
hjá erlendum
bönkum.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
KEBE
Hvíldarstólar
Tegundir: Rest og Fox
Opið virka dag
a
11-18
laugardaga
11-15
Háir vextir, dýrt og okur eru þau orð sem komu oftast fyrir í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup þar sem spurt var um hvaða þrjú orð
koma fyrst upp í hugann til að lýsa bankakerfinu á
Íslandi. Þetta eru stór orð en fyrir þeim er innistæða.
Samtök iðnaðarins hafa ítrekað talað fyrir hag-
kvæmara og skilvirkara fjármálakerfi. Háir vextir hér á
landi í samanburði við önnur lönd koma niður á sam-
keppnishæfni fyrirtækja sem þurfa að fjármagna sig á
innlendum fjármálamarkaði. Á þetta er bent í skýrslu
um samkeppnishæfni og í skýrslu um atvinnustefnu
fyrir Ísland sem SI hefur gefið út.
Í nýútkominni hvítbók um íslenska fjármálakerfið
kemur fram að útlánavextir íslensku bankanna eru
mun hærri en útlánavextir banka í nágrannalönd-
unum. Fyrir jafn hátt lán þarf að greiða margfalt hærri
vaxtagreiðslur í íslenskum banka en hjá erlendum
bönkum. Munurinn kemur niður á samkeppnisstöðu
og verðmætasköpun íslenskra fyrirtækja.
Fram kemur í hvítbókinni að meðalvextir útlána
íslensku bankanna voru í fyrra 5,8% en meðalvextir
skulda bankanna 3,2%. Á því ári var því 2,6 prósentu-
stiga munur á meðaltalsvöxtum vaxtaberandi eigna
og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagning íslensku
bankanna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bankanna
skýrast því að mjög stórum hluta af þessari háu
álagningu þeirra.
Í hvítbókinni er rætt um hvað skýri þessa álagningu
íslensku bankanna. Samkvæmt niðurstöðunum skýrir
rekstrarkostnaður, sem að helmingi er launakostn-
aður, álagninguna að mestu. Auk þess skýra sértækir
skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur álagninguna.
Greiningin er áhugaverð því hún sýnir hvaða leiðir
megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta sam-
keppnishæfni íslensks efnahagslífs. Íslensku bank-
arnir eru að mestu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið
mótar laga- og reglugerðarumgjörð þeirra. Það er
ríkisins, sem eiganda bankanna, að beita sér fyrir því
að hagræða og auka skilvirkni í bankaþjónustu og
skapa þannig skilyrði fyrir lægri innlendum vöxtum til
hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.
Ríkið getur lækkað vexti
Sigurður
Hannesson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins
Nú er það gult
Á sólarhring gengu um 14.000
manns í Facebook-hópinn
Takk Bára, skjaldborg um Báru
Halldórsdóttur sem hefur verið
boðuð til yfirheyrslu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Fjöldi fólks ætlar sér að vera á
staðnum og sýna Báru þannig
stuðning í verki. Um 200 hafa
þegar boðað sig og 1.800 til
viðbótar lýst sig áhugasama. Hug-
myndir eru uppi um að mæta til
leiks í gulum öryggisvestum að
hætti franskra mótmælenda og í
samtali við Fréttablaðið.is sagði
stofnandi hópsins, Rannveig
Ernudóttir, að það kæmi henni
ekki á óvart ef gulur yrði litur
mánudagsins. Þá er bara eins gott
að lagerstaðan sé góð hjá þeim
sem selja slík vesti ef Parísar-
tískan er að koma til landsins í
kjölfar Klausturfokksins.
