Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 35
Með 60 prósenta markaðshlutdeild í djúpsjávartóg
Hampiðjan hóf að selja til olíu-
iðnaðar árið 1994. Fyrst voru seld
tóg til seismikskipa sem kortleggja
hafsbotninn en þau geta dregið á
eftir sér allt að 22 hljóðnemakapla
og hver þeirra getur verið átta
kílómetrar að lengd. Sprengihljóð
er framkallað á nokkurra mínútna
fresti og hljóðbylgurnar endur-
kastast af berglögunum í sjávar-
botninum og þær eru fangaðar af
hljóðnemunum.
„Þessi tenging við olíuiðnaðinn
gerði okkur kleift að selja til
annarra fyrirtækja í olíuiðnaði.
Árið 2003 hönnuðum við DynIce
Warp togtaugar úr ofurefnum í
stað togvírs á fiskiskipum en þær
eru jafn sterkar og stálvír í sama
þvermáli og þyngdarlausar í vatni.
Þessar togtaugar hafa hentað vel
á djúpsjávarvindur út af léttleik-
anum og styrknum. Dýpsta gjáin á
hafsbotni er 11,2 kílómetrar en ef
það á að nota stálvír til að komast
djúpt niður þá hefur stálvírinn sín
takmörk. Við sex kílómetra lengd
er hann orðinn þyngri en slitþolið
og hann slitnar.
Okkar DynIce Warp flýtur og
það er því hægt að slaka tóginu
eins langt niður og menn vilja. Við
höfum framleitt fjölmörg slík tóg
sem eru tólf kílómetra löng og þau
eru aðallega notuð við rannsókn-
arvinnu og til að bjarga verðmæt-
um af miklu dýpi. Það má nefna
það að skipið Seabed Worker sem
var hér við land að leita að verð-
mætum í þýska skipinu Minden er
með DynIce Warp. Á ráðstefnu í
Noregi fyrir nokkrum árum var birt
yfirlit yfir stærð markaðarins fyrir
djúpsjávartóg og það kom í ljós
að við vorum með 60 prósent af
þessum markaði á heimsvísu. Það
kom okkur skemmtilega á óvart.
Við framleiðum einnig mjúkar
stroffur fyrir þungalyftur til að
koma búnaði fyrir olíuvinnslu
niður á hafsbotninn. Eftir að olíu-
iðnaðurinn dróst saman í kjölfar
olíuverðfallsins í ágúst 2014 höfum
við sótt inn á aðra markaði fyrir
álíka stroffur. Vindmyllur, sérstak-
lega á sjó, eru viðkvæmar því ef
það kemur rispa getur það valdið
alvarlegum skemmdum síðar meir
því umhverfið er mjög tærandi.
Það þarf því að forðast að nota vír
eða keðjur þegar verið er að lyfta
þessum þunga búnaði. Við fram-
leiðum því stroffur sem notaðar
eru þegar verið er að setja upp
stólpann og mótorinn og að lokum
þegar spaðarnir eru festir á.“
Hefur starfað hjá Hampiðjunni frá útskrift
Hjörtur Erlendsson hefur starfað hjá Hampiðjunni frá árinu 1985 og tók
við starfi forstjóra árið 2014. „Ég lærði vélstjórn í Vélskóla Íslands og
byrjaði svo í véltæknifræði í Tækniskólanum sem nú er orðinn hluti af
Háskólanum í Reykjavík. Áhuginn var þó á framleiðslu og lá leiðin því í
framleiðslutæknifræði í Kaupmannahöfn. Að náminu loknu þótti okkur
Guðrúnu konu minni áhugavert að snúa heim og ég fór nánast beint
í atvinnuviðtal hjá Gunnari Svavarssyni, þáverandi forstjóra Hampiðj-
unnar. Hann ákvað sem betur fer að ráða mig og ég hef verið hér alla
tíð síðan enda starfið síbreytilegt, krefjandi og mjög áhugavert. Fyrsta
verkefnið sem mér var fengið í hendur var framleiðslustjórn yfir deild
sem fléttaði garn fyrir netahnýtingu. Sú deild var flutt til Portúgal 1990
og ég tók þá við þráðadeildinni, kaðladeildinni og rannsóknarstofunni
og síðar einnig við netahnýtingunni og vann mikið við vöruþróun.
