Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 36

Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 36
Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði banda-ríska fjárfestingarbank-ann Goldman Sachs og tvo bankamenn í vikunni fyrir auðgunarbrot er varða ríkisrekna fjárfestingarsjóð- inn 1MDB. Financial Times greinir frá því að Goldman sé krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 369 millj- arða króna, fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema 2,7 milljörðum dala, í gegnum skuldabréf sem voru gefin út árin 2012 og 2013. Ákæran var birt á mánudaginn á hendur dótturfélögum Gold- man Sachs og tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans; þeim Tim Leissner og Roger Ng Chong Hwa. Þeim hefur verið lýst sem lykilstarfs- mönnum Goldman í þessu máli og er gert að sök að hafa mútað mal- asískum embættismönnum til að tryggja aðkomu sína í skuldabréfa- útboðum fyrir 1MDB sem námu 6,5 milljörðum dala. Goldman fékk 600 milljónir dala í þóknanatekjur vegna útboðanna en að mati ríkissaksóknarans Tommys Thomas er fjárhæðin margfalt hærri en það sem gengur og gerist á fjár- málamarkaði. Telja yfirvöld margra ríkja, þar á meðal bandaríska dóms- málaráðuneytið, að fjármálalegt mis- ferli í kringum 1MDB nemi allt að 4,5 milljörðum dala. Malasíski ríkissaksóknarinn sagði að umgjörð skuldabréfaútboðanna hefði gefið til kynna að lögmætur til- gangur lægi að baki en hinir ákærðu hefðu vitað að ávinningnum yrði ráðstafað með ólögmætum hætti. „Auk þess að hafa fengið hlutdeild í ólögmætum ávinningi fengu lykil- stjórnendur Goldman Sachs stóra kaupauka og aukinn frama innan Goldman Sachs og fjárfestingar- bankageirans í heild sinni,“ sagði ríkissaksóknarinn. Yfirvöld í Malasíu hafa sótt hart að Goldman vegna málsins og Anwar Ibrahim, sem þykir líklegur til að taka við embætti forsætisráð- herra, lýsti framferði bandaríska fjár- festingarbankans sem „ógeðslegu“ í viðtali í nóvember og sagði að Gold- man ætti að greiða „töluvert meira“ í sektir en þær 600 milljónir dala sem bankinn fékk í þóknanatekjur. Goldman Sachs hefur hafnað ásökununum alfarið. „Tilteknir embættismenn í malasísku ríkis- stjórninni sem þá var sögðu Gold- man Sachs og öðrum ósatt um ráð- stöfun ávinningsins af umræddum viðskiptum,“ segir í tilkynningu frá bandaríska fjárfestingarbankanum. Svikamylla frá upphafi Ríkisfjárfestingarsjóðurinn 1MDB var stofnaður árið 2009 til að styðja við erlenda fjárfestingu í þróunar- verkefnum í Malasíu. Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra, sat í stjórn sjóðsins en síðan þá hefur sjóðurinn verið miðpunktur eins stærsta spillingarmáls heims. Skjöl, sem var lekið fyrir nokkrum árum, varpa ljósi á að 1MDB hafi verið nokkurs konar svikamylla frá upp- hafi. Háar fjárhæðir voru fengnar að láni með útgáfu skuldabréfa og þær færðar á reikninga í Sviss og Singa- púr. 731 milljón dala birtist á banka- reikningi Najibs forsætisráðherra rétt fyrir kosningarnar 2013. Hann er sagður hafa notað fjármunina til að múta stjórnmálamönnum, greiða kreditkortareikninga og fjármagna íburðarmikla eyðslusemi eiginkonu sinnar. Sjálfur fullyrðir Najib að fjárhæðina megi rekja til styrkja frá prins í Sádí-Arabíu. Umsvifamikill málarekstur á hendur Najib hófst í október. Sóttu inn á Asíumarkað Aðkomu Goldman Sachs má rekja aftur til ársins 2010 samkvæmt umfjöllun The Wall Street Journal um málið. Tekjur fjárfestingar- bankans höfðu dregist saman um þriðjung eftir fjármálahrunið og forstjórinn Lloyd Blankfein sagði við hluthafa að bankinn ætlaði að sækja inn á nýja markaði. Starfsmanna- fjöldinn í Suður-Asíu tvöfaldaðist og á meðal nýrra starfsmanna var flug- vélaverkfræðingurinn Andrea Vella sem hafði hannað flóknar afleiður fyrir JPMorgan & Chase. Vella og Leissner fóru fyrir teymi sem sá um fyrsta útboð 1MDB en ráðist var í útboðið til þess að fjár- magna kaup á orkuverum. Leissner bað fjárfestingarbankann Lazard um óháð verðmat á orkuverunum en Lazard neitaði og bar fyrir sig að kaupin lyktuðu af pólitískri spill- ingu. Goldman hélt engu að síður áfram með viðskiptin. Leissner var síðar ákærður af embætti saksóknara Bandaríkjanna vegna málsins. Hann gekkst í nóvember við því að hafa stundað peningaþvætti og mútað embættismönnum í Malasíu. thorsteinn@frettabladid.is Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. Gefið að sök að hafa mútað embættismönnum til að tryggja sér viðskipti. Goldman segir embættismenn hafa logið um ráðstöfun fjármuna. Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endur- skoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunar- fyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjón- ustu af tveimur endurskoðunar- fyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoð- endur sem „falla að fyrirtækjamenn- ingunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljós- inu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carill- ion. Þau hafa verið harðlega gagn- rýnd fyrir versnandi gæði á endur- skoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, for- stjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggj- um yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endur- skoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja. – tfh Stóru endurskoðunarfyrirtækin í Bretlandi horfa fram á hertari reglur Glaumgosi í miðdepli hneykslisins Ríkissaksóknarinn í Malasíu gaf einnig út ákæru á hendur malasíska fjárfestinum Jho Low. Hann var viðfangsefni nýrrar bókar tveggja blaðamanna The Wall Street Journal sem ber heitið „Bill ion Dollar Whale: The Man Who Fooled Wall Street, Hollywood and the World“. Low er lýst sem glaumgosa og félagsveru sem hefur komist langt á tengslamyndun. Hann er kominn af ríkri fjölskyldu og í námi í London kynntist hann stjúpsyni Najib forsætisráðherra. Á meðan Najib sat í stjórn 1MDB var Low fenginn til að sinna ráð- gjafarstörfum fyrir sjóðinn. Talið er að sjóðurinn hafi á hans vakt fjármagnað kaup á fasteignum í Beverly Hills og Manhattan fyrir milljarða dala, 260 milljóna dala snekkju, og afmælisveislu Low þar sem stórstjörnur á borð við Pharrell Williams og Busta Rhymes stigu á svið. Þá munu fjármunir sjóðsins einnig hafa fjármagnað kvikmyndina Wolf of Wall Street að hluta til. Í kjölfar fjármálahrunsins 2008 ákvað Goldman Sachs að auka sóknarþungann á Asíumörkuðum. NordicPhotoS/Getty 600 milljóna dala þóknun fékk Goldman fyrir verkefni tengd malasíska sjóðnum. KPMG er eitt af „hinum stóru fjóru“ svokölluðu. NordicPhotoS/Getty Það er ljóst að traust í garð atvinnu- greinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera. David Sproul, forstjóri Deloitte Eldflaugafyrirtækið Space Ex-ploration Technologies, sem stofnað var af Elon Musk, stefnir á að auka hlutafé um 500 milljónir dollara, jafnvirði 61 milljarðs króna, til að hleypa net- þjónustu af stokkunum. Miðað við hlutafjáraukninguna er félagið, sem alla jafna er kallað SpaceX, metið á 30,5 milljarða dollara eða 3.720 milljarða króna. Núverandi hluthafar og skoska eignastýringin Baillie Gifford & Co, sem er einn stærsti hluthafi rafmagnsbílaframleiðandans Tesla sem Musk fer einnig fyrir, leggja til hlutaféð. Frá stofnun hefur SpaceX safnað 2,5 millj- örðum dollara í hlutafé. Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal. SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. Hugmyndin er að þjón- ustan verði veitt fyrir tilstilli fjögur þúsund gervihnatta. Mögulega gætu þeir orðið yfir ell- efu þúsund. Til saman- burðar telur stærsta net gervitungla fyrir fjarskipti 65 gervihnetti. Í frétt The Wall Street Journal er vakin athygli á að SpaceX hafi gengið illa að standa við áætl- anir. Snemma á árinu 2016 var reiknað með að 44 eldflaugum yrði skotið á loft í ár en stefnt er á að í dag, miðvikudag, verði 21. eldflauginni á þessu ári skotið upp. – hvj SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé SpaceX stefnir á að fjárfesta í Starlink sem veitir internetþjónustu í gegnum gervihnetti. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r10 markaðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D 9 -9 D C 4 2 1 D 9 -9 C 8 8 2 1 D 9 -9 B 4 C 2 1 D 9 -9 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.