Fréttablaðið - 13.12.2018, Síða 38
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Houdini er sænskt útivistarfyrir-tæki sem var stofnað árið 1993 og framleiðir gæðafatnað fyrir útivist,
hreyfingu og lífsstíl. Vörur Houdini eru
hannaðar til að auðvelda fólki að upplifa
meira, afkasta meiru og skemmta sér betur
án þess að raska náttúrunni. Framsækni og
nýsköpun eru lykilatriði í hönnun útvistar-
fatnaðar Houdini. Hjá fyrirtækinu er unnið
sleitulaust að því að hámarka eiginleika
fatnaðarins og bjóða upp á hátæknilegar
flíkur í hæsta gæðaflokki. Houdini vörurnar
eru tæknilegar, þægilegar, teygjanlegar og
flottar.
Houdini Made to Move (MTM) er ný
aðferð við að sníða föt eftir hreyfingum
líkamans. Venjulega eru flíkur sniðnar á tví-
víðum sléttum fleti en þessi aðferð byggir á
þrívíðri tækni þar sem sniðin eru hönnuð
beint á líkama sem hreyfist. Hönnunar-
ferlið fer fram á hreyfingu.
Sjálfbærni og fjölnotagildi eru lykil atriði
í framleiðslunni. Fyrirtækið sker sig úr
flóru útvistarmerkja því það framfylgir afar
strangri umhverfisstefnu. Af þeim efnum
sem notuð eru í fatnað Houdini er 91%
ýmist endurunnið, endurvinnanlegt og/eða
niðurbrjótanlegt í náttúrunni.
Markmið Houdini er að gera enn betur
og minnka vistspor hverrar flíkur. Rýnt
er í hvert einasta smáatriði í framleiðslu
og flutningi varanna til að valda minnsta
mögulega raski. Yfirlýst markmið Houdini
er að verða 100% sjálfbært fyrirtæki.
Fara í spíkat í snjóbuxunum
„Primal Iceland er hreyfigym, sem þýðir
að við kennum fólki að hreyfa sig, fara í
splitt og spíkat, standa á höndum og gera
alls konar skrítna hluti,“ segir Einar Carl
Axelsson, einn af eigendum Primal Iceland.
„Mikið af því sem við gerum er að fara út í
náttúruna og Houdini er með svokallaða
Made to Move stefnu, sem þýðir að fötin
þeirra hindra ekki hreyfingar. Þegar við
erum úti í náttúrunni að fíflast, þá viljum
við geta hreyft okkur óhindrað og það
hentar okkur alveg gríðarlega vel að geta
farið í splitt og spíkat í snjóbuxunum
þeirra. Skelin þeirra er líka algjörlega vatns-
held, aðsniðin og úr teygjanlegu efni, sem
ég hef aldrei séð áður. Þessi nýsköpun hjá
Houdini er mjög skemmtileg. Mér finnst
gaman hvernig þetta merki tekur hana
lengra en allir aðrir, vinnur af metnaði og
gefur hvergi eftir í gæðum.
Það sem vakti áhuga okkar á Houdini
til að byrja með er svipuð hugsjón hjá
báðum fyrirtækjum hvað varðar umhverfis-
mál og sú staðreynd að þetta er framleitt
og saumað saman í Evrópu, þannig að
maður veit hvaðan þetta kemur,“ segir
Einar. „Þetta er sænskt gæðamerki
og umhverfisstefna fyrirtækisins
er mjög lík stefnunni okkar. Öll
fötin frá þeim eru umhverfis-
væn. Þau eru meira að segja
svo náttúruvæn að fyrirtæk-
ið setti gömul föt í moltu
og ræktaði svo grænmeti úr
moltunni sem starfsfólkið
borðaði.“
Hönnuð til að endast
„Við notum æfingafötin frá Houdini
þegar við erum að þjálfa í gymminu
okkar, en síðan förum við í útvistar-
fötin þegar við förum út, en við förum
mjög oft í svokallaðar Wim Hof
ferðir, þar sem við leiðum hópa sem
ganga á Esjuna hálfnaktir og fara í
fossaböð og alls konar fínerí,“ segir
Einar. „Þá er gott að geta klætt sig í
hlý föt þegar maður er búinn. Okkur
finnst peysurnar alveg sérstaklega vand-
aðar, þær eru hnausþykkar og góðar, en
samt fisléttar og teygjanlegar. Þær eru
líka mjög endingargóðar, það sér varla á
þessu efni, því það er svo vandað.
Það er gæðastimpill á þessu og fötin
eru eiguleg og hönnuð til að endast,“
segir Einar. „Þú getur keypt þér færri og
betri flíkur, í staðinn fyrir fleiri og lélegri,
eins og er algengt í dag. Við urðum svo
hrifnir þegar við sáum gæði fatanna að
nú verður ekkert annað keypt. Þar að
auki er sniðið gott, fötin eru hlý og þau
eru í mjög flottum jarðlitum, þannig að
þau líta rosalega vel út. Ég held að allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi
hjá þessu merki.“
Houdini vörurnar fást í H Verslun og á
www.hverslun.is.
Útivistarfötin frá
Houdini eru bæði
vönduð, endingar-
góð og flott.
MYND/ICEPHARMA
Fötin frá Houdini hindra ekki hreyfingar á neinn hátt og henta því sérstaklega vel í æfingarnar hjá Primal Iceland, sem snúast um að hreyfa líkamann á nýjan hátt. MYND/ANTON BRINK
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚTIVIST OG SPORT
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
A
-F
F
7
C
2
1
B
A
-F
E
4
0
2
1
B
A
-F
D
0
4
2
1
B
A
-F
B
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K