Eftir aldamótin fór að verða erfitt að ráða hæft fólk til framleiðslu-
starfa og við hófum leit að hentugum staðsetningum fyrir framleiðsl-
una erlendis, fyrst í Lettlandi en síðar í Litháen. Úr varð að við keyptum
félagið Utzon, danskan nylonnetaframleiðanda, sem hafði glímt við
sömu erfiðleika og Hampiðjan og hafði brugðist við með því að koma
sér fyrir í Siauliai í norðurhluta Litháen.
Á þeim grunni stofnuðum við Hampiðjan Baltic 2003 og sameiningu
framleiðslunnar á einn stað lauk 2006 með því að við fluttum garnfram-
leiðsluna sem var þá í Portúgal til Litháen. Ég var síðan framkvæmda-
stjóri Hampiðjan Baltic frá stofnun og starfaði meira og minna í Litháen
frá 2003 í um ellefu ár ásamt því að sinna vöruþróun og markaðsmálum
í olíuiðnaðinum þar til ég tók við stöðu forstjóra vorið 2014.“
Vónin er ólík Hampiðjunni að því
leyti að fyrirtækið er ekki með eigin
framleiðslu á efnum og er staðsett
á landsvæðum þar sem Hampiðjan
var ekki með starfsemi. Vónin rekur
fjögur netaverkstæði á Grænlandi,
er á fjórum stöðum í Noregi og með
þrjú netaverkstæði í Færeyjum.
Landfræðilega féllu fyrirtækin því
vel saman og nú nýtir Vónin veiðar-
færaefni sem Hampiðjan framleiðir
í sífellt meiri mæli og sú samlegð
eykst með hverju árinu.“
Sinna þeim sem eru framarlega
í tækni
Hvernig völduð þið löndin sem
Hampiðjan starfaði í áður en Vónin
var keypt?
„Við þekkjum vel markaðssvæðin.
Við völdum lönd þar sem fiskveiðar
henta okkar vörum. Við sinnum
þeim sem eru framarlega í tækni
og reka stærri og fullkomnari skip.
Við beinum sjónum okkar að mörk-
uðum þar sem stundaðar eru veiðar
með fullkomnustu veiðarfærum. Til
að vaxa höfum við þrjá möguleika,
að auka markaðshlutdeild á núver-
andi mörkuðum, stofna eigin fyrir-
tæki og það sem reynst hefur vel,
að kaupa fyrirtæki í rekstri og sem
eru með góða markaðshlutdeild.
Hampiðjan getur oft bætt vöruúrval
þeirra netaverkstæða sem eru keypt
enda eru þau oft og tíðum lítil.“
Hjörtur segir að ýmis tækifæri
fylgi fyrirtækjunum sem Hamp-
iðjan hefur keypt. Voot Beita ein-
beiti sér að beitu fyrir línuveiðar og
fái þaðan meginhluta teknanna, en
reki einnig Mar-Wear, sem þróar og
framleiðir vinnuföt fyrir sjómenn.
„Við erum með fjölda staðsetninga
víða um heim þar sem hægt er að
selja vörurnar og það er rétt að
byrja. Fyrstu skrefin í þá átt hafa
verið tekin og má sem dæmi nefna
að vörurnar eru nú seldar í 22 versl-
unum á Nýfundnalandi og Nova
Scotia í Kanada.“
Seldi í HB Granda til að kaupa
Vónin
Hvernig voru kaupin á Vónin fjár-
mögnuð?
