Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 20
Velta vefverslunar Advania á Íslandi hefur aukist um 82 prósent frá því að verslun fyrirtækisins í Guðrúnartúni var lokað fyrir rúmi ári. Að sama skapi hefur framlegð af sölu tvöfaldast. Þetta segir Ægir Már Þórisson, for­ stjóri Advania á Íslandi, í samtali við Markaðinn. Hann segir að hann líti ekki svo á að versluninni hafi verið lokað heldur að hún hafi verið færð inn í stafræna heima. Ægir Már segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að Ad­ vania staðsetji sig á markaði með þeim hætti að fyrirtækið sinni fyrst og fremst öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Margir viðskiptavinir heimsæki fyrirtækið og því hafi verið auðvelt að stilla upp vörum til sýnis í þeirri von að af kaupum yrði. „Verslunin fékk því ekki þá athygli sem þarf til að skara fram úr.“ Við upphaf árs hafi margir haft efasemdir, segir hann, um rekstur vefverslana hérlendis. Vegalengdir séu stuttar. Íslendingar fari því frekar út í verslanir. Töldu netverslun eiga mikið inni Hann segir að starfsmenn fyrir­ tækisins hafi talið að netverslun ætti mikið inni. Landsmenn nýti vefverslun í minni mæli en margar aðrar þjóðir. „Þangað er margt að sækja. Íslendingar eru ekki frá­ brugðnir öðrum í heiminum. Við kjósum þægindi og öryggi umfram annað,“ segir hann. Fram kom í Markaðnum fyrir viku að á undanförnum tólf mán­ uðum hafi 55 prósent Íslendinga verslað á netinu, samkvæmt könn­ un Zenter rannsókna. Til saman­ burðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári. Spurður hvort þetta hafi verið erfið ákvörðun innanhúss segir hann svo ekki vera. „Í rauninni var þetta ekki erfið ákvörðun. Rökin hnigu öll í sömu átt.“ „Hugmyndin var að reka vefversl­ un sem við myndum sinna af krafti,“ segir Ægir Már. „Mistökin sem stundum eru gerð, er að vefversl­ uninni er ekki sinnt eftir að hún er komin í loftið. Þótt verslunin sé veflæg þarf að hafa verslunarstjóra og sinna öllum hefðbundnum versl­ unarstörfum öðrum en að afgreiða yfir búðarborð,“ segir Ægir Már. Advania lagði í mikla undirbún­ ingsvinnu áður en vefversluninni var hleypt af stokkunum. „Við nutum góðs að því að veita sjálf ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði og vorum því vel í stakk búin til að inn­ leiða bestu lausnirnar,“ segir hann. Keppa við Amazon Hann bendir á að nú keppi fyrir­ tækið við Amazon og önnur erlend fyrirtæki. Í þeirri samkeppni skipti neytendavernd máli. „Fólk vill hafa ábyrgðarskilmála á hreinu gagnvart einhverjum sem auðvelt er að ná í. Annað sem skiptir máli er hve fljótt varan kemur til landsins. Við erum frekar óþolinmóð þjóð og viljum helst fá vöruna samstundis. Íslensk vefverslun keppir á þeim grunni. Auk þess er sendingar­ kostnaður hingað tiltölulega hár. Þótt varan sé ódýrari á erlendri vefsíðu þarf að gera ráð fyrir send­ ingarkostnaði en það er ókeypis hjá okkur. En til þess að keppa við Amazon þarf vefverslunin að vera góð og standast samanburð. Það er nefnilega himinn og haf á milli góðrar og lélegrar vefverslunar. Góð vefverslun leiðir viðskiptavini í gegnum ferlið og gefur kost á að bera saman vörur. Þetta verður að vera einfalt.“ Gerbreyttu vinnulagi Til að Advania á Íslandi gæti náð téðum árangri í vefversluninni varð að gerbreyta vinnulagi. „Við þurftum að hugsa þjónustu í kringum vefverslunina upp á nýtt, hafa sendingartíma varanna mjög skamman, ekkert sendingargjald og sjá til þess að allir viðskiptavinir gætu fengið þjónustu í vefspjalli um leið og þeir óskuðu eftir henni. Það þurfti að sjá til þess að vörulýsingar væru í lagi og að viðskiptavinurinn gæti borið saman eiginleika og verð á vörum með einföldum hætti. Allt sölu­ og markaðsstarf varð starf­ rænt, mælanlegt og rekjanlegt. Á móti kom að við jukum ráð­ gjöf til fyrirtækja og settum hluta af söluteyminu í að kynna vef­ verslunina fyrir viðskiptavinum okkar. Fyrirtækin sem versla við Advania geta nú skráð sig inn á sínar síður í vefversluninni, skoðað gamlar pantanir og viðskiptasögu, og gert ný kaup sem byggja á henni. Með þessari ákvörðun gátum við margfaldað vöruúrval okkar. Nú eru um tvö þúsund vörutegundir í vefverslun okkar sem aldrei hefðu rúmast í verslunarrýminu okkar,“ segir Ægir Már. Velta vefverslunar Advania tvöfaldaðist Framlegðin af verslun Advania á Íslandi tvöfaldaðist þegar hún var færð inn í stafræna heima og versluninni í Guðrúnartúni var lokað. Starfsmenn fyrirtækisins töldu að netverslun ætti mikið inni hérlendis og gerbreyttu vinnulagi við rekstur vefverslunarinnar. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir að í raun hafi ekki verið erfið ákvörðun að loka versluninni og einbeita sér að netinu. FréTTAblAðið/AnTon Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Íslendingar eru ekki frábrugðnir öðrum í heiminum. Við kjósum þægindi og öryggi umfram annað. Samkaup hafa kært til áfrýj­unarnefndar samkeppnismála þá ákvörðun Samkeppniseftir­ litsins að heimila kaup Haga á Olís. Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunar­ nefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varðar möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV í lok síð­ asta mánaðar gegn ákveðnum skil­ yrðum, meðal annars um sölu eigna. Hagar fóru fram á að kæru Sam­ kaupa yrði vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem félagið hefði ekki kæruaðild í málinu en nefndin hafnaði kröfunni í gær. Mun nefndin því taka kæru Sam­ kaupa til efnislegrar meðferðar. Fram kom í tilkynningu sem Hagar birtu í Kauphöllinni í gær að ekki lægi fyrir hve langan tíma afgreiðsla málsins mun taka hjá nefndinni. Er það mat áfrýjunarnefndarinn­ ar að umrædd kaup geti haft áhrif á stöðu Samkaupa og snert félagið með þeim hætti sem aðgreinir stöðu þess frá öðrum. Bendir nefndin í því sambandi á að við meðferð málsins hafi Samkeppniseftirlitið ítrekað leitað eftir umsögnum og sjónar­ miðum Samkaupa til kaupanna. Telja verði því að Samkaup geti haft mikilvæga og sérstaka hagsmuni af kaupunum og eigi því með réttu aðild í málinu. – kij Samkaup hafa kært kaup Haga á Olís til áfrýjunarnefndar Fyrirhugað er að bjóða starfs­mönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskrift­ arréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbank­ ans á verðbréfafyrirtækinu. Er af þeim sökum stefnt að því að auka heimild bankans til þess að gefa út slík réttindi á næsta aðalfundi. Starfsmönnum Kviku hefur hingað til staðið til boða að kaupa sams konar áskriftarréttindi í bankanum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu Kviku banka vegna kaupanna á GAMMA sem fjallað var um á hluthafafundi bank­ ans síðdegis í gær. Í kynningunni kemur jafnframt fram að Kvika hyggist halda eftir hluta kaupverðsins, nánar tiltekið 200 milljóna króna greiðslu árang­ urstengdra þóknana, til þess að verja sig fyrir mögulegu tjóni vegna sekta, dómsmála eða annarra krafna sem rekja megi til atvika sem eigi sér stað fyrir kaupin. Eins og fram hefur komið er kaupverðið á GAMMA ríflega 2,4 milljarðar króna miðað við bók­ fært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok júní síðastliðins en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrir­ tækisins þróast á næstu misserum. Fram kemur í kynningu Kviku að ekki liggi fyrir áform um að sam­ eina GAMMA og önnur félög í sam­ stæðu fjárfestingarbankans. Þó sé ljóst að mikil tækifæri séu fólgin í því að samþætta ýmsa hluta starf­ semi félagsins við starfsemi Kviku en í því sambandi er meðal annars nefnd sameining á sjóðum sem eru sambærilegir hjá GAMMA og Júp­ íter, dótturfélagi Kviku, og útvistun á ýmissi stoðþjónustu til Kviku. Gert er ráð fyrir að áhrif kaup­ anna á GAMMA á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Eins og fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í gær hefur stjórn bankans ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á aðalmarkað Kauphall­ arinnar fyrir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir að hlutafjárútboð verði haldið sam­ hliða skráningunni. – kij Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Kaup Haga á olís voru heimiluð í síðasta mánuði. FréTTAblAðið/EyÞór 2,4 milljarðar króna er kaup- verð Kviku á GAMMA miðað við stöðu árangurs- tengdra þóknana hjá GAMMA í lok júní. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r6 MArKAðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -8 E F 4 2 1 D 9 -8 D B 8 2 1 D 9 -8 C 7 C 2 1 D 9 -8 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.