Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 40

Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 40
Skotsilfur Útlit fyrir minni jólaverslun í Bretlandi Páll Harðarson forstjóri Kaup- hallarinnar Vísbendingar eru um að jólasala verði heldur minni í Bretlandi í ár miðað við síðustu ár. Þannig er talið að um 0,5 prósent færri hafi heimsótt versl- anir í helstu verslunarhverfum landsins í síðustu viku borið saman við sama tímabil í fyrra. Til samanburðar var samdrátturinn 7,6 prósent í fyrra og 2,5 prósent árið 2016. Til viðbótar hefur einkaneysla Breta dregist umtalsvert saman undanfarið ef marka má tölur frá Visa. NordicPHotos/Getty Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvö- falt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsað- stæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi grein- argóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjár- málamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupauka- greiðslur, stífari reglur um gjaldeyris- jöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágranna- ríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir. Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn  Ríkið getur lækkað vexti. Þetta er rökstutt í hvítbók um fram-tíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kom út nýlega. Fjármálakerfi á að þjóna heimilum og fyrirtækjum á skilvirkan og hagkvæman hátt og þar eru tækifæri til umbóta, tækifæri sem verður að nýta nú þegar leiðin til umbóta hefur verið vörðuð. Bætt samkeppnishæfni Íslands er kappsmál allra lands- manna. Samkeppnishæfni er nokk- urs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum þar sem aukin sam- keppnishæfni leiðir til meiri verð- mætasköpunar og þar af leiðandi aukinnar velmegunar. Skilvirkt, hagkvæmt og stöðugt starfsum- hverfi er mikilvægur liður í að efla samkeppnishæfni og þar spilar fjár- málakerfið stóran þátt. Vextir hér á landi eru umtals- vert hærri en í nágrannaríkjum. Þeir landsmenn sem tóku lán hjá bönkunum í fyrra greiða 45 krónur í álagningu bankanna af hverjum 100 sem þeir greiða í vexti. Þetta er hátt í alþjóðlegum samanburði. Annar hluti skýringarinnar er sá að grunnvextir eru hærri hér en annars staðar, meðal annars vegna þess að efnahagsástand hefur almennt verið betra hér og stýrivextir Seðlabank- ans því háir í alþjóðlegum saman- burði. Hinn hluti skýringarinnar er sá að álagning banka er meiri á Íslandi en á hinum Norðurlönd- unum. Að hluta til er það vegna smæðar íslensku bankanna þriggja. Þó þeir séu stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða eru þeir litlir í saman- burði við erlenda banka. Eftir stend- ur þó munur og getur ríkið beitt sér á a.m.k. fernan máta til að auka hagkvæmni og skilvirkni á fjármála- markaði, fyrir utan að selja eignar- hluti sína og tryggja samkeppni á markaði þannig að lægri álagning skili sér til heimila og fyrirtækja. Í fyrsta lagi eru sértækir skattar á fjármálastarfsemi hærri hér á landi en annars staðar. Hér á landi eru sértækir skattar 0,55% af meðal- stöðu eigna en eru um 0,07% að meðaltali í samanburðarlöndum samkvæmt hvítbókinni. Stjórnvöld hafa áform um að lækka banka- skattinn  úr 0,376% í 0,145% sem er engu að síður hátt í alþjóðlegum samanburði. Þessi lækkun vegur þó þungt og bent er á að fyrirhuguð lækkun bankaskattsins skili álíka lækkun á rekstrarkostnaði og 15% fækkun starfsfólks bankanna, sem jafngildir um 400 stöðugildum hjá bönkunum þremur. Það munar um minna. Í öðru lagi er bent á að með sér- hæfingu og útvistun verkefna megi hagræða í rekstri. Bankarnir þrír bjóða allir upp á alhliða þjónustu og er viðskiptalíkan þeirra að mörgu leyti flókið. Skýrsluhöfundar telja að með skýrri sérhæfingu og ein- faldara rekstrarlíkani megi hagræða í fjármálakerfinu. Sem eigandi getur ríkið beitt sér þarna. Í þriðja lagi er það staðreynd að íslensku bankarnir hafa verið mun- aðarlausir meira og minna frá stofn- un þeirra 2008. Annars vegar vegna þess að eigendur þeirra máttu ekki skipta sér af rekstri þeirra og hins vegar þar sem eigendur vildu sem minnst skipta sér af rekstri þeirra. Þar með hefur skort nauðsynlegt aðhald eigenda á stjórnendur bank- anna og því minni krafa en ella um skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Sem eigandi getur ríkið krafist auk- ins aðhalds í rekstri bankanna. Í fjórða lagi má ná fram aukinni hagræðingu á íslenskum fjármála- markaði með samstarfi um sameig- inlega innviði þar sem stærðarhag- kvæmni er mikil. Þetta hefur raunar verið til umræðu um nokkurra ára skeið en ekki orðið að veruleika. Markmið slíks samstarfs getur verið að draga úr kostnaði, draga úr kerf- isáhættu, auka þægindi og lækka aðgangshindranir. Þarna getur ríkið beitt sér bæði sem eigandi banka sem og í gegnum regluverk. Í hvítbókinni er leiðin að skilvirk- ari og hagkvæmari fjármálamarkaði vörðuð. Íslensku bankarnir eru að mestu leyti í eigu ríkisins sem auk þess setur leikreglurnar á markaðn- um. Stjórnvöld hafa það nú í hendi sér að láta verkin tala og vinna að nauðsynlegum umbótum á íslensk- um fjármálamarkaði. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt samfélag. Svona getur ríkið lækkað vexti  sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Einhyrningur Alvotech, sem róbert Wessman stofnaði árið 2013, er verðmetið á um 150 milljarða króna sé tekið mið af kaup- verði japanska fyrirtækisins Fuji Pharma á ríflega fjögurra prósenta hlut í íslenska líftæknifyrirtækinu. Er félagið þar með orðið verð- mætara en nær öll félög á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Að sögn kunnugra gæti Alvotech jafnframt mögulega verið fyrsti íslenski einhyrningurinn en það nýyrði er notað yfir óskráð nýsköpunarfyrir- tæki sem hafa aflað hlutafjár á verðmati umfram milljarð dala. Þröngar skorður Fyrirhuguðum þjóðarsjóði gæti verið sniðinn þröng- ur stakkur til þess að fjárfesta í skuldabréfum útgefnum af erlendum ríkjum, ef marka má greinargerð sem fylgir frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra um sjóðinn. Þar segir að sjóðurinn skuli útiloka með öllu fjárfestingar í fjármálagerningum sem gefnir eru út af fyrirtækjum eða stofnunum sem eru við- riðin starfsemi sem telja má að stangist á við góða siði, svo sem sölu vopna sem nýtt eru í hernaði. Þetta kann að þýða að sjóðurinn mun ekki mega kaupa bandarísk, bresk eða sænsk ríkisskuldabréf, svo dæmi séu tekin. Engir aukvisar Viðskiptafélagarnir Baldur Guðlaugs- son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Halldór J. Krist- jánsson, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, koma að nýja fyrirtækinu Alísu sem hóf nýverið samkeppni við Lykil og stóru viðskiptabankana á sviði tækja- og vélafjármögnunar. Báðir sitja þeir í stjórn fyrirtækisins og er Baldur jafnframt stjórnarformaður þess. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r14 markaðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D 9 -7 6 4 4 2 1 D 9 -7 5 0 8 2 1 D 9 -7 3 C C 2 1 D 9 -7 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.