„Kaupin voru fjármögnuð að
stórum hluta með sölu á 9,6 pró-
senta hlut í HB Granda. Það skipti
máli fyrir Hampiðjuna að þurfa ekki
að skuldsetja fyrirtækið mikið fyrir
kaupunum og hugmyndin var því
að fjármagna kaupin með þessum
hætti. Árni heitinn Vilhjálmsson
hafði ásamt Kristjáni Loftssyni for-
göngu um að Hampiðjan, Hvalur,
Fiskveiðihlutafélagið Venus og
Sjóvá keyptu saman Bæjarútgerð
Reykjavíkur sem síðan sameinaðist
Ísbirninum og úr varð Grandi. Um
2004 sameinaðist útgerðin Haraldi
Böðvarssyni á Akranesi og við bætt-
ist HB fyrir framan nafnið. Hamp-
iðjan var stór hluthafi í upphafi
en með sameiningum minnkaði
hlutur fyrirtækisins í útgerðinni og
samhliða bættu aðrir hluthafar við
eign sína. Verðmæti hlutarins jókst
svo með árunum og hefur síðan
gert okkur kleift að tvöfalda stærð
Hampiðjunnar.“
Þú nefnir að þið vilduð ekki skuld-
makríll veiddur við yfirborð hér
við Ísland en á töluverðu dýpi ann-
ars staðar. Dótturfyrirtækin hafa
því ætíð haldið sínum trollum og
þau keppa innbyrðis. Þetta snýst
um útfærslur og hönnun, efnisval
og gæði. Vónin selur því töluvert
til Íslands og Hampiðjan til Fær-
eyja. Við viljum ekki eiga við það
fyrirkomulag því þessi samkeppni
er holl fyrir fyrirtækið og góð fyrir
viðskiptavinina. Við viljum frekar
samþætta í efnisframleiðslu og
nýta stærðina til að ná hagkvæmari
innkaupum á efnum og vörum til
veiðarfæraframleiðslunnar.“
Eflaust stærst í heimi
Hvað er Hampiðjan stór miðað við
keppinauta erlendis?
„Við erum eflaust stærsti togveið-
arfæraframleiðandi í heiminum.
Okkar sérstaða er að við ráðum
öllu framleiðsluferlinu allt frá því
að kaupa inn plastkorn til að búa
til þræði og þar til að við skilum
frá okkur tæknilega fullkomnustu
trollum sem völ er á í heiminum.
Það getur verið erfitt að bera fyrir-
tæki saman á heimsvísu því verk-
svið þeirra er mjög mismunandi,
sum framleiða bara efni og önnur
einungis veiðarfæri. Starfsmenn
Hampiðjunnar eru nú rúmlega eitt
þúsund.“
Hversu tæknilegar eru vörur
Hampiðjunnar?
„Ég get hiklaust fullyrt að við
framleiðum flóknustu og fullkomn-
ustu kaðla í heiminum og enginn af
okkar keppinautum myndi véfengja
það. Við eigum á þriðja tug einka-
leyfa sem tengjast bæði fiskveiðum
og olíuiðnaði því við leggjum mikið
upp úr því að vernda okkar vöru-
þróun. Við framleiðum DynIce
Warp togtaugar sem notaðar eru í
staðinn fyrir stálvír. Þær eru léttari
en vatn og fljóta en hafa sama styrk
miðað við þvermál og stálvír. Fyrir
nokkrum árum þróuðum við höfuð-
línukapal úr ofurefnum sem hefur
meiri gagnaflutningsgetu en hefð-
bundnir stálkaplar og er þar að auki
það léttur að hann svífur fyrir ofan
trollopið og fælir þá ekki fisk frá.