Krúnudjásn aktívistans
Jón Gnarr er einn þeirra sem
stigið hafa fram og boðið Báru
stuðning í verki. Hann lýsti sig á
Twitter tilbúinn til þess að hrinda
af stað peningasöfnun fyrir hana
og stjórna jafnvel „uppboði og
hvað eina“ ef svo ólíklega fari
að hún verði dæmd til að borga
eitthvað. Illu heilli er Jón nýbúinn
að farga umdeildu og umtöluðu
verki andófslistamanneskjunnar
Banksy sem hefði annars verið til-
valið krúnudjásn á fjársöfnunar-
uppboði gegn kerfinu. Þar fóru
sjálfsagt ófáar krónur í tætarann.
thorarinn@frettabladid.is
Samtal drukkinna þingmanna á Klaustri opnaði illa þrútið graftarkýli. Æ fleiri sögur um óviðeigandi hegðun og ummæli þingmanna birtast nú í fréttum. Boðaðar hafa verið fleiri fréttir af sam-bærilegu.
Síðustu ár hefur umræða um kynbundið ofbeldi,
áreitni og kvenfyrirlitningu verið áberandi undir
hatti herferða á borð við #metoo og í tengslum við
Druslugönguna, svo dæmi séu nefnd. Þar hefur
ýmsu misfögru verið ýtt upp á yfirborðið.
Góðu fréttirnar eru að mörk í samskiptum
manna í milli hafa verið að skýrast. Óþol gagnvart
áreitni og ofbeldi fer vaxandi. Ábyrgðinni er vísað
til föðurhúsanna, til þeirra sem beita ofbeldi og
misrétti.
Slæmu fréttirnar eru að leikreglurnar eru ekki
skýrar, þegar ekki er um að ræða klárt brot á
hegningarlögum sem á augljóslega heima á borði
lögreglu. Óljósara er hvernig við tökumst á við
gráu svæðin, hver viðurlög skuli verða á þinginu, ef
einhver, við annars konar áreitni, önnur en sam-
félagsleg útskúfun og mannorðshnekkir.
Enginn rekur þingmann nema kjósendur á
fjögurra ára fresti. Afar sjaldgæft er að þingmenn
dragi sig í hlé vegna hneykslismála, líkt og gerist
allt í kringum okkur.
Eftir að upptökur af samræðum þingmannanna
á Klaustri láku í fjölmiðla var siðanefnd Alþingis
kölluð til í fyrsta sinn. Kannski er það ágætt skref,
þótt ekki sé enn ljóst hvort hún geti beitt nokkr-
um viðurlögum, hver sem niðurstaða hennar kann
að verða.
Samfylkingin hefur gert tilraun til að búa til
umgjörð um hvað skal gert þegar flokksmenn
verða uppvísir að ósæmilegri hegðun. Hún setti á
laggirnar svokallaða trúnaðarnefnd, þar sem hægt
er að koma á framfæri kvörtunum um áreitni eða
einelti. Nefndin hefur sætt gagnrýni, líkt og aðrar
sambærilegar nefndir, til að mynda hjá Þjóðkirkj-
unni, sem hafa tekist á við sambærileg mál innan-
húss. Þá sé erfitt að hafa slíka nefnd starfandi
innan stjórnmálaflokks til að takast á við málefni
innan flokksins, þar sem pólitíkin ráði gjarnan för.
Allir vita að hjaðningavíg samherja innan flokka
geta verið illvíg – jafnvel illvígari en bardagar milli
svokallaðra andstæðinga í pólitík.
Hvað er til ráða? Sennilega hefur enginn svarið á
reiðum höndum. Verður tímabundið leyfi megin-
reglan – í von um að rykið setjist og menn geti svo
sest aftur í stólinn eins og ekkert hafi í skorist?
Er raunhæft að gera sér vonir um að menn fari
að vanda sig – tileinka sér mannasiði og meiri
kurteisi? Það er ærið verkefni að búa til staðlað
form fyrir mannasiðina, sem við flest lærum í
uppeldinu. Er það yfirleitt hægt? Alla vega – okkur
er hollt að ræða málin, líkt og nú er gert. Stinga á
kýlinu og fá gröftinn út.
Mannasiðir
1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-0
4
6
C
2
1
B
B
-0
3
3
0
2
1
B
B
-0
1
F
4
2
1
B
B
-0
0
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K