Fréttablaðið - 19.12.2018, Page 44
Ástkær móðir okkar,
amma og tengdamóðir,
Erna Elísdóttir
varð bráðkvödd á heimili sínu
10. desember sl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Lísa Björk Óskarsdóttir Ingþór Karl Eiríksson
Heiða Óskarsdóttir Jón Svavarsson
Hjördís Ósk Óskarsdóttir
Óskar, Harpa, Berglind Björk og Sigmar Karl
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Helga Kristinsdóttir
til heimilis að
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 13. desember á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Hún verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju,
föstudaginn 21. desember kl. 13.00.
Guðbjörg Kristín Kjartansdóttir
Sólveig Kjartansdóttir Hreinn Guðnason
Unnur Kjartansdóttir Ingi Guðmar Ingimundarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Dr. Valgarður Egilsson
læknir og rithöfundur,
Hólatorgi 4, 101 Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni mánudagsins 17. desember.
Katrín Fjeldsted og fjölskylda.
Elsku pabbi okkar,
Skúli Gunnlaugsson
Miðfelli 4, Hrunamannahreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju
föstudaginn 28. desember kl. 13.
Sigríður, Grétar Gunnlaugur, Móeiður, Svanhildur,
Herdís, Hildigunnur og Kristjana Skúlabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Kristinn Kjartansson
frá Miklagarði,
lést á hjúkrunarheimilinu
Lögmannshlíð 12. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
21. desember klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð.
Magnús Kristinsson Inga Guðmundsdóttir
Bjarki Kristinsson Unnur Snorradóttir
Ævar Kristinsson Heiðbjört Hallgrímsdóttir
Bryngeir Kristinsson Ásdís Annika Gunnlaugsdóttir
Ingvar Kristinsson Vilborg Elva Gunnlaugsdóttir
Lena Sædís Kristinsdóttir Halldór Einarsson
afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Anna María Tómasdóttir
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
föstudaginn 21. desember kl. 14.00.
Gústaf Lilliendahl
Jónas Rafn Lilliendahl Margrét Katrín Erlingsdóttir
Atli Lilliendahl Inge Heinrich
Margrét Lilliendahl Jón Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
N1 mun skipta um olíu sem
það selur til skipaflotans frá
og með næstu áramótum.
Nú verður bara notuð olía
sem inniheldur aðeins
0,1 prósent brennistein.
Framkvæmdastjóri N1
segir félagið reyna sífellt að
minnka úrgang.
N1 mun frá og með n æ st u á ra -mótum hætta sölu á svo kall-aðri marine
diesel oil (MDO) til íslenska skipaflot-
ans. Umrædd olíutegund hefur verið
notuð á stærri skip sem kjósa að nota
ekki svartolíu en sá galli hefur verið á
gjöf Njarðar að hún hefur allt að 0,25%
brennisteinsinnihald.
Í stað áðurnefndrar olíu mun N1
flytja inn og selja á skipaflotann olíu
sem inniheldur aldrei meira en 0,1%
brennistein, segir í tilkynningu. „N1
hefur undanfarin ár einbeitt sér af
síauknum krafti að umhverfismálum
og sem hluta af samfélagsábyrgð fyrir-
tækisins leitum við allra leiða til að
verða grænni og betri fyrir umhverfið.
Þannig kolefnisjöfnum við allt flug og
notkun bíla.
N1 er með samning við Kolvið. Við
settum okkur skýr markmið varðandi
losun gróðurhúsalofttegunda, erum
sífellt að minnka úrgang og við drögum
verulega úr óflokkuðum úrgangi, svo
dæmi séu tekin,“ segir Hinrik Örn Bjarna-
son, framkvæmdastjóri N1.
„Þetta er hins vegar verkefni sem lýkur
aldrei en við leggjum okkar lóð á vogar-
skálarnar með því að reyna að minnka
fótspor á þeim vörum sem við seljum.
Breytingin á olíunni er dæmi um slíkt,“
segir Hinrik Örn.
Fram undan eru frekari breytingar hvað
þetta varðar en í ársbyrjun 2020 tekur
gildi ný reglugerð, IMO 2020, en í henni
felst að verulega verði dregið úr brenni-
steinsinnihaldi svartolíu. Nú má hún
mest vera 3,5% en frá og með 1. janúar
2020 má hún innihalda að hámarki 0,5%
brennistein. benediktboas@frettabladid.is
N1 setur nýja olíu á skip
N1 hefur ákveðið að skipta út olíu á skipaflotann og hefja notkun á olíu sem inniheldur mun minni brennistein. Fréttablaðið/Vilhelm
„Bærinn er að brenna.“ Með þessum
fréttum voru Akureyrarbúar vaktir um
klukkan fjögur að morgni 19. desember
árið 1901. Þeir sem fyrst litu út sáu loga
slá upp um þakið á geymsluhúsi sem
áfast var við Hótel Akureyri í miðjum
bænum þar sem hann er þéttbyggð-
astur. Þar voru timburhús hvert við
annað báðum megin strætisins sem er
örmjótt.
Brunnu þarna tólf stór hús og urðu
52 heimilislausir. Ekkert slökkvilið var
á Akureyri og engin slökkvidæla en
bæjarbúar gengu svo rösklega fram við
slökkvistarfið að þeim tókst að hefta
útbreiðslu eldsins frekar. Annars hefði
miðbærinn allur líklega brunnið.
Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 9 . D E S E M B E R 1 9 0 1
Tólf stórhýsi brunnu á Akureyri
Merkisatburðir
1666 Háskólinn í Lundi er stofnaður í Svíþjóð.
1745 Her jakobíta undir stjórn Karls Stúart (Bonnie Prince
Charlie) bíður ósigur fyrir her undir stjórn hertogans af
Cumberland í orrustunni við Clifton Moor. Það er síðasti
bardagi sem háður hefur verið á enskri grund.
1821 Eldgos hefst í Eyjafjallajökli.
1943 B-25 sprengjuflugvél lendir á hvolfi skammt sunnan
við Grandaveginn í Reykjavík í aðflugi að flugvellinum í
Vatnsmýrinni. Þrír hermenn látast.
1967 Lögræðisaldur á Íslandi er lækkaður úr 21 ári í 20 ár.
Síðar er hann svo lækkaður niður í 18 ár.
1969 Alþingi samþykkir að Ísland gangi í EFTA frá og með
1. mars 1970.
1983 Sigurður Magnússon og Ingibjörg Daðadóttir, hjón í
Stykkishólmi, eiga 75 ára hjúskapararafmæli. Eftir það lifir
Sigurður í fimm mánuði en Ingibjörg í fjögur ár.
1984 Alþýðulýðveldið Kína og Bretland undirrita sameigin-
lega yfirlýsingu um framtíð Hong Kong.
1986 Andrei Sakarov fær að snúa aftur til Moskvu eftir sex
ára útlegð innan Sovétríkjanna.
1989 Húsnæðisstofnun ríkisins gefur út fyrstu húsbréfin.
1992 Kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guðnýjar
Halldórsdóttur er frumsýnd.
1996 Ísland og Noregur undirrita Schengensamninginn.
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
tímamót
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
D
9
-7
1
5
4
2
1
D
9
-7
0
1
8
2
1
D
9
-6
E
D
C
2
1
D
9
-6
D
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K