Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 30
Hér er Sylvía ásamt yngri dóttur sinni Marín Helgu Haukdal en þær mæðgur eru eins og sjá má komnar í mikið jólaskap. fréttablaðið/Sigtryggur ari Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er útskrifaður „pastry chef“ eða eftirréttakokkur frá Le Cordon Bleu í London og starfar hjá kökugerðinni Sætum syndum. Hún hefur unun af bakstri og deilir því helsta sem hún tekur sér fyrir hendur með fylgjendum sínum á Instagram undir heitinu sylviahaukdal. Sömuleiðis á Ynjur.is, þar sem hún heldur úti fjölbreyttu lífsstílsbloggi. Sylvía er alin upp á Húsavík og gerir alltaf blúndur fyrir jólin. „Þetta eru þingeyskar kökur sem fáir kannast við hérna fyrir sunnan en mér finnst algerlega ómiss- andi.“ Desertinn hefur Sylvía gert nokkrum sinnum og hefur hann alltaf vakið mikla lukku, nú síðast í afmæli bróður hennar fyrir viku. Hann verður á boð- stólum hjá henni á gamlárskvöld. Hann er bæði hægt að gera í mörg lítil form eða eitt stærra. Jóladraumur Sylvíu Pekanhnetu brownie-botn 300 g dökkt súkkulaði 3 egg 290 g púðusykur 85 g hveiti 1½ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 210 g smjör, brætt 200 g pekanhnetur (gott að rista þær fyrst á pönnu í nokkrar mín.) 1. Bræðið helming (150 g) af súkku- laðinu yfir vatnsbaði. Saxið hinn helminginn niður. 2. Þeytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þar til blandan verður létt og ljós. 3. Hrærið hveiti og lyftidufti var- lega saman við eggjablönduna og síðan bræddu súkkulaðinu og smjörinu. 4. Að lokum er saxaða súkkulaðinu og pekanhnetunum hrært saman við. 5. Bakað við 175°C í 20-25 mín. Súkkulaðimús 100 ml rjómi 55 g sykur 4 stk. eggjarauður 220 g dökkt súkkulaði 400 ml rjómi 1. Sykurinn settur í pott og látinn leysast upp. Þegar hann er að verða brúnn er 100 ml af rjóma hrært smátt og smátt saman við. 2. Næst er eggjarauðum bætt út í. 3. Blöndunni er síðan hellt yfir súkkulaðið og látið bíða í smá stund. Síðan er blöndunni hrært saman og hún látin bíða þar til hún hefur kólnað niður í 30-32°C. 4. 400 ml rjómi, léttþeyttur. Súkkulaðiblöndunni hrært var- lega saman við. Hvít súkkulaðimús 120 ml nýmjólk 1 tsk. vanilludropar 3 stk. matarlímsblöð 300 g hvítt súkkulaði 400 ml rjómi Nýmjólk og vanilludropar hitað upp að suðu og látið bíða í 1-2 mínútur. Á meðan fara matarlíms- blöðin í bleyti í kalt vatni og er síðan hrært saman við mjólkina. uppáhald eftirréttakokksins Eftirréttakokkurinn Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er alin upp við blúndukökur og gerir þær alltaf fyrir jólin. Meðfylgjandi desert hefur vakið mikla lukku í fjölskyldunni að undanförnu.  Hvítt súkkulaði brætt yfir vatns- baði og hrært saman við mjólkur- blönduna. Rjóminn er léttþeyttur og blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna. rautt mirror glaze 400 ml niðursoðin sæt mjólk 14 stk. matarlímsblöð 300 g sykur 300 ml vatn 740 g hvítt súkkulaði Matarlitur 1. Matarlímsblöðin sett í bleyti. 2. Mjólkin, vatnið og sykurinn látið sjóða í 1 mínútu og tekið til hliðar í 4-5 mínútur. Síðan er matarlíminu hrært saman við þar til það leysist upp. 3. Blöndunni er hellt yfir súkku- laðið og látið standa í smá stund. 4. Súkkulaðiblandan hrærð saman með töfrasprota. Matarlit hellt saman við. Passa að hafa hann ekki of ofarlega svo það myndist ekki loftbólur. Gott er að sigta blönd- una 1-2 sinnum til að losna alveg við loftbólur. 5. Blandan er látin standa þar til hún kólnar niður í um 35 gráður. Samsetning: Litlir hringir stungnir út úr brownie-botninum eða einn stór ef á að gera stærri köku/desert. Hafið hringina aðeins minni en formið sem nota á í desertinn. Næst er kökuplast sett inn í formin sem á að nota og þeim komið fyrir á plötu með bökunarpappír neðst. Fyrst er hvítri súkkulaðimús hellt í formin, svo fer dökka súkkulaði- músin í og að lokum brownie botninn. Næst eru formin sett í frysti í allavega 4-5 klukkustundir. Best er að leyfa þeim að vera yfir nótt. Gott er að útbúa glaze-ið áður en formin eru tekin úr frysti. Desertinn er tekinn úr form- unum settur á grind með ofnskúffu undir. Látið Brownie-botninn snúa niður. Glaze-inu er hellt yfir músina og strokið yfir með pall- ettuhníf. Svo er desertinn færður yfir á disk/fat og skreyttur eftir smekk. blúndur 200 g smjör, brætt 200 g haframjöl 300 g sykur 2 stk. egg 2 msk. hveiti 2 tsk. lyftiduft rjómi Súkkulaðihjúpur 1. Bræddu smjörinu hellt yfir haframjölið og látið standa. 2. Egg og sykur þeytt þar til verður létt og ljóst. 3. Hveiti og lyftidufti blandað saman við eggjablönduna og síðan er haframjölinu varlega hrært saman við. 4. Sett á plötu með bökunarpappír um 1 tsk. Best er að nota sprautu- poka en vel hægt að nota teskeið. 5. Kökurnar eru bakaðar við 200°C í 5-7 mínútur. Það þarf að fylgjast vel með kökunum því um leið og kantarnir verða brúnir þarf að taka þær úr ofninum. 6. Kökurnar eru látnar standa á plötunni í smá stund og svo teknar af með spaða. Þeim er svo raðað tveimur og tveimur saman. 7. Súkkulaðihjúpur bræddur yfir vatnsbaði. Honum er sprautað smekklega yfir aðra kökuna. 8. Rjómi þeyttur og settur á milli. 9. Kökurnar eru geymdar í frysti og teknar út nokkrum mínútum áður en á að bera þær fram. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is að mati Sylvíu, sem er frá Húsavík, eru blúndukökur ómissandi á aðventunni. Þennan glæsilega eftirrétt má ýmist gera í mörg lítil form eða eitt stórt. S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Skoðið laxdal.is/yfirhafnir/kjólar Glæsikápur & sparikjólar 8 KyNNiNgarblað fÓlK 1 9 . d e S e M b e r 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D 9 -7 B 3 4 2 1 D 9 -7 9 F 8 2 1 D 9 -7 8 B C 2 1 D 9 -7 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.