Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 14
www.hokuspokus.is Verslun og vefverslun Laugavegi 69 S. 551-7955 Galdrasett Kr. 7.490 Bessi Kr. 4.490 Píla Kr. 4.200 Viðarfjós með dýrum Kr. 10.490 Búningar og leikföng eru jólagjafirnar í ár! Körfubolti Það hefur allt gengið að óskum hjá Hildi Björgu Kjart- ansdóttur, landsliðskonu, hjá félagsliði sínu í vetur. Hildur Björg færði sig um set á Spáni frá Leganes síðasta vor og skrifaði í kjölfarið undir samning við Celta de Vigo Baloncesto. Hún flutti um leið frá spænsku höfuðborginni Madrid til Vigo sem er minni og þægilegri borg að hennar mati. Liðið hefur unnið fyrstu ellefu deildarleiki sína á leiktíðinni og stefnir hraðbyri að því að tryggja sér farseðilinn i úrslitakeppni og í kjölfarið sæti í efstu deild á næstu leiktíð. „Það urðu mjög miklar breytingar hjá Legenes síðasta vor, þjálfarinn hætti og fór til Rússlands og nánast allir leikmenn liðsins fóru. Forráða- menn Celta de Vigo Baloncesto höfðu samband við mig og sögðu mér að það ætti að setja saman lið sem ætti að fara upp um deild og ég ætti að vera í stóru hlutverki í því liði. Mér leist strax mjög vel á það og sló til,“ segir hún um vistaskiptin í vor. „Allt sem lagt var upp með hefur gengið upp og ég tel mig hafa bætt mig umtalsvert hérna. Bæði er mikið lagt upp úr einstaklingsæf- ingum og ég fæ betri hvíld og endur- heimt á milli æfinga og leikja. Ég get einbeitt mér af fullum krafti að körfuboltanum hérna og það skilar sér í betri leik inni á vellinum. Ég er mestmegnis að spila sem fjarki, en eftir að fimman okkar sleit liðband hef ég leyst hana af hólmi þar einn- ig,“ segir hún. „Hugmyndafræðin hér er þannig að leikmenn skipta leiktímanum nokkurn veginn jafnt, en ef ein- hver á betri leik en annar fær hann að njóta þess með auka mínútum. Þetta hentar mér mjög vel og mér líður mjög vel hérna. Það er góð stemming í félaginu og gott yngri- flokkastarf. Það skilar sér í fínni mætingu á leikina sem er mjög gaman. Við setjum stefnuna á að fara upp í vor og það er klárlega raunhæft markmið,“ segir landsliðs- konan um framhaldið hjá spænska liðinu. – hó Æfi mun oftar og betur hérna í Vigo Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Áramótaskraut og hattar Finndu okkur á Hildur Björg FréttaBlaðið/eyþór fótbolti Í enn eitt skiptið tókst Jose Mourinho ekki að festa sig í sessi til lengri tíma hjá liði þegar honum var sagt upp störfum í gær sem knattspyrnustjóra Manches- ter United. Með því lauk 935 daga stjóratíð hans á Old Trafford og skilur hann við liðið í sjötta sæti deildarinnar, nítján stigum á eftir toppliði Liverpool og nær neðsta sæti deildarinnar en því efsta þegar tímabilið er að verða hálfnað. Undir stjórn Mourinho unnust þrír titlar á fyrsta árinu en slakt gengi undan- farna mánuði, deilur við leikmenn og stjórnina leiddu til brottreksturs. Síðasta hálmstráið var neyðarlegt 1-3 tap gegn Liverpool um helgina. Það var kunnuglegt að fylgjast með deilum Mourinho og stjórnar Manchester United í sumar. Allt Komið að leiðarlokum hjá José það virtist tímaspursmál hvenær Mourinho yrði rekinn eftir tap gegn erkifjendunum í liverpool. NordicPHotos/getty Manchester United stað- festi í gær að José Mour- inho hefði verið sagt upp sem knattspyrnu- stjóra félagsins. Sá portú- galski skilur félagið eftir í vandræðum, nær botnsæti deildarinnar en efstu sætunum. undirbúningstímabilið einkennd- ist af sögusögnum um ósætti á milli Mourinho og leikmanna ásamt ósætti á milli Mourinho og stjórnar félagsins. Mourinho var tilbúinn að selja Anthony Martial til að fjár- magna kaup á nýjum varnarmanni en stjórn félagsins fór gegn honum. Fyrir vikið óskaði Mourinho eftir því að félagið myndi fjárfesta í varnarmanni sem hann taldi sárlega þurfa til að fullkomna leikmanna- hópinn en fékk engan varnarmann. Var því ansi margt líkt með þessu og þegar hann var rekinn frá Chel- sea 