Fréttablaðið - 13.12.2018, Side 34

Fréttablaðið - 13.12.2018, Side 34
Við erum öll í því að vera umhverfisvæn í því hvernig við vinnum og eyðum ekki peningum í eitthvað sem er síðan hent,“ segir Eva Rún um vinnu- brögð leikhópsins. „Svo bún- ingarnir okkar eru keyptir með tilliti til þess að við leikararnir getum hugsað okkur að nota fötin áfram. Mín persóna er einstak- lega glansandi því hún er mjög hamingjusöm og þess vegna er hún í skæslegum glansandi fötum. Þetta er svona týpa sem treystir sér til að fjalla um hamingjuna. Það voru dansari og sviðshönn- uður í verkinu sem fóru og völdu þennan búning á mig, silfurlitar buxur sem eru mjög þægilegar og glansandi fjólubláan rúllu- kragabol en allar persónurnar eru í skæslegum joggingbuxum og rúllukragabol. Ég á eftir að nota þetta en ég hugsa að það sé ekki hægt að segja að þetta sé beint minn stíll. Ég viðurkenni að fjólublár hefur kannski ekki verið alveg minn litur hingað til en rúllukragar eru að gera eitthvað fyrir mig.“ Aðspurð hver sé þá hennar tískufyrirmynd nefnir Eva Rún Mozart. „Mín helsta tískufyrir- mynd er Mozart, og ég hef reynt að vinna með hans stíl,“ segir hún. „Mér finnst hann svo töff, þessir síðu jakkar, skyrtur með blúndun- um á ermunum og hnébuxurnar.“ Hún viðurkennir að þurfa stundum að láta ímyndunaraflið ráða þegar hún sækir til þessarar fyrirmyndar sinnar. „Ég ímynda mér stundum: myndi Mozart ganga í þessu? því við höfum ekki mikið af myndum af honum,“ segir hún og bætir við: „Nema þetta eina málverk, þessi fræga mynd af honum þar sem hann er hálf svona hæðnislegur og mér finnst hann bara svo sjarmerandi og sjúklega flott í gangi með tískuna þar.“ Eðli málsins samkvæmt segist Eva Rún helst versla á nytjamörk- uðum. „Ég versla nánast eingöngu í second-hand búðum og sérstak- lega í Austur-Evrópu þar sem er ýmislegt mjög djúsí að finna í þessum stíl.“ Sýningin Leitin að tilgangi lífs- ins á hug Evu allan þessa dagana og skyggir jafnvel á jólaundir- búninginn. „Við bjóðum fólki að koma á Smáratorg þar sem það fer í ákveðinn leiðangur og er boðið inn í ákveðnar aðstæður þar sem við erum að kurla upp í þessum stóru spurningum eins og af hverju erum við lifandi og hvað vill maðurinn og fleira og við reynum að gera þetta á uppvekj- andi hátt en líka þannig að það sé gaman,“ segir hún og bætir við: „Þetta er upplifunarleikhús þannig að þú situr ekki og horfir á eitthvað heldur er ferðalag hvers og eins áhorfanda einstakt svo engir tveir sjá nákvæmlega sömu sýninguna. Sýningin tekur svona tvo klukkutíma og stundum ertu með hópi og stundum einn og engir tveir upplifa hana alveg eins. Sýningin byrjar með sím- tali nokkrum dögum fyrr og þá spyrjum við nokkurra persónu- legra spurninga eins og: Upplifir þú að líf þitt hafi tilgang? Hversu gaman finnst þér að lifa? og svo framvegis og eftir svörunum sníðum við upplifunina.“ Eva Rún verður því á Smáratorgi í fjólubáa rúllukragabolnum og silfurlitu buxunum á næstunni en miða má nálgast á tix.is og hún lofar því að það verði fullt af sýningum í janúar. Mozart helsta fyrirmyndin Eva Rún Snorradóttir er hluti af leikhópnum 16 elsk- endur sem nú sýnir leikhúsupplifunina Leitin að tilgangi lífsins á Smáratorgi. Búningur hennar í sýningunni hentar bæði henni og persónunni sem hún bregður yfir sig en annars er Mozart hennar helsta tískufyrirmynd. Eva Rún Snorradóttir í hamingjufötunum sem hún klæðist í sýningunni Leitin að tilgangi lífsins. MYND/ERNiR Langar þig að gera afar einfalt konfekt fyrir jólin? Hér er uppskrift sem allir geta gert og tekur bara um tuttugu mínútur að gera. Konfektinu má pakka fallega inn og gefa eða setja í skál og bjóða gestum. Í þessa uppskrift þarf aðeins 250 g af möndlum, 200 g dökkt súkku- laði og hafsalt. Ristið möndlurnar í ofni í 10 mínútur á 180°C. Kælið. Bræðið súkkulaðið. Setjið möndlurnar út í súkkulaðið og blandið vel saman. Notið skeið til að gera litlar möndlusúkkulaðikökur sem eru settar á bökunarpappír. Stráið örlitlu salti yfir. Látið stífna. Það má vel breyta þessari upp- skrift og nota alls kyns hnetur í staðinn fyrir möndlur. Einnig má setja þurrkaða ávexti með ef maður vill það. Einfalt konfekt Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Leikhópurinn 16 elskendur leitar að tilgangi lífsins á gömlu Læknastöðinni. Mjög gott og einfalt konfekt. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 40-56 STUTTUR JAKKI KR. 11.900.- BUXUR KR. 9.800.- SÍÐUR JAKKI KR. 12.900.- Jólaföt • Hátíðarföt Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart jólaföt, fyrir Smart konur 6 KYNNiNGARBLAÐ FÓLK 1 3 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B B -2 6 F C 2 1 B B -2 5 C 0 2 1 B B -2 4 8 4 2 1 B B -2 3 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.