Nú erum við að vinna að því að
þróa höfuðlínukapal sem hefur mun
meiri flutningsgetu bæði á myndum
og merkjum frá trollinu. Kaðlarnir
í flottrollin sem nefnast Helix eru
mjög sérhæfðir og með einkaleyfis-
vernd því þeir eru þannig hann-
aðir að trollið þenst út þegar það er
dregið og hljóð og titringur frá þeim
neðansjávar er minna en í öðrum
köðlum. Það eykur veiðihæfni
trollsins því opnunin er meiri og
hávaðinn frá því minni. Við höfum
hannað undanfarin ár nýjar gerðir
af netum bæði úr hefðbundnum
efnum og ofurefnum sem minnka
togmótstöðu og gera það kleift að
stækka trollin þannig að þau veiði
meira á togtíma.“
Eitt af fyrstu á hlutabréfamarkað
Hampiðjan hefur lengi verið skráð á
First North-hliðarmarkaðinn. Mun
félagið einhvern tímann færa sig
aftur á Aðalmarkað?
„Hampiðjan var á meðal fimm
fyrstu fyrirtækjanna sem fengu
hlutabréf sín skráð hjá nýstofn-
uðum Hlutabréfamarkaði hf. í nóv-
ember árið 1985. Félagið fór síðan
á Verðbréfaþing Íslands árið 1992
sem síðar varð Nasdaq OMX og á
First North árið 2007. Ástæðan fyrir
vistaskiptunum var að viðskipti
með hlutabréf Hampiðjunnar voru
lítil og fjöldi hluthafa fór niður fyrir
þau mörk sem eru talin ásættanleg.
Lítil velta var vegna þess að hlut-
hafar okkar vildu eiga hlutabréf sín
áfram og sóttust ekki eftir að selja
þau. Það þarf að vera ákveðið flot á
bréfunum til að réttlæta skráningu
á Aðalmarkað. Það eru gerðar minni
kröfur á First North og því hentuðu
skiptin okkur vel. En þar eru engu að
síður gerðar ríkar kröfur til okkar.
Við skilum uppgjörum hálfs árslega
og tilkynnum um ákvarðanir sem
hafa áhrif á reksturinn. Á sama tíma
hafa hluthafar færi á að kaupa eða
selja hlutabréf á markaði.
Hampiðjan hefur verið afskap-
lega heppin með eigendur. Fyrir-
tækið var stofnað af 13 manna hópi
og sumar fjölskyldurnar hafa aukið
við sinn hlut og þessi hópur hefur
ætíð átt meirihluta í félaginu og
stutt dyggilega við bakið á því. Það
er ómetanlegt og ein af meginástæð-
um þess að Hampiðjan hefur vaxið
og dafnað. Við höfum horft á önnur
fyrirtæki þar sem eignarhaldið fer
fram og til baka og það skapar oft
mikla óvissu og ókyrrð í kringum
reksturinn.“
Árið 2003 var vendipunktur
Hjörtur segir að árið 2003 hafi verið
ákveðinn vendipunktur í rekstri
Hampiðjunnar. Meginþungi fram-
leiðslunnar hafi það ár verið fluttur
til Litháen. „Það var bráðnauðsyn-
legt á þeim tíma. Kostnaður við
framleiðsluna var orðinn hár á
Íslandi og erfitt að finna hæft starfs-
fólk til framleiðslustarfa. Þegar litið
er til baka er það alveg ljóst að ef
þetta skref hefði ekki verið stigið
væri Hampiðjan hugsanlega ekki
til í dag eða reksturinn að minnsta
kosti afar smár í sniðum.
Stór hluti af okkar starfsemi hefur
verið að framleiða efni í veiðarfæri.
Það að flytja hráefni til landsins,
vinna það hér á tiltölulega háum
launum í dýrum byggingum og
flytja aftur út gengur ekki upp. Við
værum hreinlega ekki samkeppnis-
fær við keppinauta okkar í Evrópu.
Það hefði verið útilokað að halda
rekstrinum áfram í þeirri mynd.