17. desember fyrir þremur árum, hálfu ári eftir að hafa stýrt Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Deilur við hátt setta aðila innan félagsins og leikmanna leiddi til þess að stjórn Chelsea átti engan annan kost en að reka hann stuttu fyrir jólin eftir dapurt gengi liðsins. Þegar rýnt er í tölfræðina sést ber- sýnilega að það þurfti að grípa til aðgerða. Stigasöfnunin eftir sautján leiki er sú versta í 28 ár og varnar- leikurinn sem hefur verið aðals- merki liða Mourinho hefur verið hriplekur. Manchester United er þegar búið að fá á sig fleiri mörk í sautján leikjum tímabilsins en á öllu síðasta tímabili. Enskir fjölmiðlar voru fljótir að velta sér upp úr því hver tæki við keflinu og kom nafn þess norska Ole Gunnar Solskjaer fljótlega fram. Markahrókurinn fyrrverandi hefur þjálfað lið Molde undanfarin ár eftir misheppnaða dvöl hjá Car- diff og er ætlað að rétta skútuna af og stýra liði Manchester United út tímabilið á meðan stjórnin finnur langtímalausn. Nafn Mauricio Pochettino hefur ítrekað verið nefnt til sögunnar þegar kemur að Manchester United. Hann ýtti frekar undir orðróminn þegar hann forðaðist spurningar blaðamanna í gær um áhuga á því að taka við Manchester United eftir tímabilið. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Zinedine Zidane, Laur- ent Blanc og Ryan Giggs en það er ljóst að það verður mikil pressa á þeim sem tekur við keflinu. Það stefnir allt í að sá þjálfari verði sá fjórði sem er ráðinn frá því að Sir Alex Ferguson hætti fyrir rúmum fimm árum. Sá stöðugleiki sem einkenndi félagið í þau 27 ár virðist horfinn enda sama pressa á að ná árangri og berjast um titla á hverju ári ásamt því að spila aðlað- andi knattspyrnu. kristinnpall@frettabladid.is Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbn- um Keili, lék á pari á þriðja hring úrtöku mótsins fyrir Evrópumóta- röðina í Marokkó í gær og er í 36. sæti þegar tveir hringir eru eftir. Eftir hring dagsins sem er fjórði hringur mótsins er niðurskurður og fá efstu sextíu kylfingarnir að leika lokahringinn á morgun. Alls fá efstu 25 kylfingarnir í lok fimmta hrings þátttökurétt á Evr- ópumótaröðinni, sterkustu móta- röð Evrópu, á næsta ári. Líkt og fyrstu tvo dagana lék Guðrún Brá stöðugt golf í gær í úthverfi Marrakesh. Hún fékk tvo skolla, tvo fugla og fjórtán pör og lék annan hringinn í röð á pari. Alls er Guðrún Brá á einu höggi yfir pari eftir þrjá hringi og er þremur höggum frá 25. sætinu þegar tveir hringir eru eftir. – kpt Guðrún Brá í 36. sæti í Marokkó Körfubolti Dregið var í 8 liða úrslitin í Geysisbikar karla og kvenna í höfuðstöðvum KKÍ í gær og þar ber hæst að leik Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu þar sem ríkjandi bikarmeistarar taka á móti öflugu liði Garðbæinga. Á sama tíma tekur KR á móti Grindavík í DHL-höllinni og Skalla- grímur mætir ÍR í Breiðholtinu. Vestri sem er eina liðið úr 1. deild- inni í 8 liða úrslitunum ferðast til Njarðvíkur og mætir heimamönn- um í Ljónagryfjunni. Í kvennaflokki fá ríkjandi bikar- meistarar í Keflavík strembið verk- efni þegar þær taka á móti Val á heimavelli. Keflavík hefur unnið bikarmeistaratitilinn undanfarin tvö ár og eru með sigursælasta liðið í keppninni með alls fimmtán bikar- meistaratitla en Valsliðið er til alls líklegt. Á sama tíma tekur Snæfell á móti Haukum og Skallagrímur mætir Stjörnunni. ÍR sem er eina liðið úr 1. deildinni kvennamegin mætir liði Breiðabliks í Smáranum. – kpt Meistararnir fengu erfiða andstæðinga 3,7 milljarðar króna er það sem Manchester United þarf að greiða Mourinho fyrir að rifta samningnum. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m i Ð V i K u d A G u r14 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð sport 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -6 C 6 4 2 1 D 9 -6 B 2 8 2 1 D 9 -6 9 E C 2 1 D 9 -6 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.