Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Þú færð Víg Tuma á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Ein með öllu. Gríðarlega fjölbreytt, samsett kaka sem skýtur upp beint og í blævæng. Eftir mikla litardýrð með glitrandi ljósum þá endar hún á silfurlituðum stjörnublómum með grænum og rauðum kúlum í sannkallaðri stórskotahríð með braki og brestum. skot 195 SEK 5 5 24 240 kg Þrjú í fréttum Þrautseigja, athvarf og afturvirkni Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP sagði þraut- seigju listina við nýsköpun. Markaðurinn valdi sölu fyrirtækisins til suðurkóreska tölvuleikjaframleið- andans Pearl Abyss fyrir 425 millj- ónir dollara, jafnvirði 46 milljarða króna, viðskipti ársins. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvenna­ athvarfsins greindi frá því að margir hugs- uðu svo vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði það ófrá- víkjanlega kröfu að samningar verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári, það er til þess dags er núverandi samn- ingar renna sitt skeið. TÖLUR VIKUNNAR 23.12.2018 – 29.12.2018 3 dagar hafa verið með alhvítri jörð í Reykjavík í haust; 5. nóv­ ember og 4. og 5. desember. Miðað er við stöðuna eins og hún er klukkan níu að morgni hvers dags. 46% viðskiptavina Strætó bs. eru fastir viðskiptavinir, þ.e. fargjöldin eru greidd með kortum eða áskrift. Farþegar næturstrætó, sem keyrir aðeins um helgar, eru að meðaltali um tvö þúsund á mánuði. 19 dvöldu í Kvenna at­hvarfinu yfir jólin, tíu konur og níu börn. Langflest voru í athvarfinu öll jólin. 26,7 milljónum króna varði Há­ skóli Íslands í risnu á fyrstu tíu mánuðum ársins. Tilefni risnu eru sögð misjöfn, allt frá ráð­ stefnum, málþingum og hátíð­ legum viðburðum yfir í móttöku erlendra gesta og doktorsvarnir. 11% samdráttur varð á sölu jóla­ bjórs fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa þó fleiri tegundir há­ tíðarbjórs verið í boði eða rúm­ lega 60. 16,5% hækkun varð á veltu erlendra korta í veitingaþjónustu í nóvem­ ber samanborið við sama tímabil í fyrra. SAMFÉLAG Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvalds- dóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrár- sviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vega- bréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýj- unarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vega- bréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vega- bréfa 2009. Svo varð ákveðin hol- skefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“ – sar Eðlilegar skýringar á minnkandi útgáfu vegabréfa KJARAMÁL „Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samn- inganefndum VR og Starfsgreina- sambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvern- ig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Sam- tök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemj- ara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að sam- hliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samninga- fundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamn- ingaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. Frá sáttafundinum í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari situr við enda borðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafn- vel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar við- ræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfu- gerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undir- hópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“ sighvatur@frettabladid.is Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Á sumrin myndast oft langar raðir eftir afgreiðslu vegabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 9 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E B -F F 3 4 2 1 E B -F D F 8 2 1 E B -F C B C 2 1 E B -F B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.