Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 6
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð
dÓmsmÁL Júlíus Vífill Ingvarsson,
fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, var dæmdur í tíu mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir pen-
ingaþvætti í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í
Panama-skjölunum svokölluðu.
Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin
2010 til 2014 geymt á bankareikningi
sínum hjá UBS-banka á Ermarsund-
seyjunni Jersey andvirði 131 til 146
milljóna króna en um var að ræða
tekjur sem komu til vegna viðskipta
bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á
árunum 1982 til 1993 sem voru ekki
taldar fram til skatts.
Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum
fjármunum af fyrrnefndum banka-
reikningi og inn á reikning hjá
bankanum Julius Bär í Sviss, sem
tilheyrði vörslusjóðnum Silwood
Foundation. Rétthafar hans voru
skráðir ákærði, eiginkona hans og
börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinn-
ings, sem ákærði þvætti með þessum
hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir
króna.
Ágóði Júlíusar af brotinu er hins
vegar ekki gerður upptækur eins og
tíðkast í peningaþvættismálum, en
hvorki var gerð krafa um kyrrsetn-
ingu fjármunanna meðan rannsókn
stóð yfir, né upptöku þeirra með
dómi.
Fyrir tæpum mánuði féll einnig
dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur
vegna peningaþvættis en fjárhæðin
sem þar var um að ræða var um það
bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar
eða rúmar átta milljónir. Fékk dóm-
felldi í því máli, Hafþór Logi Hlyns-
son, 12 mánaða óskilorðsbundinn
dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði
brotsins var gerður upptækur; rúm-
lega tvær og hálf milljón í peningum
ásamt vöxtum og verðbótum og
Tesla-bifreið af 2014 árgerð.
Sami saksóknari sótti þessi mál
og sami dómari við héraðsdóm
dæmdi. Á það ber þó að líta að Haf-
þór á langan sakaferil að baki og rauf
skilorð með broti sínu. Að frátalinni
upptöku ágóðans skýrir sakaferill og
skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd
refsingarinnar í þessum málum
en dómurinn yfir Hafþóri er bæði
tveimur mánuðum lengri og óskil-
orðsbundinn. – aá
Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur
Júlíus Vífill
Ingvarsson
✿ Læknisheimsóknir
Hefur þú einhvern tíma á síðustu
12 mánuðum frestað eða hætt við
að …
fara til tannlæknis?
39,3%
0% 100%50%
fara til læknis?
23%
0% 100%50%
kaupa lyf?
14,5%
0% 100%50%
18-24 ára 32%
25-34 ára 35%
35-44 ára 27%
45-54 ára 17%
55 ára eða eldri 4%
18-24 ára 38%
25-34 ára 52%
35-44 ára 50%
45-54 ára 33%
55 ára eða eldri 22%
18-24 ára 20%
25-34 ára 21%
35-44 ára 19%
45-54 ára 10%
55 ára eða eldri 3%
sAmféLAG Fjörutíu prósent félags-
manna í verkalýðsfélaginu Einingu-
Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum
frestað því eða hætt við að fara til
tannlæknis af fjárhagsástæðum.
Fjórðungur félagsmanna hefur
hætt við að fara til læknis af sömu
ástæðum.
„Þetta eru nokkuð sláandi niður-
stöður,“ segir Björn Snæbjörnsson,
formaður Einingar-Iðju.
Eining Iðja er stærsta stéttar-
félagið á Norðurlandi. Félagssvæði
þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjalla-
byggð í vestri til Grýtubakkahrepps
í austri.
Í yfirstandandi kjaraviðræðum
leggja verkalýðsfélög áherslu á að
tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu
fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ
var jafnframt samþykkt sú stefna að
efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins
Veigra sér við að fara til
læknis vegna fjárskorts
Margir virðast fresta læknisheimsóknum vegna þess að þeir hafi einfaldlega ekki efni á því. FréttablaðIð/auðunn
og tryggja að allir hafi aðgang að
öflugri heilsugæslu í heimabyggð
og aðgang að lyfjum.
Af niðurstöðum könnunar meðal
félagsmanna sést marktækur munur
á svörum eftir aldri. Yngra fólk er
líklegra til að hafa ekki efni á lækn-
isheimsóknum, að taka út lyf í apó-
tekum eða að fara til tannlæknis.
Ungt fólk á barneignaraldri frestar
þessu marktækt oftar en aðrir.
„Þetta er auðvitað innlegg í þær
kjaraviðræður sem við erum í núna.
Það er sláandi að sjá að fjórðungur
félagsmanna okkar frestar því að
fara til læknis og því er þetta eitt
af þeim atriðum sem við verðum
að tryggja félagsmönnum okkar í
komandi kjaraviðræðum, það er
aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“
segir Björn.
„Það kom okkur líka töluvert á
óvart að sjá að unga fólkið á í hvað
mestum erfiðleikum með þetta og
virðist forgangsraða hlutunum á
þennan hátt sem er auðvitað baga-
legt.“
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar kemur fram að stjórnvöld
muni á valdatíma sínum draga úr
greiðsluþátttöku sjúklinga í heil-
brigðiskerfinu. sveinn@frettabladid.is
Fjórðungur félagsmanna
Einingar-Iðju hefur
frestað læknisheimsókn
vegna fjárhagserfiðleika
síðustu tólf mánuði.
Um fjórir af hverjum tíu
hafa frestað að fara til
tannlæknis. Ungt fólk
líklegra til þessa. Alvar-
legt að mati formanns
Einingar-Iðju.
björn Snæbjörns-
son, formaður
Einingar Iðju
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
9
-8
5
1
4
2
1
D
9
-8
3
D
8
2
1
D
9
-8
2
9
C
2
1
D
9
-8
1
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K