Í Litháen eru aðstæður góðar,
vinnulaun eru hagstæð með tilliti
til framleiðslu og þar er allt sem þarf
eins og hagkvæmar húsbyggingar og
nægt byggingarland. Hjá Hampidjan
Baltic starfa nú 370 starfsmenn og
verksmiðjan er um 21.500 fermetrar
að stærð. Flutningar eru sömuleiðis
auðveldir frá Litháen. Við getum
flutt gám til Íslands á átta dögum og
það er hægt að keyra til hafnarinn-
ar í Rotterdam á 26 klukkustundum.
Landið er vel staðsett að þessu leyti.“
✿ Velta
Hampiðjunnar
í milljónum evra
150
120
90
60
30
0
2013 2014 2015 2016 2017
50,4 54,0
58,9
117,1
126,9
✿ Hagnaður
Hampiðjunnar
í milljónum evra
150
120
90
60
30
0
2013 2014 2015 2016 2017
7,3 7,0 9,0
13,3
23,8
Heimild: Nasdaq OMX
Ég get hiklaust
fullyrt að við
framleiðum flóknustu og
fullkomnustu kaðla í heim-
inum og enginn af okkar
keppinautum myndi vé-
fengja það.
setja fyrirtækið við kaupin á Vónin.
Eiginfjárhlutfallið var yfir 70 prósent
en lækkaði í um 48 prósent við kaup-
in á færeyska félaginu. Er það stefna
félagsins að hafa borð fyrir báru
hvað þetta varðar? Þarf reksturinn
að geta tekið á móti sveiflum?
„Við viljum gjarnan hafa eigin-
fjárhlutfallið yfir 40%. Það lækkaði
töluvert niður við kaupin á Vónin
en er komið aftur í kringum 51 pró-
sent. Ástæðuna má rekja til þess
að Vónin var öllu skuldsettari en
Hampiðjan.
Það getur verið erfitt að hafa
mikið lánsfjármagn þegar illa árar
en Hampiðjan er komin í þá stöðu
að vera um allan heim. Sjávarút-
vegur sveiflast upp og niður en með
þessari miklu landfræðilegu dreif-
ingu ásamt fjölbreyttara vöruúrvali,
finnum við minna fyrir sveiflum
en áður. Hampiðjan selur meðal
annars mikið til fiskeldis. Þessi fjöl-
breytni í framleiðsluvörum og stað-
setningum leiðir til þess að sveiflur í
rekstri verða minni en annars væri.“
Samþætta ekki vöruframboðið
Hvernig hefur gengið að samþætta
reksturinn á Vónin og Hampiðjunni?
„Það hefur gengið afar vel. Eins
og ég nefndi notar Vónin efni sem
Hampiðjan Baltic í Litháen fram-
leiðir. Fyrirtækin reka nú sam-
eiginlegt netaverkstæði í Siauliai í
Litháen, sem upphaflega tilheyrði
Vónin, og er undirverktaki fyrir öll
fyrirtæki Hampiðjusamstæðunnar.
Sú starfsemi var í 4.000 fermetrum
við kaupin en við byggðum við og
stærðin er komin í 10.000 fermetra.
Stækkunin var forsenda þess að
hægt yrði að sameina netaverkstæði
Vónarinnar og Hampiðjan Baltic á
einum stað ásamt því að auka fram-
leiðslu á fiskeldiskvíum. Nú starfa
á sameinuðu netaverkstæði 170
starfsmenn.
Við höfum ekki samþætt vöru-
framboðið í togveiðarfærum því
markaðir eru misjafnir. Hver mark-
aður þarf sína útfærslu af trollum
eftir aðstæðum því jafnvel sama
fisktegund getur verið veidd við
mismunandi aðstæður. Þannig er
markaðurinn 9M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . D e s e M b e R 2 0 1 8
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
9
-A
2
B
4
2
1
D
9
-A
1
7
8
2
1
D
9
-A
0
3
C
2
1
D
9
-9
F
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K