Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 49
7 Uczuć//7 Emotions(polish w/eng sub) 17:40 Suspiria (ice sub) .................................... 18:00 Erfingjarnir//The Heiresses (eng sub) 18:00 Milosc jest wszystkim(pol. w/eng sub) .20:00 Bird Box (english-no sub) ................... 20:00 Roma (spanish w/eng sub) ....................21:00 Anna and the Apocalypse (ice sub) 22:20 Mæri // Border (ice sub) ..................... 22:30 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Fluga fær flugu í höfuðið BÆkur Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins HHH H Höfundar: Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring Útgefandi: Angústúra Blaðsíður: 42 Flugur eiga sér ákveðna hefð í íslensk- um bókmenntum, einkum þó fyrir börn. Margir muna eftir Mola litla flugustrák úr bókaröð eftir Ragnar Lár sem kom út á árunum 1968-1975 og voru fyrstu vísarnir að íslenskum myndasögum. Þá skrifaði Bryndís Björgvinsdóttir bókina Flugan sem stöðvaði stríðið þar sem má finna heimspekilegar vangaveltur um stríð fyrir börn og nú verður fluga aftur að farvegi fyrir heimspeki- legar hugleiðingar í Sögunni um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins eftir þau Hjörleif Hjartarson og Rán Flygen ring sem hófu farsælt og von- andi langvinnt samstarf í fyrra með bókinni Fuglar, stórskemmtilegri náttúrufræðiskemmtibók sem var ætluð allri fjölskyldunni og tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017. Þar drógu þau fram helstu sér- kenni fuglanna í máli og myndum með góðum skammti af kímnigáfu og laumuðu þannig heilmiklum fugla- fróðleik með. Í bókinni um Skarphéðin Dungal er sjónum beint að flugum en hún er þó ekki náttúrufræðilegs eðlis heldur meira í ætt við heimspeki, flugan Skarphéðinn er notuð sem tákn- mynd þess að víkka sjóndeildarhring- inn og sjá fleiri möguleika en þá sem nærumhverfið býður upp á, hvort sem það er í bókstaflegri merkingu eða sem myndhverfing fyrir hugar- ástand. Í Háborginni sem spratt upp á volgu hrossataði skorar Skarphéðinn Dungal hugmyndir samflugna sinna um alheiminn á hólm og er gerður útlægur fyrir vikið en einmitt það gefur honum tækifæri til að kynnast heiminum, sannreyna kenningar sínar og koma aftur reynslunni ríkari. Myndir og umbrot er einstaklega skemmtilegt og leikur við textann og með honum. Litavalið er áberandi, í raun það mest áberandi sem völ er á en sagt er að svart letur á appelsínu- gulum grunni sé með því mest gríp- andi sem augað nemur og hæfir það vel þrautseigri flugu. Sagan sögð í ljóði sem gerir hana enn skemmtilegri að lesa upphátt en einnig er auðvelt að tileinka sér setningar og speki þegar sett er fram í bundnu máli. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStaða: Sagan af Skarphéðni Dungal er skemmtileg hugvelta um sjónarhorn, sjónarrandir og hrossatað. Sjá nánar á fimmtudag 20. des. frá kl. 19-22 Jólahátíð Opið til 22 fram að jólum Dagskrá: 19:00 Garðar Guðmundsson 19:15 kór Mosfellsbæjar 19:45 Helga Möller 20:00 Helgi Björns 20:20 Tískusýning að hætti Haffa Haff Fyrstu 100 gestirnir fá veglega jólagjöf Léttar veitingar & vörukynningar í verslunum Helgi Björns kl. 20:00 Sigga Kling verður á svæðinu Bein útsending Helga Möller kl. 19:45 Tískusýning kl. 20:20 Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 19. desember 2018 tónlist Hvað? Mozart við kertaljós Hvenær? 21.00 Hvar? Hafnarfjarðarkirkju Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða fyrstu tón- leikarnir í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 21.00. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir og hefjast þeir klukkan 21.00. Hvað? Funky KEXMas Party w/Samúel Jón Samúelsson Big Band Hvenær? 21.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Hvað? Mengi Series: Randall Dunn, Úlfur, Aaron Roche & William Hayes Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Mengi Series kynnir Úlf, Randall Dunn, Aaron Roche og William Hayes á tónleikum í Iðnó. Húsið opnað kl. 20 og tónleikarnir hefj- ast kl 21. Miðaverð er 3.500 kr. Viðburðir Hvað? Ljóðakvöld Hvenær? 19.00 Hvar? Iða Zimsen, Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík Á ljóðakvöldi koma fram: Ásta Fanney Sigurðardóttir Einar Már Guðmundsson, Hrafnsunna Ross, Kristian Guttesen, Sigur- björg Þrastardóttir og Soffía Lára. Kynnir: Valdimar Tómasson. Hvað? Konur um konur | Upplestur í Grófinni Hvenær? 16.30 Hvar? Borgarbókasafnið Grófinni Ævi og örlög íslenskra kvenna eru umfjöllun- arefni bóka þeirra fjögurra kvenna sem koma saman og lesa úr verkum sínum í Borgarbókasafninu klukkan 16.30. Hvað? Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur – bókakvöld í Bismút! Hvenær? 19.30 Hvar? Bismút, Hverfisgötu Miðvikudaginn 19. desember verður bókakvöld í Bismút. Þar lesa systurnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur brot úr nýút- komnum skáldsögum sínum. Gleðin hefst klukkan 19.30. Hvað? Ari Eldjárn prófar nýtt grín Hvenær? 20.00 Hvar? Tjarnarbíó Ari Eldjárn stendur fyrir skemmti- legri og tilraunakenndri uppi- standssýningu þar sem hann próf- ar nýtt grín. Á sýningunni, sem varir í um klukkustund, fá gestir að heyra nýtt og áður óbirt efni. Hvað? PubQuiz á Session: Jólin á hvítatjaldinu og Skjánum. Hvenær? 19.00 Hvar? Session craft bar, Bankastræti Nú er komið að spurningakeppni á Session. Barsvar, Bjöllervisser, Pilsnerpróf, Trillium Pursuit – eða einfaldlega svokallað PubQuiz. Umfjöllunarefni spurninga verður „Jólin á hvíta tjaldinu og skjánum“. Spurningahöfundur og spyrill verður Siddi. Hvað? Jólabingó með Jóhanni Alfreð og Valda Pí Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Hið árlega jólabingó á Húrra mætir og gleður ykkur með glansandi bingóspjöldum og frábærum vinn- ingum! Það verður eitthvað fyrir fólk á öllum aldri, börn og gamal- menni allra helst. Júlía Margrét Einarsdóttir les upp á Bismút ásamt Kamillu systur sinni. FréttaBlaðið/StEFán m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 21m i ð V i k u D a g u r 1 9 . D e S e m B e r 2 0 1 8 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -9 8 D 4 2 1 D 9 -9 7 9 8 2 1 D 9 -9 6 5 C 2 1 D 9 -9 5 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.