Fréttablaðið - 19.12.2018, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 9 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 9 . d e s e M b e r 2 0 1 8
Fréttablaðið í dag
sKoðun Formaður Læknafélags
Íslands fjallar um tvöfalt heil-
brigðiskerfi. 11
lÍfið Hulda Vigdísardóttir þýdd
Hnotubrjótinn sjálf þegar hún
uppgötvaði að ævintýrið var
ekki til á íslensku. 26
GJAFAKORT
KRINGLUNNAR ER
FRÁBÆR JÓLAGJÖF
GEFÐU GJÖF AF ÖLLU
HJARTA
O P I Ð T I L 2 2 Í K V Ö L DLaugavegi 15 og Kringlunni - michelsen.is
Kúlan sem
gleður alla
efnaHagsMál „Þetta eru mjög slá-
andi niðurstöður. Væntingar stjórn-
enda um stöðuna í dag og sex mánuði
fram í tímann eru þær verstu frá því
að efnahagsuppsveiflan hófst eftir
hrun,“ segir Halldór Benjamín Þor-
bergsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, um niðurstöður
nýrrar könnunar meðal stjórnenda
400 stærstu fyrirtækja landsins.
Umrædd könnun á mati á aðstæð-
um í atvinnulífinu er samstarfsverk-
efni Samtaka atvinnulífsins og Seðla-
bankans og er framkvæmd af Gallup.
„Mér finnst þetta einn besti mæli-
kvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju
sinni í ljósi þess að við höfum fram-
kvæmt þessa könnun fjórum sinnum
á ári í 16 ár,“ segir Halldór.
Búast stjórnendur 30 prósenta
fyrirtækja við fækkun starfsmanna á
næstu sex mánuðum en stjórnendur
10 prósenta fyrirtækja búast við
fjölgun starfsmanna.
„Alveg frá því í dýpstu kreppunni
2009 hafa fyrirtækin verið að bæta
við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá
því eftir hrun sjáum við skýr skil og
stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir
að fækka verulega fólki á næstunni,“
segir Halldór.
Miðað við stærðardreifingu fyrir-
tækjanna sem tóku þátt í könnuninni
má gera ráð fyrir að störfum fækki um
1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé
það yfirfært á allan vinnumarkaðinn
myndi það þýða að störfum fækkaði
um 1.400.
„Efnahagslegur raunveruleiki knýr
alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn
uppgang undanfarinna ára sjáum við
að fyrirtækin eru farin að halda að sér
höndum. Þetta er bara staðan í hag-
kerfinu, því miður.“
– sar / sjá síðu 4
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009
Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir
Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Í fyrsta sinn frá 2009 gera stjórnendur ráð fyrir að störfum muni fækka næstu sex mánuði.
Yfirfært á allan vinnu-
markaðinn þýðir þetta að
störfum fækki um 1.400.
ViðsKipti Hlutafé Kortaþjónustunn-
ar var í gær aukið um 1.050 milljónir
og Jakob Ásmundsson, fyrrverandi
forstjóri Straums og áður stjórnar-
maður í Arion banka, ráðinn for-
stjóri færsluhirðingarfyrirtækisins.
Í samtali við Markaðinn staðfestir
Jakob að hann hafi sjálfur lagt félag-
inu til um 80 milljónir í hlutafé.
Aðrir þátttakendur í hlutafjár-
aukningunni, sem kom til vegna
tapreksturs á rekstrarárinu, voru
núverandi hluthafar ásamt nýjum
fjárfestum. Kvika er stærsti hluthafi
félagsins með um 40 prósenta hlut.
Kvika og hópur fjárfesta keypti
Kortaþjónustuna í fyrra og lögðu því
til 1.500 milljónir í hlutafé. Félagið
stóð frammi fyrir miklum lausafjár-
vanda eftir greiðslustöðvun Mon-
arch Airlines. – hae / sjá Markaðinn
Leggja Korta til
milljarð í hlutafé
Jólin nálgast óðfluga og hátíðarstemningin leyndi sér ekki í heimsókn leikskólabarna í Hörpuna í gær. Börnin fóru í jóga og svo leiddi jólasveinn hópinn í kring um jólatréð með söng. Í nótt
kom Skyrgámur til byggða. Næstir á eftir honum eru Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur. Ketrókur kemur á Þorláksmessu og loks Kertasníkir á aðfangadag. Fréttblaðið/Sigtryggur ari
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
D
9
-5
8
A
4
2
1
D
9
-5
7
6
8
2
1
D
9
-5
6
2
C
2
1
D
9
-5
4
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K